01.12.2009
Nú er komið að því að opna, fyrsti opnunardagur verður laugardaginn 5. des
kl 10-16. Frítt verður fyrir alla fyrsta daginn.
Það hefur snjóað töluvert hjá okkur, höfum verið að vinna á öllum svæðum og snjór er mis mikill eftir svæðum,
nánari upplýsingar þegar líður nær helginni.
Árskortasala er hafin, hægt er að kaupa þau í fjallinu og eða panta í síma/tölvupóst 893-5059/467-1806/egillrogg@simnet.is, greiða verður fyrir kortin fyrir 1. janúar 2010, verð á barnakorti er
kr. 5.000.- , fullorðinskort kr. 11.000.- , hjónakort kr 21.000.- , ath öll kort hækka 1. janúar um 2.000.- per stk.
Bendi á að árskort 2009 gilda til áramóta, framhaldsskólanemar og æfingakrakkar skíðafélaga fá árskortið
2010 á sama verði og börn og unglingar kr. 5.000.- til áramóta.
Sjáumst hress.
Starfsfólk.
27.11.2009
Miðað við veðurspá er möguleiki að opna svæðið í næsti viku, í dag 27. nóv höfum við verið að berjast
við ísingu bæði í T-lyftu og Búngu-lyftu. Á búngusvæðinu er kominn nægur snjór, í búngubakka er komin
ca 1,5-2metra snjór, lyftulína er klár,en á T-svæðinu vantar töluverðan snjó og þaðan að meira á
neðstasvæðinu. En þetta kemur.
Velkomin í vetur.
Starfólk.
26.11.2009
Því miður frestast opnun um nokkra daga, stefnum á að opna um næstu helgi ef nægur snjór verður kominn, miðað við veðurspá
eigum við von á snjókomu í næstu viku. Nánari upplýsingar næstu daga.
Sjáumst hress í vetur
Starfsfólk.
20.11.2009
Við stefnum á að opna 25-27 nóvember ef veðurspá gengur eftir, við fengum snjó í T-lyftulínu nú í vikunni og
það er kominn snjór að hluta til í Búngu-lyftulínu svo vonandi getum við opnað í næstu viku. Á síðunni hér
að ofan má sjá nýtt yfirlitskort af skíðasvæðinu sem ætti að gefa góða mynd af öllu svæðinu, þetta var
unnið í samstarfi við Rauðku og þakar Valló sem rekur skíðasvæði fyrir alla aðstoðinna við gerð þessa yfirlitskorts.
Sjáumst hress í vetur.
Starfsmenn
11.11.2009
Nú er allt að verða tilbúið og nú bíðum við eftir að snjói duglega hjá okkur, við opnum um leið og hægt er,
nú er um að gera að fara að hugsa um að pússa skíðabúnaðinn og vera klár þegar kallið kemur.
Sjáumst hress í vetur.
Starfsmenn.