01.01.2009
Starfsmenn skíðasvæðisins óska öllum íbúum Fjallabyggðar og öllum þeim fjölmörgu gestum sem heimsótt hafa
skíðasvæðið á árinu 2008 gleðilegs árs og sjáumst hress á nýju ári. Þess má geta að gestir
skíðasvæðisins á árinu 2008 eða þá tvö mánuði sem Valló ehf hefur rekið svæðið eru vel á annað
þúsund.
Við opnum á morgun föstudaginn 2. janúar kl 14:00-20:00
Nánari upplýsingar í síma 878-3399 og á heimasíðu skard.fjallabyggd.is
31.12.2008
Opið í dag frá kl 12-16 það er mjög gott veður í fjallinu S-gola, -2c° hálfskýjað og færið er mjög gott troðinn
nýr snjór og gott færi fyrir alla.
Bendi á að skíðamenn skíði í troðnum brekkum.
Lyftur opnar Neðsta-lyfta og T-lyfta
Góð útivera, hressir líkama og sál fyrir áramótagleðina
Velkomin í fjallið starfsmenn
30.12.2008
Lokað í dag, en við opnum á morgun gamlársdag frá kl 12-16, nánari upplýsingar í síma 878-3399 og á
heimasíðu um kl 10:00 í fyrramáli. Það snjóar hjá okkur núna og er kominn ca 15-20cm snjólag á T-svæði og töluvert
meira á Búngu-svæði, veðurspá er hagstæð fyrir morgundaginn og næstu daga.
Starfsmenn
29.12.2008
Opið verður í dag frá kl 14-17 veður hér í fjallinu er SV 5-10m/sek +4c° hálfskýjað, færið er unnið harðfenni.
Lyftur opnar Neðsta-lyfta og T-lyfta, ath verður með Búngusvæði ef vind lægir.
Eins og myndi sýnir er neðstasvæðið orðið mjög erfitt og verður að fara mjög varlega, vil ég benda á að foreldrar
fylgi ungum börnum vel eftir og reglan er sú að börn yngri en 6 ára eiga að vera með fullorðnum.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
28.12.2008
Lokað verður í dag vegna veðurs, vindhviður upp í ca 22m/sek
Við opnum á morgun kl 14-17 upplýsingar um kl 12 á morgun í síma 878-3399 og á heimasíðu
28.12.2008
Það er lokað eins og er, það er of mikill vindur, það er að gera hér í fjallinu hviður upp í ca 18-22m/sek, við stefnum á
að opna kl 12:00 ef veðrið gengur niður.
Upplýsingar um kl 12:00 í 878-3399 og á heimasíðu skard.fjallabyggd.is
Starfsmenn skíðasvæðis.
27.12.2008
Opið verður í dag frá kl 12-17 veðrið hér er SV-5-10 +8c° skýjað, færið er blautur snjór, lyftur opnar Neðsta-lyfta og
T-lyfta, ég bið fólk að fara varlega og vera í troðnum brautum, það hefur tekið töluvert upp.
Velkomin í fjallið.
27.12.2008
Það er lokað eins og er vegna roks, meðalvindur er ca 6-10m/sek en fer upp í ca 15-20 í hviðum, það er 10 stiga hiti á neðsta
svæðinu.
Nýjar upplýsingar kl 12:00
Starfsmenn
26.12.2008
Góðan daginn og gleðilega hátíð
Opið verður frá kl 12-16 í dag, veðrið hér hjá okkur SV-5-12, +1c°, hálfskýjað, færið er troðið
harðfenni, ágætis færi fyrir alla.
Lyftur opnar Neðsta-lyfta og T-lyfta
Göngubraut verður tilbúinn kl 13:00 í Skarðsdalsbotni
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
24.12.2008
Starfsmenn skíðasvæðisins óskar öllum gleðilegra jóla.
Sjáumst hress í fjallinu 26 des kl 12:00