Fréttir

Laugardaginn 27. janúar opið/open 11-16

Opið í dag frá kl 11-16. Veðrið er mjög gott sunnan gola, frost 0-2 stig og er léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og eru 6 brekkur klárar, gott færi fyrir alla, aðeins mjúkt. Æfintýraleið og hólabraut við skíðaskálan. Göngubraut á Hólssvæði tilbúin 2,5 km hringur. Velkomin á skíði 

Föstudaginn 26. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 13:15 er mjög gott logn, frost 1-4 stig og alskýjað. Færið er troðinn harðpakkaður snjór. Drauma færi. Flott færi að skíða utanbrautar á Búngusvæði. Göngubraut tilbúin á Hólssvæði 2,5 km hringur Velkomin á skíði.

Fimmtudaginn 25. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið er logn, frost 6 stig og léttskýjað og verður veðrið svona næstu 5 daga. Færið er troðinn nýr snjór og er færið mjúkt og gott fyrir alla. Göngubraut tilbúin á Hólssvæði kl 15:00 Velkomin á skíði í dag.

Þriðjudaginn og miðvikudaginn 23 og 24. jan lokað/closed

Vindhviða  nú í dag kl 18:53 42m/sek það verður lokað í dag þriðjudaginn 23. janúar og miðvikudaginn 24. janúar vegna veðurs. það verður NA hvassviðri og éljagangur þessa tvö daga. Nýjar upplýsingar á fimmtudaginn 25. janúar kl 10:00 Veðurútlit frá fimmtudegi - sunnudags er mjög gott í þessari viku.

Mánudaginn 22. janúar lokað/closed

Það er opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl. 10 er mjög gott, -2° hiti, vindur 3-7m/sek og léttskýjað. Uppfært kl. 14:30:  Svæði lokað vegna veðurs

Sunnudaginn 21. janúar opið/open

Það er opið hjá okkur í dag frá kl 11-16. Það er glæsilegt veður, -5° hiti, 2-5m/sek WNW vindur og fullt af nýjum snjó. World Snow Day er í dag og við bjóðum því börnum 16 ára og yngri frítt í lyfturnar og leigu á búnaði, auk þess sem við bjóðum börnunum upp á frítt kakó og súkkulaðistykki. Einnig er göngubraut opin á Hóli. Velkomin í fjallið!

Laugardaginn 20. janúar lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna veðurs. Nýjar upplýsingar á morgun

Fostudaginn 19. janúar lokað/closed

Það verður lokað í dag. Kl 10:00 er mjög blint á svæðinu og verður svo í dag. Nýjar upplýsingar á morgun kl 09:00

Fimmtudaginn 18. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið er mjög gott SSW gola, frost 5-6 stig, léttskýjað og mun birta til en meira þegar líður á daginn. Færið er draumur troðinn harðpakkaður nýr snjór. Æfintýraleið, Bobbbraut, Hólar og fl og fl. Göngubraut troðin á Hólssvæði 2,5 km Velkomin í Skarðsdalinn

Miðvikudaginn 17. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 16:00 W-gola, frost 3-4 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór og er töluvert mjúkt, en það hefur snjóað um 30 sm á síðasta sólahring. Það eru drauma aðstæður í fjallinu. Velkomin í Skarðsdalinn