Fréttir

Mánudaginn 9. september

Nú er unnið við ýmsan frágang við Hálslyftu s s grafa niður öryggiskapal, setja jarðveg að undirstöðu, mála lyftuhús, fegra allt umhverfi og fl. Unnið er við ýmsa aðra hluti til að gera svæðið klárt fyrir veturinn og hefur verið unnið markvist að fyrirbyggjandi viðhaldi í sumar en lyftur og tæki þurfa mikið viðhald.  Staðarhaldari

Laugardaginn 6. september skíðað í Skarðsdalnum

Hópur krakka, þjálfara og foreldrar voru á skíðum í Skarðsdalnum um helginn við fínar aðstæður en hægt er að skíða niður svokallaðan miðbakka á Búngusvæði. Krakkarnir voru dregin upp á snjósleðum upp á Búngutopp og skíðuðu niður bæði innrileið og miðbakka. Veðrið var mjög gott 10-15 siga hiti logn og blíða. Það er frábært að sjá að skíðaáhugamenn nýti sér þessar aðstæðu en snjóalög eru með mesta móti á þessu svæði í langan tíma. Kveðja frá staðarhaldara.

Skíðasvæðið er nú lokað.

Nú höfum við  lokað skíðasvæðinu þennan veturinn. Opnunardagar voru 100 og gestir inn á svæðið voru 16500 manns. Innilegar þakkir fyrir komuna skíðagestir góðir. Sjáumst hress næsta vetur.  Starfsfólk skíðasvæðisins

Laugardagurinn 18.maí

Opið er hjá okkur í dag frá 11:00-15:00 og er um 10 stiga hiti og glampandi sól flott verður um að gera að mæta og fá sér smá lit ;)

Miðvikudaginn 8. maí Skarðsdalurinn verður opinn um hvítasunnuna.

Takið frá hvítasunnuna því þá verður opið í Skarðsdalnum. Snjórinn telst í metrum og brekkurnar eru flottar. Gerum þetta að hvítasunnufjöri eins og páskafjörið var. Þá brostu allir hringinn yfir fegurð dalsins. Strákarnir munu taka vel á móti ykkur. Björn, Sigurjón, Birgir og Kári mun sjá um að brekkurnar verði klárar.

Sunnudaginn 5. maí hefur svæðinu verið lokað þetta vorið.

Þessi helgi var loka tilraun til að hafa opið nú í maí en nú höfum við lokað svæðinu þennan veturinn. Við starfsmenn skíðasvæðisins viljum þakka ykkur skíðagestir kærlega fyrir veturinn, hann var mjög góður. 98 daga opnun og gestir 16500. Sjáumst hress næsta vetur. Starfsmenn  

Föstudaginn 3. maí lokað

Við munum taka stöðuna í fyrramálið kl 10:00 hvort opnað verður á morgun. Gestir inn á svæðið í vetur voru 16500 manns sem er met aðsókn og opnunardagar voru 98. Innlit inn á heimasíðu skard.fjallabyggð.is hvern einasta dag frá 1. des til 1. maí var 205 og innhringingar í síma 878-3399 upplýsingasíman voru 114 á dag á þessum sama tíma. Allar tölur eru upp á við. Starfsmenn

Miðvikudaginn 1. maí opið kl 11-15

Flottur dagur að baki en rúmlega 200 manns eru búnir að koma í fjallið í dag. Tökum stöðunna á föstudaginn hvort við getum opnað á laugardaginn 4. maí. Það stefnir í að þessi dagur verði sá síðasti sem opið verður í Skarðsdalnum svo nú er um að gera að mæta í dag. Í dag verður opið frá kl 11-15. Veðrið kl 08:40 ANA 2-5m/sek, frost 5 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór og var troðið í gær og er kominn smá nýr snjór ofaná. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 30. apríl lokað. Opið verður 1. Maí

Í dag verður lokað. Nýjar upplýsingar kl 09:00 á morgun 1. maí. Opnum 1. maí kl  kl 11-15. Það er von á mjög góðu veðri. Takið þennan dag frá og mætið í Skarðsdalinn og svo fjölmennum við í 1. Maí kaffi. Síðustu opnunardagar þetta vorið eru 4 og 5 maí Starfsmenn

Laugardaginn 27. apríl lokað vegna hvassviðris.

Lokað í dag vegna hvassviðris. Veðrið kl 09:00 SW 10-20m/sek, 3 stiga hiti. Ath.  !!Takið 1. maí frá!!  Það er von á mjög góðu veðri og brekkurnar verða enn betri.     Síðast helgin sem verður opið á þessu vori er 4 og 5 maí og mig minnir að það sé von á góðu veðri þessa daga.     Starfsmenn