24.11.2013
Kl 15:00 höfum við lokað.
Kl 12:00 aðeins farið að gola hjá okkur en nú eru komnir um 80-100 manns í fjallið. Gott færi er í brekkum.
Í dag fyrsta opnunardag þessarar vertíðar er opið frá kl 11-15.
Veðrið kl 08:00 logn, frostmark og heiðskírt.
Færið er unnið þéttur snjór og er færið mjög gott fyrir alla í troðnum brautum.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
23.11.2013
Kl 09:40 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Veðrið er SW 5-14m/sek og hviður 20 m/sek og yfir.
Það lítur miklu betur út með morgundaginn. Nýjar upplýsingar kl 08.00 í fyrramálið.
Starfsmenn.
21.11.2013
Opnum laugardaginn 23. nóvember kl 11-15.
Forsal á vetrarkortum er í fullum gangi, sendið upplýsingar á skard.fjallabyggd.is.
Sjáumst hress á laugardaginn
Starsfmenn
16.11.2013
Það er ekki hægt að bíða lengur þess vegna opnum við skíðasvæðið laugardaginn 23. nóvember. Það er kominn
nægur snjór á svæðið s s orginal snjó sem kostar ekki neitt. Fylgist með okkur næstu daga. 50-100cm á neðstasvæðinu, 100-200cm
á t-lyftusvæði, hálslyftusvæði 100-200cm og á búngulyftusvæði er 200-350cm. Þetta segir mér að Skarðsdalurinn er
ótrúlegur en þegar rignir í bænum er sjókoma í dalnum. Mynd þrír þokkalegir drengir við víxlu á Hálslyftu
8. desember 2012 séra Sigurður, lögmeistari Sigurðarson og bara Sigurður.
Vetrarkortasala í fullum gangi.
15.11.2013
Vetrarkortasala er hafin fyrir veturinn.
Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 21.000.- tilboð
Barna og unglingakort 9-17 ára kr 8.000.- tilboð
Framhalds/háskólakort kr 8.000.-
tilboð
Tilboð þetta gildir til 18. desember.
Með vetrarkorti fylgir Norðurlandskortið sem gildir á öllum skíðasvæðum norðanlands þ e a s 2 daga á hverju svæði
óháð dögum.
Pantið vetrarkort á skard@simnet.is
Við erum komin á facebook Skarðsdalur Sigló
Snjóalög eru að verða nokkuð góð.
Sjáumst hress
10.11.2013
Það marg borgar sig að kaupa vetrarkort og með því fylgir Norðurlandskortið sem gildir á öllum skíðasvæðum
norðanlands s s gildir 2 daga á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Sauðárkróki.
Sala hefst 14. nóvember.
Byrjað verður að selja vetrarkortin 14. nóvember og verður tilboð á þeim til 18. desember. Fullorðinskort 18
ára og eldri kr 23.000.- tilboð 21.000.- Barna (9-17 ára)/framhalds/háskólakort kr 10.000.- tilboð 8.000.-
Börn sem eru í 1 og 2 bekk grunnskóla Fjallabyggðar fá vetrarkort send heim í pósti sér að kostnaðarlausu.
Senda tölvupóst með öllum upplýsingum á skard@simnet.is.
Reikningur Valló er 1102-26-1254 kt 640908-0680
Kortið/kortin verða tilbúinn þegar þú/þið mætið í fjallið.
Nú er skarðsdalurinn kominn á facebook skarðsdalur sigló
15 dagar í opnun.
Starfsfólk
07.11.2013
Staðan í Skarðsdalnum er að verða betri og betri. Snjóalög eru á góðri leið.
Neðstasvæðið það er kominn ca 10-50 cm snjór og væri gott að fá ca 50 cm í viðbót.
T-lyftusvæði er kominn um 1-1,5 meter í efrihlutanum en vantar í neðrihlutan og töluvert í Þvergilið.
Hálsyftusvæði er kominn töluverður snjór og lítur vel út.
Búnulyftusvæðið er komið ca 2 metrar+ þannig að það lítur mjög vel út.
Opnum eftir 22 daga.
Byrjað verður að selja Vetrarkortin 14. nóvember og verður tilboð á þeim til 18. desember. Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 23.000.-
tilboð 21.000.- Barna (9-17 ára)/framhalds/háskólakort kr 10.000.- tilboð 8.000.
Búð að breyta Léni inn á heimasíðu skíðasvæðisins það er skardsdalur.is og eru nokkrar breytingar í
farvatninu á næstu dögum.
Umsjónarmaður skíðasvæðis.
01.11.2013
Nýtt nýtt!!!
Vetrarkorti 2013-14 fylgir Norðurkortið. !!Tvenna!!
Það marg borgar sig að kaupa vetrarkort, beint í fjallið, engin biðröð og svo getur þú skíðað á öllum
skíðasvæðum á norðurlandi. Norðurkortið gildir 2 daga á öllum svæðum á norðurlandi, þú skíðar
þá daga sem þig langar og hentar þér óháð dögum.
Vetrarkortasala hefst frá og með 14 nóvember í Skarðsdalnum. Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 23.000.- tilboð 21.000.-
Barna/framhalds/háskólakort kr 10.000.- tilboð 8.000.
Tilboð þetta gildir til 18 desember.
Staðarhaldari í Skarðsdalnum.
22.10.2013
Nýjungar í vetrarkortum.
Með vetrarkortum í vetur fylgir Norðurkortið sem gildir á öllum skíðasvæðum á norðurlandi, ef keypt er kort í
Skarðsdalinn getur korthafi skíðað 2 daga á öllum hinum svæðunum óháð dögum s s korthafi velur þá daga sem hentar honum.
Þetta verða svokölluð klippikort..
Vetrarkortasala hefst frá og með 14 nóvember í Skarðsdalnum.
Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 23.000.- tilboð 21.000.-
Barna/framhalds/háskólakort kr 10.000.- tilboð 8.000.
Tilboð þetta mun gilda til 18 desember.
Starfsmenn
09.09.2013
Nú er unnið við ýmsan frágang við Hálslyftu s s grafa niður öryggiskapal, setja jarðveg að undirstöðu, mála lyftuhús,
fegra allt umhverfi og fl.
Unnið er við ýmsa aðra hluti til að gera svæðið klárt fyrir veturinn og hefur verið unnið markvist að fyrirbyggjandi viðhaldi í
sumar en lyftur og tæki þurfa mikið viðhald.
Staðarhaldari