Fréttir

Mánudaginn 21. janúar opið kl 15-19

Kl 19:00 nú höfum við lokað í dag og opnum aftur á miðvikudaginn 23. janúar kl 15:00 Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 15-19, veðrið kl 15:30 A 0-3/sek, hiti 3 stig og heiðskírt, færið er unnið harðfenni. Brekkurnar eru eins og flaugel og mjúkar sem silki. Velkomin í Skarðsdalinn  Starfsmenn  

Sunnudaginn 20. janúar opið kl 10-16

 Í dag verður opið frá kl 10-16, veðrið kl 10:50 SSA 1-4m/sek, hiti 2 stig og heiðskírt, færið er unnið harðfenni. Það er nokkuð hart færi en búið er að brjóta upp allar brekkur.  Skiptihelgi 19-20 janúar vetrarkortshafar frá Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri geta framvísað þeim og fengið aðgang í fjöllin nú um helginna.  Snjór um víða veröld sunnudaginn 20. janúar. Frítt fyrir börn upp að 18 ára og 20% afsláttur af búnaði.  Velkomin í Skarðsdalinn starfsmenn

Laugardaginn 19. janúar opið kl 10-16

Vinsamleg tilmæli frá umsjónarmanni að skíða í troðnum brautum, það er mjög óslétt og hart utan við troðnar brautir Í dag verður opið frá kl 10-16, veðrið kl 13:30 SW gola, hiti 2 stig og heiðskírt, færið er unnið harðfenni. Flott veður og flott færi. Skiptihelgi 19-20 janúar vetrarkortshafar frá Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri geta framvísað þeim og fengið aðgang í fjöllin nú um helginna.   Snjór um víða veröld sunnudaginn 20. janúar. Frítt fyrir börn upp að 18 ára og 20% afsláttur af búnaði. Velkomin í Skarðsdalinn starfsmenn        

Föstudaginn 18. janúar opið kl 15-19

Nú er bara gaman framundan veðurspá fyrir næstu 8 daga er bara logn, frost og heiðríkja. Í dag er skíðasvæðið opið frá kl 15-19. Veðrið kl 15:30 SW 2-4m/sek, hiti 0-4 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Skiptihelgi 19. og 20. jan 2013 Þá er komið að annari skiptihelgi skíðasvæðana á norðurlandi. Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkrók geta skíðað að vild á svæðunum um næstu helgi. Vetrarkortshafar þessara skíðasvæða þurfa að framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skiðasvæðis og fá þá afhenta lyftumiða. Þetta er þriðji veturinn sem boðið er upp á skiptihelgar og gefur skíða- og brettafólki kost á að heimsækja nágrananna. Þetta er önnur skiptihelgin af 5 en stefnt er að því að vera með eina slíka í hverjum mánuði fram á vor. Snjór um víða veröld Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum degi "World Snow Day" sunnudaginn 20. janúar. Þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að hvetja börn til skíðaiðkunar. Í tilefni dagsins er frítt fyrir þá sem eru yngri en 18. ára í Skarðsdalinn og  20% aflsátt í skíðaleigu. Velkomin í Skarðsdalinn Egill, Óðinn, Kári, Björn og Birgir  

Fimmtudaginn 17. janúar opið kl 15-20

Nú er bara gaman framundan veðurspá fyrir næstu 8 daga er bara logn, frost og heiðríkja. Í dag er skíðasvæðið opið frá kl 15-20. Veðrið kl 17:45 Logn, hiti 0-3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn Skiptihelgi 19. og 20. jan 2013 15. janúar 2013 Þá er komið að annari skiptihelgi skíðasvæðana á norðurlandi. Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkrók geta skíðað að vild á svæðunum um næstu helgi. Vetrarkortshafar þessara skíðasvæða þurfa að framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skiðasvæðis og fá þá afhenta lyftumiða. Þetta er þriðji veturinn sem boðið er upp á skiptihelgar og gefur skíða- og brettafólki kost á að heimsækja nágrananna. Þetta er önnur skiptihelgin af 5 en stefnt er að því að vera með eina slíka í hverjum mánuði fram á vor. Snjór um víða veröld 14. janúar 2013 Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum degi "World Snow Day" sunnudaginn 20. janúar. Þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að hvetja börn til skíðaiðkunar. Í tilefni dagsins er frítt fyrir þá sem eru yngri en 18. ára í Skarðsdalinn og  20% aflsátt í skíðaleigu. Umsjónamaður Egill Rögnvaldsson

Miðvikudaginn 16. janúar opið kl 15-19

Í dag er skíðasvæðið opið frá kl 15-19, veðrið kl 12:40 W gola, hiti 2-4 stig og léttskýjað. Færið er mjög gott troðinn þurr snjór. Stefnum á að opna Búngusvæðið á morgun og það verður opið til kl 20:00 Drífa sig nú í fjallið, leikurinn við Dani byrjar kl 19:40 svo það er tími fyrir góðan skíða dag. Velkomin í Skarðsdalinn starfsmenn Eins og segir í textanum "ég vil fara heim á Sigló" http://www.youtube.com/watch?v=mywmLUkU4vk

Þriðjudaginn 15. janúar er lokað

Skíðasvæðið er lokað í dag en opnar aftur á miðvikudaginn 16. janúar kl 15:00 Sjáumst hress þá. Nú styttist í 20. janúar  World Snow Day, allir á skíði. Starfsmenn Eins og segir í textanum "ég vil fara heim á Sigló" http://www.youtube.com/watch?v=mywmLUkU4vk  

Mánudaginn 14. janúar opið/open kl 15-19

Í dag er skíðasvæðið Skarðsdal opið frá kl 15-19, veðrið kl 11:00 N gola, frost 6-7 stig en alskýjað. Færið er troðinn nýr snjór en undir er harðfenni. Veðurspá næstu dag er mjög góð svo nú er um að gera nýta sér brekkurnar í góðri lýsingu. Það er jafnvel betra að skíða í ljósum á þessu tíma meðan dagsbirtan er þetta stutt. Velkomin í Skarðsdalinn starfsmenn  

Sunnudaginn 13. janúar opið kl 10-16

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 12:30 logn, frost 3 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.  Flott veður og flott færi það  gerist ekki betra. Eins og segir í textanum "ég vil fara heim á Sigló" http://www.youtube.com/watch?v=mywmLUkU4vk Fleiri góð myndbönd. http://www.youtube.com/watch?v=aaiVjSfM-qg Velkomin í fjallið starfsmenn      

Laugardaginn 12. janúar opið kl 10-16

Kl 16:30 í dag komu 330 gestir takk fyrir daginn sjáumst á morgun. Í dag laugardaginn 12. janúar verður opið frá kl 10-16, veðrið kl 09:00 SSV 2-5m/sek, hiti 1 stig, lítilsháttar él  alskýjað. Færið er unnið harðfenni. Hér í Skarðsdalnum er mikið um að vera samæfing barn frá Mývatni, Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkróki. Hundabjörgunaræfing Landsbjargar fer einnig hér fram við Skíðaskálan. Skoðið þetta myndband: http://www.youtube.com/watch?v=ZcqkaJOmF7g&feature=youtu.be Velkomin í fjallið starfsmenn