01.02.2013
Bjartur og fallegur dagur í dag.
Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 14-19. Veðrið kl 13:00 WSW gola, frost 5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn
þurr snjór. Flott veður og flott færi.
Það verður mikið um að vera um helginna:
Brettasýning kl 21:00 í kvöld við Síldaminjasafnið (Opið í dag 14-19)
Brettasýning í fjallinu laugardaginn 2. febrúar kl 13.00 á neðstsvæðinu. (Opið kl 10-16)
Brettakeppni í fjallinu á sunnudaginn 3. febrúar kl 13:00 neðstasvæðinu. (Opið kl 10-16)
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
31.01.2013
Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 16-20. Veðrið kl 12:00 SA gola, frost 4-5 stig og heiðskírt. Færið er
troðinn nýr snjór, flott færi fyrir alla.
Vellkomin í fjallið
Starfsmenn
30.01.2013
Kl 14:00 Það verður lokað í dag vegna aðstæðna, tæki og tól eru illa frosin föst. Hér hefur verið snarvitlaust veður
í 3 daga. Nú hefði verið gott að vera með aðstöðu til að geyma troðara inn.
Jæja nú eru hlutirnir að gerast og veðrið að ganga niður. Veðrið kl 12:00 ANA 10-17m/sek þannig að enn er of hvasst. Erum með opnun
í skoðun í dag. Það er verið að moka veginn og unnið er að koma svæðinu í gang eftir þetta aftaka veður sem hefur ekki farið
fram hjá neinum. En það hefur komið töluverður snjór í gil og lautir en rifið allan snjó í hlíðum, hann hefur allur fokið
í burtu í þessu mikla stormi og er sennilega kominn inn á hálendið.
Stefnum á að opna kl 16:00 Nýjar upplýsingar um kl 15:00
Starfsmenn
29.01.2013
Skíðasvæðið er lokað í dag vegan veðurs. Veðið kl 12:00 ANA 15-20m/sel og 25-30m/sek í hviðum.
Þessu leiðinda veðri er að slota og framundan eru bjartir og góðir dagar.
Brettahátíð er framundan 1-3 febrúar, það verður sýning í bænum og brettalistir/keppni í Skarðsdalnum 4. brauta keppni,
pallar og fl.
Tökum stöðuna um hádegisbilið á morgun.
Starfsmenn
28.01.2013
Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs. Veðrið kl 12:00 ANA 10-18m/sek og 25-30m/sek í hviðum, frost 1 stig og slydda.
Það verður leiðinda veður til miðvikudags í þessari viku en þá fer þetta að lagast og þá kemur austan og suðaustan
áttin aftur með allri sinni dýrð.
Takið frá næstu helgi það verður mikið fjör í Skarðsdalnum.
Starfsmenn
27.01.2013
Í dag verður skíðasvæðið lokað vegna veðurs. Veðrið kl 12:00 NE 17-24m/sek, hviður upp í 35m/sek, 0 stig og lítilsháttar
úrkoma.
Veðrið síðasta sólahringinn hefur verið mjög slæmt hér á Siglufirði ANA 20-30m/sek og hviður 40-50m/sek. Ein hviða fór
upp í 50,1m/sek á skíðasvæðinu kl 04:54, þetta er jú kallað mannskaða veður. Mér sýnist veðrið hér á
Siglufirði hafa verið eina verst á landinu enda er þessi átt ANA fræg fyrir leiðindi.
Tökum stöðunna á morgun kl 10:00
Starfsmenn
Það verður mikið um að vera næstu helgi, fylgist vel með.
26.01.2013
Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna hvassviðris. Veðrið kl 13:00 NA 8-15m/sek og 20-23m/sek í hviðum, frost 1 stig og
töluverður skafrenningur.
Veðurspá gerir ráð fyrir vaxandi vindi þegar líður á daginn og er útlitið á morgun sunnudaginn 27. janúar er ekki
gott.
Nýjar upplýsingar kl 09:00 á morgun.
Þetta léttir lund, hlustið á þetta "Sem Lindin tær" http://www.youtube.com/watch?v=e1IPJLH4W0U
Starfsmenn
25.01.2013
Flottur dagur og flott færi í dag.
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 17:00 SW 1-4m/sek, frost 1 stig og heiðskírt. Það hefur
snjóað aðeins hjá okkur þannig að færið er mun betra fyrir brettin en hefur verið, reyndar er frábært færi fyrir alla.
Föstudaginn 25. janúar er opnun í skoðun. Veðrið kl 10:00 SV 4-15m/sek, frost 1 stig og lítilsháttar él. Það er töluvert blint
á svæðinu.
Nýjar upplýsingar um kl 13:00
Starfsmenn
24.01.2013
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-20, veðrið kl 18:20 austan 7-12m/sek, 0 stig og alskýjað. Færið er unnið
harðfenni.
Nú er vefmyndavélin og veðurstöðin komin í lag.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
23.01.2013
Í dag er skíðasvæðið opið frá kl 15-19, veðrið kl 10:30 A gola, 0 stig og heiðskírt.
Færið er unnið harðfenni.
Velkomin í fjallið starfsmenn