Fréttir

Föstudaginn 26. apríl opið kl 13-19

Ath.  !!takið 1. maí frá!! það er von á góðu veðri og topp brekkum í Skarðsdalnum. Í dag verður opið frá kl 13-19. Veðrið kl 15:00 SW gola, frost 2 stig og glaða sól. Færið er troðinn nýr snjór og mikið af honum. Mikið púður út um allt. Flott færi fyrir alla og flott veður. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 25. apríl sumardaginn opið kl 13-16

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. KL 11:15 í dag verður opið frá kl 13-16. Veðrið  NA 2-4m/sek, frost 3 stig og alskýjað. Opnun í dag er í skoðun. Veðrið kl 07:30 NA 6-12m/sek og töluverður éljagangur. Nýjar upplýsingar um kl 10:00 Starfsmenn

Miðvikudaginn 24. apríl er lokað

Í dag verður lokað. Nú mæta allir í Skarðsdalinn þessa daga. Opnun næstu daga er sem hér segir: Sumardaginn fyrsta  25. apríl kl 11-16 Föstudaginn              26. apríl kl 14-19 Laugardaginn            27. apríl kl 11-16 Sunnudaginn             28. apríl kl 11-16 Miðvikudaginn             1. maí  kl 11-15 Laugardaginn               4. maí kl 11-15 Sunnudaginn                5. maí kl 11-15 síðasti opnunardagur. Starfsmenn í Skarðsdal.

Þriðjudaginn 23. apríl lokað vegna veðurs

Í dag miðvikudaginn 23. apríl verður lokað vegna veðurs. Veðrið kl 12:30 ANA 7-15m/sek, frost 1 stig, töluverður éljagangur og skafrenningur. Stefnum á að opna aftur á fimmtudaginn 25. apríl sumardaginn fyrsta. Starfsmenn

Mánudaginn 22. apríl opið kl 16-19

Ath. það er bannað að skíða hlíðinna norðan við Búngulyftu og það er bannað að skíða innrileiðinna á Búngusvæði.  Í dag verður opið frá kl 16-19. Veðrið k l12:30 ANA 5-12m7sek, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Göngubraut er tilbúinn á Hólssvæði. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Sunnudaginn 21. apríl opið kl 11-20 Allir á skíði. Sparisjóðurinn bíður í dag.

Kl 18:30 Flottur dagur að baki en um 350 manns komu í fjallið í boði Sparisjóðs Siglufjarðar og sporðrendu grilluðum pylsum í frábæru veðri. Nú mæta allir á Sigló í næstu viku, síðustu dagar vetrarins. Sunnudagurinn 28. apríl er síðasti opnunardagurinn. Ath. það er bannað að skíða hlíðinna norðan við Búngulyftu og það er bannað að skíða innrileiðinna á Búngusvæði.  Allir á skíði - Sparisjóðurinn býður í fjallið í dag sunnudaginn 21. apríl. Er íbúum Fjallabyggðar og gestum boðið á skíðasvæði Fjallabyggðar í Skarðsdalnum frá kl. 11.00 til 20.00. Frítt í lyfturnar, allur skíða- og brettabúnaður lánaður gjaldfrjálst á meðan birgðir endast. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki á milli 15.00 – 17.00. Sparisjóður Siglufjarðar – 140 ára. Veðrið kl 09:00 vestan gola, frost 1 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Göngubraut á Hólssvæði tilbúinn kl 12:00 Skiptihelgi fyrir Vetrarkortshafa. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 20. apríl lokað vegna hvassviðris

Kl 12:00 lokað vegna hvassviðris  SW10-18m/sek. Kl 11:00 of hvasst en þá. Í athugun kl 12:00. Ath. skiptihelgi nr 5 fyrir vetrarkortshafa. Stefnum á að opna kl 12:00, seinkum opnun um klukkutíma. Veðrið kl 09:15 SV 8-16m/sek, hiti 1 stig og smá slydduél. Keyrum ekki lyftur í þessum vindi. Nýjar upplýsingar um kl 11:00 Starfsmenn  Allir á skíði - Sparisjóðurinn býður í fjallið! Þann 21. apríl n.k. er íbúum Fjallabyggðar og gestum boðið á skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðinu frá kl. 14.00 til 20.00. Frítt í lyfturnar, allur skíða- og brettabúnaður lánaður gjaldfrjálst á meðan birgðir endast. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki á milli 15.00 – 17.00. Sparisjóður Siglufjarðar – 140 ára.

Föstudaginn 19. apríl opið kl 14-19

Allir á skíði - Sparisjóðurinn býður í fjallið! Þann 21. apríl n.k. er íbúum Fjallabyggðar og gestum boðið á skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðinu frá kl. 14.00 til 20.00. Frítt í lyfturnar, allur skíða- og brettabúnaður lánaður gjaldfrjálst á meðan birgðir endast. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki á milli 15.00 – 17.00. Sparisjóður Siglufjarðar – 140 ára.  KL 15:00 veðurblíða WSW gola, hiti 2 stig og léttskýjað. Flott færi og flott veður. Í dag verður opið frá kl 14-19. Veðrið kl 09:15 WSW gola, hiti 3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn nýr snjór og mikið af honum. Opnum 3 lyftur í dag en allar lyftur verða opnar á morgun. Það verða uppfærðar upplýsingar um kl 14:00 í dag. Frábært veður og frábært færi. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 18. apríl opið kl 16-19

Í dag verður opið frá kl 16-19. Veðrið kl 13:15 logn, frost 3 stig og léttskýjað, það á að birta til þegar líður á daginn. Færið er troðin nýr snjór og mikið af honum.   Velkomin í Skarðsdalinn   Starfsmenn  

Miðvikudaginn 17. apríl opið kl 16-19

Kl 14:00 Það verður opið í dag frá kl 16-19. Veðrið kl 14:00 logn, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór og mikið af honum þannig að færið er töluvert mjúkt. Ath. það verður eingöngu Neðsta-lyftan opin. Það er lokað eins og er, það er verið að athuga aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu. Nýjar upplýsingar um kl 13:00 Umsjónarmaður