Fréttir

Mánudaginn 1. mars opið

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 13-18, veður og færi er frábært S-gola, frost 5 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór og allar brekkur klárar,  allar lyftur verða í gangi, göngubraut á Hólssvæði Velkomin á skíði starfsfólk

Sunnudaginn 28. febrúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veður N-gola, frost 2 stig, og  léttskýjað, færið troðinn þurr snjór frábært færi fyrir alla, allar lyftur keyrðar, við setjum í gang Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 10:00 en Búngu-lyftan fer í gang 11:30. Það er göngubraut klár á Hólsvæðinu svo nú er um að ger að drífa sig út og á skíði og njóta dagsins. Starfsfólk

Laugardaginn 27. febrúar opið

Skíðasvæðið opnar í dag kl 12-17, veðri kl 08:30 NA 5-7m/sek, frost 3 stig, smá éljagangur og alskýjað. færið er troðinn nýr snjór það hefur snjóað töluvert hjá okkur við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu í dag, Búngu-lyftan er biluð. Ps Við setjum Neðstu-lyftu og T-lyftu í gang kl 10:00 á morgun Sunnudaginn 28. febrúar og Búngu-lyftu kl 11:30 Velkomin í fjallið starfsmenn

Föstudaginn 26. febrúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 10:00 NV 2-4m/sek, frost um 8 stig og alskýjað, færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað töluvert hjá okkur. Við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu í dag, velkomin í fjallið

Fimmtudaginn 25. febrúar lokað v/veðurs

Í dag er skíðasvæðið lokað vegna veðurs, það er 10-15m/sek og meira í hviðum, 10 stiga frost og töluverður éljagangur, en það er það jákvæða við þetta veður að við eru að fá töluverðan snjó á allt svæðið, við opnum á morgun kl 14-19, nánari upplýsingar á morgun um kl 10:00, veður útlit fyrir helginna er ágætt. Velkomin í Siglfirsku alpana Starfsfólk

Miðvikudaginn 24. febrúar lokað v/veðurs

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, það er 9,5m/sek og meira í hviðum, frosti um 6 stig og smá éljagangur en nokkuð blint. Við opnum á morgun fimmtudaginn 25. febrúar kl 15-19, nánari upplýsingar um kl 12 á morgun, veðurspá næstu daga er ágætt. Starfsmenn

Þriðjudaginn 23. febrúar lokað

Skíðasvæðið er lokað í dag, við opnum á morgun miðvikudaginn 24. febrúar kl 15-19, nánari upplýsingar um kl 12:00 á morgun. Starfsfólk

Mánudaginn 22. febrúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-18, veðrið NA 4-7m/sek, smá éljagangur, frost 6 stig og alskýjað, færið er troðinn nýr snjór mjög gott færi fyrir alla, allar lyftur keyrðar. Nú höfum við tekið í notkun nýja veðurstöð hér í Skarðsdalnum til að bæta en veðurþjónustu á svæðinu í samstarfi við sksiglo.is Veðurstöðin Skarðsdal en hún er í 275 metra hæð beint fyrir ofan Skíðaskálan og er hægt að fara inn á hana hér til hægri fyrir ofan mynd augnabliksins. Velkomin á skíði í dag starfsmenn  

Sunnudaginn 21. febrúar

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:00 NA 3-6m/sek, frost 4 stig og léttskýjað, færið er mjög gott nýr troðinn snjór og allar lyftur keyrðar. Brekkur sem eru inni Neðstabrekka, T-brekka, Stálmasturbrekka, Búngubrekka, Innrileið á Búngusvæði og það er hægt að skíða mjög víða í púðursnjó. Svæðið er búið að vera opið í 51 dag frá 5. desember, gestir í fjallinu í gær voru um 370 manns sem er frábært, skíðagestir góðir velkomnir aftur á Siglufjörð Starfsmenn 

Laugardaginn 20. febrúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er NA-gola, frost 4 stig og léttskýjað, færið er mjög gott troðinn nýr snjór, allar lyftur keyrðar, brekkur sem eru inn í dag eru Neðstabrekka, T-brekka, Stálmasturbrakka, Búngubrekka og Innrileið á Búngu. Við stefnum á að leggja göngubraut á Hólssvæði kl 14:00. Í fjallinu í gær voru um 170 gestir sem er aldeilis frábært og sjáumst hress í dag. Starfsfólk