Fréttir

Sunnudaginn 1. mars opið kl 11-16

Opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 09:00 ANA gola, frost 6 stig, éljagangur og er skyggnið stundum 300-500 metrar en birtir af og til . Færið er troðinn nýr snjór það hefur bætt aðeins á snjóalög ca 20-30 cm, þannig að færið er töluvert mjúkt. !Mjúkt að detta! Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 28. febrúar opið kl 11-16

Opið verður í dag frá kl 11-16. Veðrið kl 11:00 ANA gola, frost 5 stig og er að birta til í dalnum. Færið er troðinn nýr snjór og er mjúkt færi í efrihlutanum.  Velkomin í fjallið  Starfsmenn

Föstudaginn 27. febrúar opið kl 13-19

Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 16:00 ANA 2-8m/sek, frost 2 stig og éljagangur. Færið er troðinn nýr snjór þannig að færið er mjög gott fyrir alla og er reyndar meiriháttar bretta færi. Hólabraut, Bobbbraut og æfintýraleið fyrir þau yngstu á Neðstasvæðinu. Nú er hægt að renna sér niður frá skíðaskálanum ca 2 km leið að Hólsbrú. Engin göngubraut lögð í dag. Velkomin á skíði í dag

Enginn titill

Enginn titill

Fimmtudaginn 26. febrúar opið kl 13-19

Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 10:00 logn, frost 4 stig, heiðskírt og sólin komin á loft. Færið er troðinn þurr snjór. Takið daginn snemma gæti farið að hvessa þegar líður á daginn. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Miðvikudaginn 25. febrúar lokað vegna hvassviðris

Kl 12:45 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris veðrið er austan 10-20m/sek, frost 2 stig og töluverður skarfrenningur. Veðurútlit er ekki gott í dag. Tökum stöðuna á morgun kl 10:00. Opið verður í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 11:00 austan 2-5m/sek, frost 2 stig en alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Flott veður og flott færi er núna kl 11:00 og svo er stórt spurningamerki með hvað gerist þegar líður á daginn. Ath. takið daginn snemma, miðað við veðurspá á að hvessa þegar líður á daginn. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 24. febrúar lokað í dag vegna hvassviðris

Kl 15:15 það verður lokað í dag vegna hvassviðris ANA 6-16m/sek, frost 5 stig og töluverður skafrenningur.  Starfsmenn Erum með opnun í athugun kl 15:00.Veðrið kl 12:20 ANA 10-17m/sek og mikill skafrenningur. Starfsmenn

Mánudaginn 23. febrúar lokað vegan hvassviðris

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Það lítur miklu betur út með morgundaginn og miðvikudaginn og svo er veðurspá mjög góð fyrir næstu helgi. Takið hana frá fyrir Skarðsdalinn. Snjóalög eru frá 50 cm og uppí 300 cm, þannig að brekkur eru í góðu standi, en til samanburðar voru á þessum tíma í fyrra 100 cm og uppí 550 cm. Hér er verið að miða við troðnar brekkur. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00. Starfsmenn

Sunnudaginn 22. febrúar lokað vegna hvassviðris.

Kl 09:30 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris og mikils skafrennings. Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 austan 2-12m/sek, frost 5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór og er frábært færi í öllum brekkum.  Takið daginn snemma gæti farið að hvassa þegar líður á daginn. Erum með það í skoðun að troða göngubraut um kl 12:00 á Hólssvæði Velkomin á skíði Starfsmenn