10.01.2014
Á morgun stefnum við á að opna kl 10:00 og verða keyrðar 3 lyftur.
Búngu-lyfta fer ekki í gang fyrr en seinni-partinn í næstu viku, það er töluvert tjón á henni eftir miklar ísingar
síðasliðnar 3 vikur. Það er alveg ljóst að þetta er mesta ísingaveður síðan 1970-72 á okkar svæði.
Sjáumst hress á morgun
Starfsmenn.
KL 15:15 það verður lokað í dag vegna hvassviðris ANA 8-16m/sek og hviður 18-26m/sek. Opnum á morgun kl 10:00
Nýjar upplýsingar kl 08:00
Í dag verður opið frá kl 15-19. Veðrið kl 14:30 SSA 2-12m/sek, frost 1 stig og léttskýjað.
Færið er troðinn þurr snjór. Flott færi fyrir alla.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
09.01.2014
Í dag verður opið frá kl 16-19. !!Loksins!!
Veðrið kl 10:40 austan gola, frost 2 stig og heiðskírt.
Færið er troðinn þurr snjór og mikið af honum.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
08.01.2014
Kl 15:15 Það verður lokað í dag veðrið er NA 5-10m/sek um frostmark og mikil ísing á öllu svæðinu. Skyggni er mjög
lítið og brekkur eru mjög mjúkar.
Sjáumst hress á morgun
Starfsmenn
kl 13:00 Opnun í skoðun kl 16:00. Nýjar upplýsingar um kl 15:00.
Starfsmenn
07.01.2014
Kl 15:00 Það verður lokað í dag. Veðrið NA 8-12m/sek, hiti 1 stig, aðstæður eru ekki góðar rigning og slydda, mikil blinda og mjög
mjúkt færi.
Veðurútlit á morgun er mun betra.
Í dag erum við með opnun í skoðun kl 16:00.
Veðrið kl 13:00 A 5-8m/sek, rigning og slydda og er töluverð blinda.
Nýjar upplýsingar kl 15:00
Starfsmenn
06.01.2014
Kl 15:15 það verður lokað í dag. Á svæðinu er ekkert skyggni og frost rigning þannig að aðstæður eru ekki góðar,
mikil ísing.
Í dag stefnum við á að opna kl 16:00.
Veðrið kl 10:00 NNA 6-13m/sek, frost 2 stig og er slydda.
Ath veðurstöð er illa ísuð og virkar ekki.
Nýjar upplýsingar kl 15:00
Starfsmenn
05.01.2014
kl 12:00 það verður lokað í dag vegna veðurs.
Í dag erum við með opnun í skoðun kl 12:00.
Nýjar upplýsingar kl 11:00
Veðrið kl 08:30 NA 5-14m/sek, frost 1 stig. Ath vindmælir er bilaður.
Starfsmenn
04.01.2014
Í dag verður lokað vegna veðurs. Kl 08:00 er NA 10-18m/sek, slydda og frost 1 stig. Svona veður verður í dag samkvæmt veðurspá.
Ath að vindmælir er bilaður vegna ísingar. Notum handmælir til að mæla vind.
Bendi þeim sem langar á skíði í dag að það eru góðar aðstæður á Akureyri, kynnið ykkur stöðuna á
Akureyri inn á hlidarfjall.is Nýtið ykkur Norðurlandskortið
Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00
03.01.2014
Kl 15:00 Lokað í dag vegna veðurs.
Þegar þessar línur eru skrifaðar, er NA stormur og mikið ísingaveður og er mesta hviða í dag 3.janúar 42m/sek og eru höld komin
niður á jörð í T-lyftu, Hálslyftu og Búngulyftu.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00
Starfsmenn
Í dag erum við með opnun í skoðun. Veðrið kl 10:00 ANA stormur, frostmark.
Skoðum í dag kl 15:00 hvort hægt verður að opna kl 16:00.
Veðurspá dagsins:
Strandir og Norðurland vestra Norðaustan 15-25 m/s og slydda, en sums staðar snjókoma inn til landsins. Hægari og úrkomuminna um tíma síðdegis.
Norðaustan 13-20 í kvöld og á morgun og rigning eða slydda. Hiti 0 til 3 stig.
Starfsmenn
02.01.2014
Kl 13:30 Það verður lokað í dag vegna vinnu við að berja ísingu af lyftum.
Nýja árið heilsar okkur með NA-átt og byrjar eins og það gamla endaði A og NA áttir ríkjandi. Í dag fimmtudaginn 2. janúar
2014erum við með opnun í skoðun vegna hvassviðris.
Veðrið kl 10:00 NA 6-15m/sek og töluverður skafrenningur.
Nýjar upplýsingar kl 13:00
Starfsmenn
31.12.2013
Kl 14:00 höfum við lokað. Gleðilegt ár og takk fyrir gott skíðaár.
Í dag verður opið frá kl 10-14. Veðrið kl 08:30 austan gola, um frostmark og léttskýjað.
Færið er troðinn rakur og þurr snjór í bland. 3 skíðabrekkur troðnar. Hvet ykkur til að taka daginn snemma.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn