Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:00 NA 3-6m/sek, frost 4 stig og léttskýjað, færið er mjög gott nýr troðinn snjór og allar lyftur keyrðar.
Brekkur sem eru inni Neðstabrekka, T-brekka, Stálmasturbrekka, Búngubrekka, Innrileið á Búngusvæði og það er hægt að skíða mjög víða í púðursnjó.
Svæðið er búið að vera opið í 51 dag frá 5. desember, gestir í fjallinu í gær voru um 370 manns sem er frábært, skíðagestir góðir velkomnir aftur á Siglufjörð
Starfsmenn