01.05.2016
!!Til hamingju með daginn!!
Opið í dag frá kl 10-15, veðrið er bara gott, logn, hiti 3 stig og sól, færið er troðinn nýr blautur snjór og það sem er troðið er Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið, Hálslyftusvæðið og Búngusvæðið er ótroðið. Utanbrautarfærið er guðdómlegt.
Takið daginn snemma, það skiptir máli.
Sjáumst hress og kát.
Fjallamenn
30.04.2016
Það verður lokað í dag veðrið er snjókoma, slydda, rigning og þoka.
Það verður gott veður á morgun og verður opið á morgun frá kl 10-15 og mætið snemma í bjart og fallegt veður í glænýjan snjó, það verður ekki mikið troðið.
Sjáumst hress
Starfsmenn
29.04.2016
Svæðið verður opið í dag frá kl 14-18, veðrið kl 14:00 logn, hiti 4 stig, léttskýjað og sú gula að sýna sig aðeins. Færið er troðinn nýr blautur snjór.
Opnum 4 lyftur en engar brekkur troðnar í efrihlutanum. Það hefur snjóað ca 30-40 cm síðustu 2 daga.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
28.04.2016
!!Hér kemur greinagerð um stöðu mála!!
Það verður lokað í dag/it is closed today, stefnum á að opna á morgun kl 14-18 og um helgina kl 11-16 báða daga, en nú er vetur hjá okkur og hefur snjóað um 15- 30 cm á svæðinu.
Veðrið lítur þannig út að það er mögulega gluggi á morgun föstudaginn á milli 15-18 og um helgina er möguleiki á ágætu veðri á milli 12-16 en ekki mikil sól, þetta er í veðurkortunum núna kl 10:00 í dag. S s það gengur á með úrkomu og birtir eitthvað inn á milli, ég gæti skrifað endalaust um veðurútlitið með hinum og þessum möguleikum, en eitt er víst að það norðanátt í kortunum til 7 maí, þannig að veturinn hér fyrir norðan er 8-9 mánuðir sem flestir hljóta að vera ánægðir með.
Svona til fróðleiks erum við að stiðjast við þessi veðurkort vedur.is, yr.no, belgingur.is, wetterzentrale.de og svo veðurstöðvar út um allt hér á norðurlandi, þetta er svo gaman því ekkert af þessu er 100% kannski 50-70% öruggt.
Sjáumst hress
Starfsmenn
24.04.2016
Skíðasvæðið verður lokað frá 25-27. apríl, opnum svæðið aftur 28. apríl.
Minni á að opið verður næstu 3 helgar.
25.apr Mánudagur Lokað
26.apr Þriðjudagur Lokað
27.apr Miðvikudagur Lokað
28.apr Fimmtudagur kl 14-18
29.apr Föstudagur kl 14-18
30.apr Laugardagur kl 11-16
1.maí Sunnudagur kl 11-16
5.maí Uppstiningardagur kl 11-16
6.maí Föstudagur kl 13-18
7.maí Laugardagur kl 10-16 Super Troll Ski Race
8.maí Sunnudagur kl 11-16
14.maí Laugardagur kl 10-16 Skarðsrennsli
15.maí Hvítasunnudagur kl 11-16 Síðasti opnunardagur
Umsjónarmaður
24.04.2016
Opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 11:00 NW gola, hiti 4 stig og alskýjað, færið er troðinn vor snjór og er töluvert mjúkt færi á öllu svæðinu. það verður mjög gott utanbrautarfæri í dag.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
23.04.2016
Kl 12:00 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris, betra veður á morgun en það verður opið á morgun frá kl 11-16.
Opnun er í skoðun, nýjar upplýsingar kl 12:00. Veðrið kl 11:00 SW 10-15m/sek og hviður 20m/sek þannig að við getum eki keyrt lyftur í þessum vindi, en miðað við veðurkortin á að lægja og birta til um hádegið.
Umsjónarmaður
22.04.2016
Opið í dag frá kl 13-18, veðrið kl 09:00 WNW gola, hiti 1 stig og léttskýjað, færið er troðinn blautur snjór en er þurrara eftir því sem ofar kemur.
Göngubraut á Hólssvæði tilbúin kl 13:00, 3 km hringur
Velkomin á skíði í dag
Starfsmenn
21.04.2016
Gleðilegt sumar.
Kl 15:00 lokað vegna hvassviðris opnum á morgun kl 13-18
Kl 14:30 erum eingöngu að keyra Neðstulyftu, það er of mikill vindur SW 10-17m/sek
Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 11:30 SW 3-13m/sek, hiti 2 stig og léttskýjað, mögulega vaxandi vindur þegar líður á daginn, færið er troðinn þurr snjór, það hefur aðeins skafið nýjan snjó yfir brekkurnar.
Erum að keyra 3 lyftur það er of hvasst fyrir Búngulyftu.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn