Fréttir

Frábær dagur að baki

Frábær dagur að baki við mjög góðar aðstæður og gaman að sjá hvað vel var mæt í fjallið eða um 160 manns, við opnum á morgun 20. febrúar kl 10-16 og verða allar lyftur keyrðar !! Búngu-lyftan er tilbúinn!! það er kominn nýr snjór á allt svæði og færið eftir því, takk fyrir daginn skíðagestir góðir, sjáumst hress í fjallinu á morgun. Ps. það er hugmyndin að gera göngubraut á Hólssvæðinu um kl 13:00 á morgun, en vegna bilanna og ísingar á lyftum og mikils fannfergis í Skarðsdalnum hafa starfsmenn haft töluverðar annir við að gera allt klárt. Starfsfólk.

Föstudaginn 19. febrúar opið

Skíðasvæðið opnar í dag kl 14-19, veðrið er NA 4-8m/sek, smá éljagangur, alskýja og það er nokkuð blint, góð gleraugu bæta það, færið er troðinn nýr snjór mjög gott færi fyrir alla. Við keyrum Neðstu-lyftu og T-lyftu í dag, verið er að vinna við viðgerðir á Búngu-lyftu og verður hún klár á morgun,  töluverð vinna er eftir við troðslu á Búngusvæði, veður útlit fyrir helginna er ágætt. Velkomin í fjallið starfsmenn

Fimmtudaginn 18. febrúar er opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-20, veðrið er NA 2-6m/sek, frosti 5 stig, smá éljagangur og alskýjað, við opinum til að byrja með Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 15:00, en Búngu-lyftu opnar um kl 16:00. Við stefnum á það að opna á morgun 19. febrúar kl 13:00-19:00 Velkomin í fjallið það hefur snjóað töluvert hjá okkur og er færið mjög gott fyrir alla og allar brekkur klárar. Starfsfólk

Miðvikudaginn 17. febrúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið er NA 3-7m/sek, frosti 4 stig, smá éljagangur og alskýjað, við opinum til að byrja með Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 15:00, en Búngu-lyftu í framhaldi af því ef hún verður komin í stand, það er mjög mikil ísing á lyftunni og er unnið við að berja af henni. Velkomin í fjallið það hefur snjóað töluvert hjá okkur og er færið mjög gott fyrir alla og allar brekkur klárar. Starfsfólk

Skíðasvæðið í Skarðsdal

Skíðasvæðið hefur verið opið í 45 daga frá 5. des og var opið í dag 16. febrúar, það hefur snjóað talsvert hjá okkur og það hefur verið unnið við að ýta til snjó á báðum neðrisvæðunum og eru báðar brekkur komnar inn við hliðina á lyftunum s s neðstbrekkan er klár, T-lyftubrekkan er klár, það er komin mjög góð tenging frá Búnngusvæði að T-brekkusvæði og að sjálfsögðu er allt klárt á Búngusvæði. Svæðið opnar kl 14:00 á morgun. Sjáumst hress í fjallinu, starfsfólk.  

Þriðjudaginn 16. febrúar opið

Skíðasvæði verður opið í dag frá  kl 15:00-19:00, veðrið NA 4-8 m/sek, éljagangur og alskýjað, færið er troðinn nýr snjór. Neðsta-lyfta eingöngu opið í dag  Velkomin á skíði starfsfólk

Mánudaginn 15. febrúar lokað v/veðurs

Skíðasvæðið er lokað í dag vegna veðurs, við stefnum á að opna á morgun þriðjudaginn 16. febrúar kl 14:00 ef veður leyfir, veðurspá er mjög einföld snjókoma og aftur snjókoma sem er mjög gott og það á að lægja vind á morgun. Nýjar upplýsingar á morgun um kl 12:00 Sjáumst hress á morgun Starfsfólk

Sunnudaginn 14. febrúar lokað v/veðurs

Skíðasvæðið er lokað í dag vegna veðurs, við stefnum á að opna á morgun mánudaginn 15. febrúar kl 13:00 ef veður leyfir, veðurspá er mjög einföld snjókoma og aftur snjókoma sem er mjög gott. Sjáumst hress Starfsfólk

Laugardaginn 13. febrúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott Sv-gola, hiti um 2 stig en kaldara eftir því sem ofar kemur og alskýjað, færið er unnið harðfenni og rakur snjór í bland, allar lyftur keyrðar. Það er göngubraut í Skarðsdalsbotni að vestan ca 2 km Það er búið að gera hólabraut og stökkpalla á Búngusvæði Ps. starfsfólk biður fólk að fara varlega á neðrisvæðunum og fylgja eftir mertum brautum. Brekkur sem eru inn í dag eru T-brekka að hluta, Stálmasturbrekka, Þvergilið, brekka fyrir ofan Skíðaskála og það eru allar brekkur inn á Búngusvæðinu. Svæðið er búið að vera opið í 45 daga frá 5. desember. Velkomin í fjallið starfsfólk

Föstudaginn 12. febrúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið er mjög gott S-gola, hiti um 4 stig en kaldara eftir því sem ofar kemur og heiðskírt, færið er unnið harðfenni og rakur snjór í bland, allar lyftur keyrðar. Það er göngubraut í Skarðsdalsbotni að vestan ca 2 km Það er búið að gera hólabraut og stökkpalla á Búngusvæði Brekkur sem eru inn í dag eru T-brekka að hluta, Stálmasturbrekka, Þvergilið, brekka fyrir ofan Skíðaskála og það eru allar brekkur inn á Búngusvæðinu. Svæðið er búið að vera opið í 44 daga frá 5. desember. Velkomin í fjallið starfsmenn