Fréttir

Föstudagurinn langiiii 14. apríl opið/open 10-16

Gleðilega skíðahátíð flottur dagur framundan  Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 09:00 WNW 0-4m/sek, frost 5 stig og er léttskýjað, en það mun birta til þegar líður á daginn. Færið er troðinn þurr snjór, það snjóaði aðeins í nótt. 8 skíðaleiðir klárar, leikjabraut, æfintýraleið og fl og fl Skíðagönguleið upp á Súlur. Velkomin í Skarðsdalinn Ath. það eru lokuð svæði norðan við Búngu-lyftu og dalurinn suður af Búngu-lyftu.

Skírdagur 13. apríl opið/open 11-17

Gleðilega skíðahátíð Seinkum opnun til kl 11:00 vegna aðstæðna með tilliti til snjóalaga og vinnu í brekkum. Opið í dag frá kl 11-17 Veðrið kl 07:30 NA gola, frost 5 stig og er alskýjað og mun birta aðeins til á svæðinu þegar líður á daginn. Færið er mjög gott troðinn nýr þurr snjór og er töluvert af snjó á svæðinu. 8 skíðaleiðir klárar og er leikjabraut á neðstasvæðinu. Ath. það eru lokuð svæði norðan við Búngu-lyftu og dalurinn suður af Búngu-lyftu. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Miðvikudaginn 12. apríl opið /open 11-18

Kl 16:30 höfum við lokað, opnum á morgun kl 10:00 Opið í dag frá kl 11-18. Veðrið kl 08:00 NNA gola, frost 2 stig og lítilsháttar éljagangur. Færið er troðinn nýr þurr snjór, en það hefur snjóað um 10 sm á síðasta sólahring. 7 skíðaleiðir klárar. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 11. apríl opið/open 11-18

Opið í dag frá kl 11-18. Veðrið kl 11:00 ANA gola, hiti 1 stig, þoka og lítilsháttar éljagangur. Færið er troðinn nýr blautur snjór í neðrihlutanum og er þurrara eftir því sem ofar kemur. Ath. skyggnið getur verið erfitt í dag vegna þoku. 4 skíðaleiðir eru klárar. Velkomin á svæðið Starfsmenn

Mánudaginn 10. apríl opið/open 11-18

Opið í dag frá kl 11-18. Veðrið er mjög gott WNW gola, frost 6 stig, heiðskírt og blessuð sólin komin í dalinn. Færið er troðinn nýr brakandi þurr snjór. Það hefur snjóað um 40-70 sm á svæðið undanfarna daga. 8 skíðaleiðir eru klárar. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Sunnudaginn 9. apríl opið /open 10-16

Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 WNW 2-5m/sek, lítilsháttar éljagangur og er 4 stiga frost. Færið er troðinn nýr þurr snjór en það hefur snjóað 10-15 sm á síðasta sólahring. Það liggur ekki fyrir hvort það verður opnaðar fleiri lyftur í dag. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 8. apríl lokað/closed

Það verður lokað í dag, veðuraðstæður eru ekki góðar rigning, slydda og verður ANA 10-15m/sek í dag, en það á að kólna og snjóa þegar líður á daginn.  Morgundagurinn lítur vel út, nýjar upplýsingar á morgun kl 08.00 Starfsmenn

Föstudaginn 7. apríl opið 13:00-18:30

Opið í dag frá kl 13:00-18:30 Veðrið er austan gola, hiti 4 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr blautur snjór og er töluvert mjúkt færi. Það hefur snjóað á svæðinu nú í þessari viku 40-60sm. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Fimmtudaginn 6. apríl lokað/cloesd

Það verður lokað í dag vegna aðstæðna, það er mikill nýr snjór og slydda og ekki hægt að troða svo gott verði. Skyggnið er mjög lítið. Nýjar upplýsingar á morgun

Miðvikudaginn 5. mars opið 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið er austan gola, frost 1 stig en alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og er mjög mjúkt færi, það snjóaði ca 20-40 sm í gær, þannig að nú klárum við veturinn með breiðum og flottum brekku eins og verið hefur síðurstu 50 daga.  Opnum eingöngu 2 lyftur í dag, en á efri svæðunum tveimur eigum við eftir töluvert mikla vinnu til að koma þeim í gang. Velkomin í fjallið Starfsmenn