Fréttir

Gamlársdagur opið/open 11-15

Lokað á morgun nýársdag en opnum aftur 2. janúar kl 13-18 Gleðilegt skíða ár Opið í dag frá kl 11-15, en einn topp dagurinn runnin upp, WNW gola, frost 5-6 stig og alskýjað, færið er draumur, troðinn þurr snjór, það hefur snjóað örlítið í dalnum góða. 1500 metra lögn brekka klár og Æfintýraleið og Þvergilsleið klárar. Gönguspor tilbúið á Hólssvæði 1,5 km hringur. Velkomin á skíði í dag.

Laugardaginn 30. desember opið/open 11-16

Ath. það verður opið á morgun gamlársdag frá kl 11-15 Og svo opið 2 . janúar frá kl 13-18 Opið í dag frá kl 11-16, veðrið er N-gola, frost 5-6stig og er heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór. Það er framundan frábær dagur, flott færi og flott veður. Neðstabrekka og T-lyftubrekka troðnar og einnig er Æfintýraleið og Þvergilsleið klárar. Það er tilbúið gönguspor á Hólssvæði ca 1,5 km hringur. Velkomin í Skarðsdalinn

Föstudaginn 29. desember opið/open 12-17

Opið í dag frá kl 12-17, veðrið WSW gola, frost 9-10 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór. S s !!dásamlegur dagur framundan!! Flott færi og flott veður. Æfintýraleið við Neðstasvæðið og skíðaleið út í Þvergil á T-lyftusvæði til að púðra. Velkomin í Skarðsdalinn Opið næstu daga  30. des opið kl 11-16  31. des opið kl 11-15  2. jan opið kl 13-18

Fimmtudaginn 28. desember opið/open 12-17

Opið í dag frá kl 12-17, veðrið er SA gola, frost 9 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór, það hefur snjóað um 20 cm í nótt. !!Púðursnjór dásamlegt!! Frábært veður og færi í dag. Veðurútlit næstu daga er mjög gott. Velkomin í Skarðsdalinn Opið næstu daga 29. des opið kl 12-17 30. des opið kl 11-16  31. des opið kl 11-15  2. jan opið kl 13-18

Miðvikudaginn 27. des opið/open kl 12-17

Opið í dag frá kl 12-17, veðrið kl 14:00 logn, frost 6 stig og léttskýjað  Færið er troðinn þurr snjór. Flott færi og veður í dag. Æfintýraleið og Þvergilsleið klárar. Velkomin í fjallið

26. des annar í jólum opið/open

Gleðilega hátíð Kl 15:00 er lokað Opið í dag frá kl 12-16. veðrið kl 10:45 ANA 8-15m/sek, frost 4 stig  og er lítilsháttar éljagangur og skafrenningur. Færið er troðinn þurr snjór, það bætir á snjóinn hægt og býtandi þannig að það er orðið silkifæri. Byrjum á að opna Neðstu-lyftuna en erum með það í skoðun að opna T-lyftu en þar er töluvert blint. Velkomin í fjallið

25. desember jóladagur opið/open 12-16

Gleðileg jól Opið í dag frá kl 12-16, veðrið er NA 2-6m/sek, 7 stiga frost og lítilsháttar éljagangur. Færið er troðinn þurr snjór. ATH. skíðið í troðnum brautum. Mögulega verður T-lyftan opnuð aðeins síðar en kl 12:00 Opið næstu daga 26. des opið kl 12-16  27-30. des opið kl 12-17  31. des opið kl 11-16  2. jan opið kl 12-18

24. desember aðfangadagur jóla

Gleðileg skíðajól og hafið það gott um jólin. Jólagjöfin til ykkar er að við opnum skíðasvæðið á morgun jóladag kl 12-16 Sjáumst hress um jólin

Föstudaginn 22. desember lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna aðstæðna, kl 14:00 er 3 stiga hiti og brekkur á nokkrum stöðum farnar að láta á sjá eftir SW rokið, mjög stutt niður á grjót. Það jákvæða er að nú mun snjóa hjá okkur næstu daga heilu sköflunum miðað við veðurspá. Opnum næst þriðjudaginn 26. des á annan í jólum   Sjáumst hress í Skarðsdalnum

Fimmtudaginn 21. des lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Veðrið kl 14:15 SW 8-15 m/sek og hviður 20-25 m/sek og verður það svo í dag. Nýjar upplýsingar á morgun kl  kl 10:00