Fréttir

Opið í dag sunnudaginn 14. desember

Opið verður í dag frá kl 10:00-17:00 færið í fjallinu er mjög gott harðpakkaður troðinn snjór, gott færi fyrir alla, veðrið er mjög gott sunnan gola, -4c° og heiðskírt. Hjá okkur er hópur frá skíðadeild Ármanns við æfingar. Allar lyftur verða opnar Velkomin í fjallið Starsfmenn

Opið í dag laugardaginn 13. desember

Góðann dag Siglfirðingar og aðrir landsmenn Í dag verður opið frá 10 - 17 allar lyftur opnar,frábært færi. Veður suðvestan gola hiti -2°c allir velkomnir Starfsmenn

Opið í dag föstdaginn 12. desember

Opið verðu í dag frá kl 15:00-19:00 veður hér er mjög gott logn, -1c° og skýjað, færið er mjög gott, það hefur snjóað aðeins og er búið að troða allar brekkur mjög vel. Lyftur opnar Neðsta-lyfta og T-lyfta Verið er að vinna á fullu í að gera Búngusvæðið klárt. Velkomin á svæðið Starfsmenn    

Lokað í dag fimmtudaginn 11. desember

Lokað er í dag, það er of hvasst á svæðinu, en veðurspá fyrir helgina er góð og við opnum á morgun 12. desember kl 14:00 allar 3 lyfturnar, nánari upplýsingar á morgunum kl 10:00 á netinu og 878-3399   Starfsmenn 

Lokað verður í dag miðvikudaginn 10. des

Lokað er í dag, það er rigning og hiti 5-6 stig á svæðinu núna, við viljum ekki hreyfa við svæðinu núna meðan hlákan er þetta mikil, en verðum tilbúnir á morgun kl 16:00 og nánari upplýsingar verða á heimasíðu og 878-3399 um kl 12 á morgun 11. desember.   Starfsmenn    

Opið verður í dag þriðjudaginn 9. desember

Komið þið sæl öll ég vil koma þakklæti til allar sem voru hér á skíðum um helgina bæðið aðkomu fólki og heimamönnum, hér um helgina komu yfir 200 manns og nutu þessa að skíða í Skarðsdal við mjög góðar aðstæður. Við opnum í dag þriðjudaginn 9. desember kl 16:00-20:00 og veður hér í fjallinu er mjög gott sunnan gola, -5c° og bjart, færi er mjög gott nýr troðinn snjór, gott færi fyrir alla. Gönguspor er við Hól Velkomin í fjallið starfsmenn  

Opið í dag sunnudaginn 7. desember

Opið verður í dag frá kl 10:00-17:00 veður og færi er mjög gott SV-3-5, -1c°, bjart, troðið harðfenni, gott færi fyrir alla. Lyftur opnar Neðsta-lyfta, T-lyfta og Búngu-lyfta Velkomin í fjallið Starfsmenn  

Opið í dag laugardaginn 6, desember

Opið verður í dag frá kl 10:00-17:00 Veðrið er mjög gott sunnan gola, 0c°og skýjað, færið er mjög gott, nýr troðinn snjór og gott færi fyrir alla. Lyftur opnar Neðsta-lyfta, T-lyfta og Búngulyfta Velkomin í fjallið Starfsmenn

Opið í dag föstudaginn 5 desember

Opið verður í dag frá kl 11:30-20:00, verðrið hér er mjög gott sunnan gola -1c°,skýjað. Lyftur opnar Neðsta-lyfta, T-lyfta og Búngu-lyfta Færið er mjög gott nýr troðinn snjór, brekkur og færi fyrir alla Velkomin í fjallið. Starfsmenn

Opið í dag

Fimmtudagurinn 4.desember Opið verður í Neðstu- lyft og T-lyftu frá kl.16:00 - 21:00 Mjög gott færi í dag ný troðið,veður sunnan gola og hiti -1°C. Allir velkomnir á svæðið. Starfsmenn