Fréttir

Gamlársdagur opið kl 11-14

Jæja nú höfum við lokað skíðasvæðinu þetta árið og opnum aftur 2. janúar kl 14. Starfsmenn skíðasvæðisins óska öllum landsmönnu gleðilegs árs og takk fyrir allt gamalt og gott. Gleðilega hátíð Í dag gamlársdag verður opið frá kl 11-14, veðrið kl 12:30 vestan gola, hiti 1 stig og léttskýjað, færið er harðapakkaður snjór mjög gott færi fyrir alla. Sjá hér að ofan hvaða svæði og brekkur eru opnar í dag. Þetta er 17 opnunar dagurinn í desember en á sama tíma í fyrra voru opnunardagar 16 og gestir eru að nálgast 1. þúsund, en á samatími í fyrra voru gestir 760. Innlit á heimasíðu nú í desember eru komnir í 4. þúsund en á sama tíma í fyrra voru innlit um 3100. Velkomin í fjallið  

Föstudaginn 30. desember opið kl 14-20

Gleðilega hátíð. Opnum á morgun Gamlársdag kl 11-14. Það er greinilega fylgst vel með því innlit inn á heimasíðu er um 4 þúsund nú í desember sem er meðaltal um 130 innlit á per dag, þetta telst nokkuð gott. Nú kl 18:40 er sama veðurblíðan á svæðinu. Í dag eru gestir komnir í 120 manns á sama tíma. Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-20, veðrið kl 15:45 austan gola, frost 2 stig og léttskýjað, færið er frábært allar brekkur ný troðnar sem eru opnar í dag, sjá hér að ofan í töflu. Í gær komu um 125 manns í fjallið sem er mjög gott, sjáumst hress í fjallinu. Starfsmenn  

Fimmtudaginn 29. desember opið kl 14-20

Skíðasvæðið verður opið í dag frá l 14-20, veðrið er kl 16:00 vestan gola, frost 3 stig og smá éljagangur en það er mjög góð birta til að skíða í ljósunum, færið er mjög gott, harðpakkaður nýr snjór í öllum brekkum. Staðan á svæðunum:  Allar lyftur keyrðar við bestu aðstæður, Neðstasvæðið meðfram lyftu er mjög gott snjódýpt er um 50-100 cm, T-lyftusvæði eru um 10 troðarabreiddir snjódýpt er um 60-100 cm og Búngusvæðið er búngubakki með um 12 troðara breiddir og snjódýpt er um 2-3 metrar í öllum bakkanum og innrileið er mjög góð, sjáumst hress í fjallinu starfsmenn. Skíðasvæðið verður opið næstu daga Fimmtudaginn 29/12 kl 14-20 Föstudaginn 30/12 kl 14-20 Gamlársdagur kl 11-14 Nýársdagur lokað Veðurspá dagsins: Suðaustan 8-13 m/s og snjókoma, vestlægari og él í dag. Vægt frost. Spá gerð: 29.12.2011 06:27. Gildir til: 30.12.2011 18:00. Velkomin í fjallið starfsmenn

Miðvikudaginn 28. desember opið kl 14-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 11:30 er vestan 3-6m/sek, frost 3 stig og léttskýjað, færið er mjög gott, allar brekkur eru með troðinn  harðpakkaðan snjó, sjá hér ofar á síðu hvaða brekkur eru opnar. Velkomin í fjallið Starfsmenn Skíðasvæðið verður opið næstu daga Fimmtudaginn 29/12 kl 14-20 Föstudaginn 30/12 kl 14-20 Gamlársdagur kl 11-14 Nýársdagur lokað Fróðleiksmoli dagsins: http://siglo.is/is/news/fallegt_vedur_a_siglufirdi_i_dag/ Sólin er komin á toppinn á Illviðrishnjúk, þetta er spurning um sólarpönnsur.

Þriðjudaginn 27. desember opið kl 14:30-19:00

Skíðasvæðið verður opið í dag frá 14:30-19:00, veðrið kl 14:00 SW 5-10m/sek, frost 2 stig og léttskýjað, færið er troðinn  nýr snjór, mjög gott færi fyrir alla. Veðurspá dagsins: Suðvestan 3-8 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið. Hægviðri í kvöld. Sunnan 3-8 m/s á morgun og bjartviðri, en 5-10 annað kvöld og þykknar upp. Frost 2 til 8 stig. Spá gerð: 27.12.2011 12:04. Gildir til: 29.12.2011 00:00.  Velkomin í fjallið Starfsmenn Skíðasvæðið verður opið næstu daga sjá hér að neðan:    27.des Þriðjudaginn   kl 14-19   28.des Miðvikudaginn   kl 14-19   29.des Fimmtudaginn kl 14-20   30.des Föstudaginn kl 14-20   31.des Gamlársdagur   kl 11-14   1.jan Nýársdagur   lokað Fróðleiksmoli dagsins: http://www.herhusid.com/  

Annar í jólum 26. desember opið kl 12-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 12-16, veðrið kl 11:15 vestan 5-11m/sek en 15m/sek í hviðum, frost 5 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór. Veðurspá dagsins: Suðvestan 10-15 m/s og éljagangur eða skafrenningur, en vestlægari síðdegis. Dregur úr vindi og éljum á morgun. Frost 0 til 7 stig. Spá gerð: 26.12.2011 06:30. Gildir til: 27.12.2011 18:00.   Velkomin í fjallið starfsmenn Fróðleiksmoli dagsins: http://www.travelnet.is/ghi/isl/journey/sv_nl/siglufjordur.htm Opnunartími um hátíðinna 23.des Þorláksmessudag kl 14-17   24.des Aðfangadagur  kl 11-14   25.des Jóladagur   Lokað     26.des Annar í jólum   kl 12-16   27.des Þriðjudaginn   kl 14-19   28.des Miðvikudaginn   kl 14-19   29.des Fimmtudaginn kl 14-20   30.des Föstudaginn kl 14-20   31.des Gamlársdagur   kl 11-14   1.jan Nýársdagur   Lokað

Aðfangadagur 24. desember lokað vegna veðurs

Í dag aðfangadag er lokað vegna veðurs, opnum aftur á annan í jólum kl 14:00. Starfsmenn skíðasvæðisins óska öllum gleðilegra jóla, sjáumst hress í Skarðsdalnum á anna í jólum 26. desember. Egill, Óðinn og Kári Sjáið dalinn fallega http://siglo.is/is/news/skidasvaedid_a_siglufirdi_1/ Opnunartími um hátíðinna 23.des Þorláksmessudag kl 14-17   24.des Aðfangadagur  kl 11-14   25.des Jóladagur   Lokað     26.des Annar í jólum   kl 12-16   27.des Þriðjudaginn   kl 14-19   28.des Miðvikudaginn   kl 14-19   29.des Fimmtudaginn kl 14-20   30.des Föstudaginn kl 14-20   31.des Gamlársdagur   kl 11-14   1.jan Nýársdagur   Lokað  

Þorláksmessudagur 23. desember opið kl 14-17

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-17, veðrið kl 13:30 SV 4-10m/sek, mesta hviða í dag kl 11:45 23,5m/sek, frost 4 stig, léttskýjað, færið er mjög gott troðinn nýr snjór. Opnunartími yfir hátíðina 23.des Þorláksmessudag kl 14-17   24.des Aðfangadagur  kl 11-14   25.des Jóladagur   Lokað     26.des Annar í jólum   kl 12-16   27.des Mánudaginn   kl 14-19   28.des Þriðjudaginn   kl 14-19   29.des Miðvikudaginn kl 14-20   30.des Fimmtudaginn kl 14-20   31.des Gamlársdagur   kl 11-14   1.jan Nýársdagur   Lokað Veðurspá er nokkuð ótrygg en svona lítur hún út fyrir daginn og aðfangadag. Suðvestan 8-15 m/s og él. Frost 0 til 7 stig. Snýst í norðan 18-23 með snjókomu á morgun, mun hægari og él um kvöldið. Spá gerð: 23.12.2011 11:10. Gildir til: 25.12.2011 00:00. Fróðleiksmoli dagsins: http://is.wikipedia.org/wiki/Siglufj%C3%B6r%C3%B0ur

Fimmtudaginn 22. desember opið kl 16-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 16-19, veðrið kl 14:00 SV gola, frost 2 stig og léttskýjað, færið er harðpakkaður ný snjór, mjög gott  færi fyrir alla. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Miðvikudaginn 21. desember opið kl 16-20

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 16-20, veðrið kl 14:00 SA 1-3m/sek, frost 2 stig og léttskýjað, færið er mjög gott harðpakkaður snjór í öllum brekkum. Ath veðurspá er ótrygg, gætum þurft að loka með stuttum fyrirvara. Velkomin í fjallið starfsmenn