05.03.2018
Það verður lokað í dag vegna vinds og skafrennings, það verður NA 10-15 m/sek, éljagangur og skafrenningur í dag. !!Nýr snjór fyrir alla!!
Veðútlit næstu daga er mun betra.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00
04.03.2018
Kl 13:30 höfum við lokað vegna skafrennings
Kl 13:00 er eingöngu opin Neðstalyftan veðrið er NA 10-16m/sek og þessu fylgir töluverður éljagangur.
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er og verður NA 5-12m/sek, éljagangur af og til, og er skyggnið erfitt stundum, frost 5-7 stig. Færið er troðinn þurr snjór, það hefur snjóað aðeins og eru 5 brekkur klárar.
Hólsgöngubraut tilbúin kl 12:00
Velkomin í Skarðsdalinn
03.03.2018
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er ANA 3-8m/sek, frost 4 stig og svolítil él.
Færið er troðinn þurr snjór og er ljómandi færi í troðnum brekkum. 8 skíðaleiðir klára.
Siglufjarðarmót í stórsvigi kl 12:00 yngri hópur
Hólsgöngubraut tilbúin kl 12:00
Velkomin á skíði
02.03.2018
Opið í dag frá kl 13-19, kl 16:00 veðrið er og verður í dag NA 5-10m/sek, frost 4 stig og léttskýjað. Færið er unnið harðfenni.
8 skíðaleiðir klárar.
Hólsgöngubraut er tilbúin 2,5 km hringur
Minni á að hægt er að kaupa dags-lyftumiða í Aðalbakaríinu
Velkomin í Skarðsdalinn
01.03.2018
Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er NA 5-10m/sek, frost 4 stig og léttskýjað.
Færið er unnið harðfenni og er aðeins nýr snjór ofaná brekkum.
Hólsgöngubraut tilbúin kl 14:00 2,5 km hringur
Velkomin á skíði í dag.
28.02.2018
Hvað sagði ég kl 10:25, það byrjaði að rigna kl 14:20 og nú klukkan 16:45 er byrjað að snjóa og er komið frost í Skarðsdalnum fagra. Sjáumst í nýrri fönninni á morgun.
Það verður lokað í dag, það mun byrja að rigna á milli 14-15 og svo verður slydda síðan endar þetta með snjókomu seinnipartinn í dag.
Tökum á móti nýjum snjó og það verður opið á morgun fimmtudaginn í flottu veðri og næstu daga í hægri NA átt með éljagangi.
Sjáumst hress í Skarðsdalnum
27.02.2018
Opið í dag frá kl 13-19, nú er vor í lofti WSW gola, hiti 6 stig, snjóhiti +1c og léttskýjað, færið er vorfæri en veðrið bætir það upp, en færið er betra eftir því sem ofar kemur. Verið léttklædd í dag.
Veðurúlit næstu dag eða frá föstudegi til sunnudags verður éljagangur eða snjókoma og þessu fagna allir.
Hólsgöngubraut tilbúin en hringurinn hefur tekið breytingum vegna hitans sem hefur verið undanfarið.
Velkomin á skíði
26.02.2018
Opið í dag frá kl 13-19, kl 16:30 er veðrið mjög gott og verður svo í dag WSW gola, hiti 6 stig en alskýjað. Snjóhiti er -1,5c
Færið er unnið harðfenni og mun færið mýkjast þegar líður á daginn.
Hólsgöngubraut tilbúin 3 km hringur.
Velkomin á skíði í dag
25.02.2018
Opið í dag frá kl 10-16, veðirð er mjög gott sunnan gola, hiti 1-4 stig og léttskýjað.
Færið er troðinn þurr snjór. 8 brekkur klárar, æfintýraleið og hólar við Neðstasvæðið.
Í Búngubakka fer fram stórsvigæfing til kl 12:00, það er önnur skíðaleið niður Búngusvæði Miðbakki og að Hálslyftu.
Hólsgöngubraut verður tilbúin kl 12:00
Velkomin á skíði í dag
24.02.2018
Takk öll fyrir komuna í dag, það verður mjög gott veður hér á morgun og Skarðsdalurinn mun taka vel á móti ykkur.
Nú klukkan 14:30 eru 900 manns komnir í fjallið.
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er sunnan 4-10m/sek, hiti 6 stig og bjart. Hitastig í snjónum er +0,6.
Færið er troðinn þurr snjór og er mjög gott færi í öllum brekkum.
Í dag fer fram Stubbamót við Neðstu-lyftu fyrir 5-8 ára sem hefst kl 11:30 og tökum tillit til þess. Það er hægt að skíða niður með lyftuni og æfintýraleið er opin.
Í Búngubakka og niður í Hálslyftu þar fer fram stórsvigsæfing.
Miðbakki er troðinn á Búngusvæði og er skíðaleið niður að Hálslyftu
Hólsgöngubraut er tilbúin kl 13:00
Velkomin á skíði