Fréttir

Þriðjudaginn 4. apríl lokað/closed

Það verður lokaðí dag vegna veðurs og nú erum við að taka á móti hvíta gullinu. Veðrið kl 09:30 NNV 10-15m/sek, frost 3 stig og snjókoma. Nýjar upplýsingar á morgun Starfsmenn

Mánudaginn 3. apríl lokað/closed

Það er lokað í dag, það er of mikill hiti og það mun rigna í dag. Það er ekki hægt að vinna brekkurnar við þessar aðstæður. En tökum gleði okkar því nú er að koma vetur hér fyrir norðan frosthörkur og snjókoma og allir fagna því. Í veðurkortunum er snjókoma alla vikuna. !!Frábært!! Fylgist með okkur, nýjar upplýsingar á morgun Starfsmenn

Sunnudaginn 2. apríl opið 10-16

Opið í dag frá kl 10-16 Veðrið kl 08:00 er logn, frost 2 stig en það er alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, það hefur stirnað aðeins þannig að færið er mun betra en í gær og er góður snjór í öllum brekkum. Opnum 3 lyftur í dag og eru 5 skíðaleiðir klárar. Velkomin í dalinn góða

Laugardaginn 1. apríl opið 10-16

Skíðasvæðið mun opna á morgun kl 10 og takið daginn snemma Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 12:30 logn, hiti 3 stig, éljagangur og er þoka í efrihlutanum á svæðinu.  Færið er vorfæri og er mjög mjúkt en er betra eftir því sem ofar kemur.  !!Nú er bezt að vera á breiðum skíðum eða bretti!! Velkomin í Skarðsdalinn

Föstudaginn 31. mars opið 13-18:30

Opið í dag frá kl 13-18:30. Veðrið er logn, hiti 3 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór en sólin mun mýkja brekkurnar.  Það eru tilbúnar 8 skíðaleiðir. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 30.mars opið 14-20

Opið í dag frá kl 14-20 Veðrið kl 18:00 A gola, hiti 2  stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór og eru 8 skíðaleiðir klárar. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Miðvikudaginn 29. mars opið 14-19

Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 17:00 logn, hiti 1 stig 200 mhs en hiti 2 stig við sleppingu á Búngulyftu 650 mhs, alskýjað og er þoka í efrihluta svæðisins. Færið er þur snjór og er mjög gott færi í öllum brekku, en 8 skíðaleiðir eru klárar. !!Breiðar og góður snjór í öllum brekkum!! Ath. það verður opið til kl 20:00 á morgun Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 28.mars opið 14-19

Opið í dag frá kl 14-19 Veðrið er ASA 2-6m/sek, frost 2 stig og er léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór og er mjög gott færi í öllum brekkum. 8 skíðaleiðir klárar. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Mánudaginn 27. mars opið 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 09:30 austan gola, hiti  2 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór en það snjóaði 10 sm í gær og er færi mjög gott í troðnum brekkum en 8 skíðaleiðir eru klárar. !!Bendi á það að það eru veik snjóalög fyrir þá sem eru að ganga á fjöll hér á Tröllaskaganum!! Nánari upplýsingar inn á vedur.is Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Sunnudaginn 26. mars opið 10-16

Opið í dag frá kl 10-16 Veðrið kl 10:00 er logn, hiti 1 stig og er lítilsháttar éljagangur og verður norðan gola og éljagangur í dag, skyggnið er erfitt færið er troðinn þurr snjór og er mjög góður snjór í öllum brekkum en mjúkt. 5 skíðaleiður eru klárar. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn