01.03.2017
Opnum á morgun kl 13:00
Opið í dag frá kl 13:00 -19:00, veðrið er bara flott, logn, frost 4 stig og heiðskírt, færið er frábært í troðnum brautum, troðinn þurr snjór. Flott utanbrautarfæri í efrihlutanum. Sú gula er komin í dalinn.
Skíðaleiðir eru 8 í dag og við allra hæfi, Æfintýraleið og Bobbbraut.
Velkomin í Skarðsdalinn
28.02.2017
Nú er það flott og verður svo næstu daga.
Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 14:00 er SA 0-4m/sek, frost 3 stig, og sólin komin í dalinn. Færið er troðinn þurr snjór.
Það sem er troðið er.
Neðstasvæði brekka meðfram lyftu og æfintýraleið.
T-lyftusvæði brekka meðfram lyftu.
Hálslyftusvæði Stálmastursbakki meðfram lyftu.
Búngusvæði Búngubakki og Miðbakki niður að Hálslyftu.
Nú er bara veðurblíða framundan, hér er veðurspá næstu daga.
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752
Velkomin í Skarðsdalinn
27.02.2017
Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 13:30 ANA 8-16m/sek, lítilsháttar éljagangur og er 1 stigs frost. Það birtir til þegar líður á daginn og það verður NA 5-10m/sek. Færið er troðinn þurr snjór.
Það verður brakandi blíða næstu 9 daga logn, frost og heiðskírt og brekkurnar eru meiriháttar.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
26.02.2017
Það verður lokað í dag vegna vinds, vindur kl 08:30 er ASA 8-15m/sek og hviður eru 20-25m/sek og verður þessi vindur til kl 16:00 í dag.
Það er nú alltaf eitthvað jákvætt í stöðunni það kemur smá hvítt gull á næsta sólahring og frá og með þriðjudeginum 28 febrúar og til 8 mars er bara gott veður.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00
25.02.2017
Það verður lokað í dag vegna vinds, vindur á svæðinu er kl 10:00 5-20m/sek við skíðaskálan en 20 m/sek og yfir við Búngulyftu.
Vindaspá er því miður ekki góð fyrir daginn SW átt 10-20m/sek
Það er bara bjart framundan í Skarðsdalnum, það mun snjóa næstu 2 daga og svo er blíða næstu 6 daga þar á eftir. http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B0urland_Eystra/Skar%C3%B0sdalur/long.html
Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00
24.02.2017
Kl 15:00 Lokað vegna hvassviðris
Opið í dag frákl 12-18:30, veðrið kl 14:10 ASA 10-20m/sek, frost 1 stig en alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.
Takið daginn snemma það fer að hvassa seinnipartinn
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
23.02.2017
Uppfært kl 15:00
Það verður lokað í dag, það er of hvasst, ASA 10-20 m/sek
Nýjar upplýsingar á morgun kl 09:00
22.02.2017
Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er SA gola, frost 3 stig og alskýjað, færið er troðinn þurr snjór. Nú hefur snjóað ca 40 sm síðan um helginna þannig að þetta er allt að lagast. Flott færi í dag og púðurskíðun á Búngusvæði við topp lyftu.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
21.02.2017
Það verður lokað í dag, það vantar ca 10-20 sm snjó til að hægt sé að opna. Það snjóaði ca 10-20 sm um helgina og í gær.
Veðurspá er þannig að þessi snjór er á leiðinni í dag og nótt svo vonandi getum við opnað á morgun.
Fylgist með okkur hér og á fecebook
20.02.2017
Það verður lokað í dag, en það er verið að skoða aðstæður svo við getum mögulega opnað á morgun. Það hefur snjóað ca 6-10 sm á svæðinu síðan í gærmorgun og verður éljagangur í dag.
Þessa viku verður opið alla daga frá kl 12:00 -19:00 og um næstu helgi frá kl 10-16.
Fylgist með okkur hér og á facebook