Fréttir

Framkvæmdir á skíðasvæðinu.

Unnið var að framkvæmdum í síðustu viku á öllum svæðum, nú er búið að koma miklum turni fyrir upp á Búngutopp þar sem troðarinn getur fest sig í og treður alla Búnguna á mjög auðvelda hátt upp og niður, jarðvegsvinna við báða enda á T-lyftu og söfnunarsvæði við Neðstu-lyftu sléttað betur, og nú bíðum við eftir að það snjói vel og duglega svo við getum opnað 1. nóvember. Sjáumst hress í fjallinu. Starfsmenn

Undirbúningur skíðasvæðisins

Unnið er við að gera svæðið klárt, bæði viðhald og unnið er við framkvæmdir, bæta brekkur og bæta vinnu aðstöðu fyrir snjótroðara á Búngusvæði. Við stefnum á opna allt svæðið 1. nóvember og ath. við erum með opið á mánudögum en lokað verður á þriðjudögum. Sjáumst hress í fjallinu. Starfsmenn