Fréttir

Mánudaginn 30. desember lokða vegna hvassviðris

Kl 14:00 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Veðrið kl 14:00 ANA 12-16m/sek og 18-20m/sek í hviðum. Miðað við veðurspá gengur veðrið ekki niður fyrr en í kvöld. Stefnum á að opna á morgun Gamlársdag kl 10-14. Nýjar upplýsingar í fyrramálið kl 08:00 Umsjónarmaður. Erum með opnun í skoðun kl 15:00. Veðrið kl 11:00 ANA 7-15m/sek, frost 1 stig, éljagangur og skafrenningur. Nýjar upplýsingar kl 14:00 Starfsmenn

Sunnudaginn 29. desember lokað í dag vegna veðurs.

KL 11:00 Það verður lokað í dag vegna veðurs. Það er töluverður vindur og mjög blint. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 KL 10:00 opnun er í skoðun kl 11.00 og þá verður tekin endanleg ákvörðun hvort opnað verður í dag. Veðrið kl 10:00 NA 8-14m/sek og töluverður skafrenningur. Kl 09:20 hefur veðrið breyst töluvert nú er NA 7-10m/sek og töluverður skafrenningur. En við stefnum á að opna kl 11:00. Í dag verður opið frá kl 11-16. Veðrið er mjög gott logn, frost 5 stig og lítils háttar éljagangur. Færið er troðinn þurr snjór. Velkomin í fjallið

Laugardaginn 28. desember opið kl 13-16

Kl 17:00 T-lyfta og Hálslyfta komnar í lag. Keyrum 3 lyftur á morgun. T-lyfta er biluð. Kl 11:00 Opið í dag frá kl 13-16. Veðrið er NA 7-10m/sek, frost 2 stig smá éljagangur. Færið er troðinn nýr snjór. kl 10:00 Mikil ísing er á öllum lyftum og er þvermálið á togvírum upp í 40 cm erum búnir að gera Neðstu-lyftu og T-lyftu klárar. Erum að gera Hálslyftu tilbúna en Búngulyfta fer ekki í gang í dag og nú er verið að taka út snjóþekjuna.Nýjar upplýsingar kl 11:00 um hvort við opnum í dag. Veðið kl 10:00 austan 7-12m/sek, frost 2 stig og alskýjað.   Erum með opnun í skoðun. Veðrið kl 07:00 ANA 10-15m/sek, frost 3 stig, éljagangur og töluverður skafrenningur. Nýjar upplýsingar kl 10:00 Starfsmenn

Föstudaginn 27. desember er lokað

Í dag verður svæðið lokað vegna mikillar ísingar. Nýjar upplýsingar á morgun kl 09:00 Starfsmenn

Fimmtudaginn 26 desember annar í jólum opið 13-16

Í dag verður opið frá kl 13-16. Veðrið kl 12:50 Norðan 2-6m/sek, frost 4 stig,  alskýjað og er töluverð ísing á svæðinu. Færið er troðinn nýr snjór. Opnum eingöngu Neðstu-lyftu í dag vegna ísingar.   Velkomin í fjallið Kl 11:00 vindmælir kominn í lag.   Ath. vindmælir er frosinn fastur vegna ísingar.   Ath. Seinkum opnun til kl 13:00 vegna mikilar ísingar á lyftum og stefnum við á að opna 2 lyftur.

Mánudaginn 23.des þorláksmessu

Í dag þorláksmessu er lokað vegna veðurs. Nú kl 09:00 er talsverð rigning og slydda og mikil ísingamyndun á öllu svæðinu. Hafið það gott um jólin. Opnum aftur 26.desember annan dag jóla. Starfsmenn óska ykkur öllum gleðilegar jóla  Hátíðaropnun  23.des Þorláksmessu kl 12-16  24.des Aðfangadagur Lokað  25.des Jóladagur Lokað  26.des Annar í jólum kl 12-16  27.des Föstudaginn kl 14-19  28.des Laugardaginn kl 11-16  29.des Sunnudaginn kl 11-16  30.des Mánudaginn kl 14-19  31.des Gamlársdagur kl 11-14  1.jan Nýársdagur Lokað

Sunudaginn 22. desember opið kl 11-16

Opið í dag frá kl 11-16. Veðrið kl 08-00 ANA 5-10m/sek, frostmark og lítilsháttar slydduél. Færið er troðinn blautur snjór en er þurrari á T-lyftusvæði. Velkomin í fjallið Starfsmenn  Hátíðaropnun  23.des Þorláksmessu kl 12-16  24.des Aðfangadagur Lokað  25.des Jóladagur Lokað  26.des Annar í jólum kl 12-16  27.des Föstudaginn kl 14-19  28.des Laugardaginn kl 11-16  29.des Sunnudaginn kl 11-16  30.des Mánudaginn kl 14-19  31.des Gamlársdagur kl 11-14  1.jan Nýársdagur Lokað

Laugardaginn 21 desember er lokað vegan veðurs

Lokað í dag vegna veðurs. Veðrið kl 09:50 ENE 8-16m/sek og 20-24m/sek í hviðum. Stefnum á að opna á morgun. Nýjar upplýsingar kl 09:00 í fyrramáli Starfsmenn

Föstudaginn 20. desember tilkynning!!!

Vegna út-skriftar hjá einum starfmanni og vegna jarðarfarar verður starfssemi í lágmarki á morgun laugardaginn 21. desember. Það verður eingöngu Neðsta-lyfta opin frá kl 11-15 og verður ekki tekið gjald í lyftuna. Starfsmenn

Föstudaginn 20. desember lokað í dag.

Kl 14:40 Það verður lokað í dag. Það á eftir að moka veginn og síðan eigum við eftir að vinna fjallið. Nýjar upplýsingar kl 09:00 í fyrramálið. Starfsmenn Opnun er í skoðun. Það hefur snjóað töluvert. Það mun taka töluverðan tíma að moka upp á svæðið og er mikil vinna við mokstur og troðslu eftir þegar þetta er skrifað kl 11:00. Athuga þarf einnig hvort snjóflóðahætta sé á svæðinu. Gefum endanlega út kl 15:00 hvort við getum opnað í dag. Starfsmenn