Fréttir

Miðasala og covid-reglur

Miðasala og covid-reglur, það er miðssölukerfi frá skidata

Miðasala í Skarðsdal (alpar) Hólsdalur (ganga)

Gönguskíðamiðar eru til sölu á SiglóHótel, einnig er hægt að leggja inn á 348-26-1254 kt 640908-0680 og senda kvittun á skard@simnet.is. Afgreiðslukerfi og hlið verður komið í gang á miðvikudaginn þannig að hægt verður að fylla á skidatakort. Svigskíðamiðar eru eingöngu til sölu í fjallinu. Laugardaginn 20. febrúar og sunnudaginn 21. febrúar verða skipt upp í 3 slott s s kl 9-12 12-15 15-18 og verður talið inn upp í fjall við golfskála. Miðaverð er kr 2.500.- fyrir 3 tíma, hægt er að kaupa 1-3 svona daga. Þetta á eingöngu við 18 ára og eldri og geta verið 200 manns í hverju slotti. Virðum sóttvarnar reglur, 2 metra reglan, grímuskylda á söfnunrasvæði, veitingar lokaðar, en skíðaleiga opin og snyrtingar. Ef við vinnu þetta öll saman þá gengur þetta vel.

Greiðslufyrirkomulag

Gönguskíðamiðar eru til sölu á SiglóHótel, einnig er hægt að leggja inn á 348-26-1254 kt 640908-0680 og senda kvittun á skard@simnet.is. Svigskíðamiða er hægt að kaup með því að millifæra á sama reikning og sýna kvittun þegar komið er í fjallið, einnig er hægt að kaupa í fjallinu. Afgreiðslukerfi og hlið virka ekki.