Fréttir

Mánudaginn 25. nóvember

Það verður lokað í þessari viku fram að laugardeginu 30. nóvember en þá höfum við opið frá kl 11-16. Vetrakortasala 2013-14 er í fullu gangi. Tilboð gildir til 18. desember Fullorðinskort kr 21.000.- Barnakort   9-17 ára 8.000.- Framhaldskóla og háskólakort 8.000.- Norðurlandskortið fylgir Sjáumst hress næstu helgi. Starfsmenn

Sunnudaginn 24. nóvember opið kl 11-15

Kl 15:00 höfum við lokað. Kl 12:00 aðeins farið að gola hjá okkur en nú eru komnir um 80-100 manns í fjallið. Gott færi er í brekkum. Í dag fyrsta opnunardag þessarar vertíðar er opið frá kl 11-15. Veðrið kl 08:00 logn, frostmark og heiðskírt. Færið er unnið þéttur snjór og er færið mjög gott fyrir alla í troðnum brautum. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 23. nóvember lokað vegna hvassviðris

Kl 09:40 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Veðrið er SW 5-14m/sek og hviður 20 m/sek og yfir. Það lítur miklu betur út með morgundaginn. Nýjar upplýsingar kl 08.00 í fyrramálið. Starfsmenn.

Skíðasvæðið verður opnað laugardaginn 23. nóvember

Opnum laugardaginn 23. nóvember kl 11-15. Forsal á vetrarkortum er í fullum gangi, sendið upplýsingar á skard.fjallabyggd.is. Sjáumst hress á laugardaginn Starsfmenn              

Skíðasvæðið verður opnað laugardaginn 23. nóvember

Það er ekki hægt að bíða lengur þess vegna opnum við skíðasvæðið laugardaginn 23. nóvember. Það er kominn nægur snjór á svæðið s s orginal snjó sem kostar ekki neitt. Fylgist með okkur næstu daga. 50-100cm á neðstasvæðinu, 100-200cm á t-lyftusvæði, hálslyftusvæði 100-200cm og á búngulyftusvæði er 200-350cm. Þetta segir mér að Skarðsdalurinn er ótrúlegur en þegar rignir í bænum er sjókoma í dalnum. Mynd þrír þokkalegir drengir við víxlu á Hálslyftu 8. desember 2012 séra Sigurður, lögmeistari Sigurðarson og bara Sigurður.  Vetrarkortasala í fullum gangi.

Föstudaginn 15. nóvember vetrarkortsala er í fullum gangi

Vetrarkortasala er hafin fyrir veturinn. Fullorðinskort 18 ára og eldri                               kr 21.000.- tilboð Barna og unglingakort 9-17 ára                           kr 8.000.-   tilboð Framhalds/háskólakort                                         kr 8.000.-   tilboð Tilboð þetta gildir til 18. desember. Með vetrarkorti fylgir Norðurlandskortið sem gildir á öllum skíðasvæðum norðanlands þ e a s 2 daga á hverju svæði óháð dögum. Pantið vetrarkort á skard@simnet.is Við erum komin á facebook Skarðsdalur Sigló Snjóalög eru að verða nokkuð góð. Sjáumst hress

Vetrarkortasala er komin í fullan gang

Það marg borgar sig að kaupa vetrarkort og með því fylgir Norðurlandskortið sem gildir á öllum skíðasvæðum norðanlands s s gildir 2 daga á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Sala hefst 14. nóvember.  Byrjað verður að selja vetrarkortin 14. nóvember og verður tilboð á þeim til 18. desember. Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 23.000.- tilboð 21.000.- Barna (9-17 ára)/framhalds/háskólakort kr 10.000.- tilboð 8.000.-  Börn sem eru í 1 og 2 bekk grunnskóla Fjallabyggðar fá vetrarkort send heim í pósti sér að kostnaðarlausu.  Senda tölvupóst með öllum upplýsingum á skard@simnet.is.  Reikningur Valló er 1102-26-1254 kt 640908-0680 Kortið/kortin verða tilbúinn þegar þú/þið mætið í fjallið. Nú er skarðsdalurinn kominn á facebook skarðsdalur sigló 15 dagar í opnun. Starfsfólk

Allt að koma í Skarðsdalnum.

Staðan í Skarðsdalnum er að verða betri og betri. Snjóalög eru á góðri leið. Neðstasvæðið það er kominn ca 10-50 cm snjór og væri gott að fá ca 50 cm í viðbót. T-lyftusvæði er kominn um 1-1,5 meter í efrihlutanum en vantar í neðrihlutan og töluvert í Þvergilið. Hálsyftusvæði er kominn töluverður snjór og lítur vel út. Búnulyftusvæðið er komið ca 2 metrar+ þannig að það lítur mjög vel út. Opnum eftir 22 daga. Byrjað verður að selja Vetrarkortin 14. nóvember og verður tilboð á þeim til 18. desember. Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 23.000.- tilboð 21.000.- Barna (9-17 ára)/framhalds/háskólakort  kr 10.000.- tilboð 8.000. Búð að breyta Léni inn á heimasíðu skíðasvæðisins það er skardsdalur.is og eru nokkrar breytingar í farvatninu á næstu dögum. Umsjónarmaður skíðasvæðis.

Nýtt!! Nýtt!! !!TVENNA!!28 dagar í opnun.

Nýtt nýtt!!!  Vetrarkorti 2013-14 fylgir Norðurkortið. !!Tvenna!! Það marg borgar sig að kaupa vetrarkort, beint í fjallið, engin biðröð og svo getur þú skíðað á öllum skíðasvæðum á norðurlandi. Norðurkortið gildir 2 daga á öllum svæðum á norðurlandi, þú skíðar þá daga sem þig langar og hentar þér óháð dögum. Vetrarkortasala hefst frá og með 14 nóvember í Skarðsdalnum. Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 23.000.- tilboð 21.000.- Barna/framhalds/háskólakort kr 10.000.- tilboð 8.000.  Tilboð þetta gildir til 18 desember. Staðarhaldari í Skarðsdalnum.

Skarðsdalurinn opnar 30. nóvember. Vetrarkort!!

Nýjungar í vetrarkortum. Með vetrarkortum í vetur fylgir Norðurkortið sem gildir á öllum skíðasvæðum á norðurlandi, ef keypt er kort í Skarðsdalinn getur korthafi skíðað 2 daga á öllum hinum svæðunum óháð dögum s s korthafi velur þá daga sem hentar honum. Þetta verða svokölluð klippikort.. Vetrarkortasala hefst frá og með 14 nóvember í Skarðsdalnum. Fullorðinskort 18 ára og eldri                         kr 23.000.- tilboð 21.000.- Barna/framhalds/háskólakort                        kr 10.000.-   tilboð   8.000. Tilboð þetta mun gilda til 18 desember. Starfsmenn