Fréttir

Föstudaginn 23. febrúar opið/open 13-19

Það verður flott veður um helgina. Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er SA 3-10m/sek, hiti 2 stig og alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór Hólsgöngubraut tilbúin kl 14:00 3 km hringur Á morgun kl 11:30 fer fram Stubbamót 5-9 ára og fer mótið fram við Neðstu-lyftu. Velkomin í Skarðsdalinn

Fimmtudaginn 22. febrúar opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 15:30 SSW 5-10m/sek, frost 4 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Hólsgöngubraut 2,5 km hringur tilbúin kl 13:00 Erum að vinna við að koma Hálslyftu í gang og opnum allar lyftur á morgun. Velkomin á skíði

Miðvikudaginn 21.febrúar lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Nýjar upplýsingar á morgun kl 09:00

Þriðjudaginn 20. febrúar opið/open 14-19

Það verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 14:00 SSW 7-15m/sek, frost 2 stig og léttskýjað og það mun birta til og lægja eftir kl 14:00. Færið er unnið harðfenni. Hólsgöngubraut verður troðin í dag og tilbúin kl 14:00 3 km hringur. Velkomin á skíði

Mánudaginn 19. febrúar opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 09:00 SSA gola, hiti 3-6 stig og heiðskírt og verður svona veður hér í dag. Færið er mjög gott. 5 brekkur, æfintýraleið, hólabrautir og fl og fl Hólsgöngubraut tilbúin 3 km hringur. Velkomin á skíði 

Sunnudaginn 18. febrúar opið /open 10-16

Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 07:30 sunnan gola, frost 4-7 stig og heiðskírt. Svona veður verður hér í Skarðsdalnum í dag. Færið er troðinn þurr snjór, veður og færi er eins og það gerist bezt. 6 brekkur klárar, æfintýraleið, hólabrautir, leikjabraut og fl og fl Hólsgöngubraut tilbúin 3 km hringur. Velkomin á skíði

Laugardaginn 17. febrúar opið/open 10-16

Flottir 3 dagar í Skarðsdalnum en 700 manns hafa komið í fjallið og á morgun verður sama veðurblíðan sunnan gola, frost 4-5 stig og heiðskírt. Sjáumst hress í Skarðsdalnum Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott sunnan gola, frost 2-3 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, mjög gott færi í troðnum brautum. 6 brekkur klárar, æfintýraleið, hólabrautir og fl og fl. Hólsgöngubraut tilbúin 3 km hringur léttur og góður fyrir alla. Velkomin á skíði 

Föstudaginn 16. febrúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 16:00 ASA 2-10m/sek, frostmark og heiðskírt. Það er að lægja og birta til á svæðinu. Færið er troðinn þurr snjór. 5 brekkur klárar, æfintýraleið, hólabrautir og bobbbraut tilbúnar. Hólsgöngubraut tilbúin kl 14:00 3 km, hringur fyrir alla. Laugardaginn og sunnudaginn nú um helgina verður mjög gott veður. Velkomin á skíði í dag.

Fimmtudaginn 15. febrúar opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er og verður austan 5-10m/sek, frostmark en alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Byrjum á að opna 2 lyftur og mögulega opnum við Búngulyftu en þar er mikil vinna á því svæði eftir rokið í gær. Hólsgöngubraut verður tilbúin kl 14:00 3 km hringur Velkomin á skíði

Miðvikudaginn 14. febrúar lokað/closed

Svona til upplýsinga þá fer lognið nokkuð hratt yfir núna 40,2m/sek kl 15:15 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Lognið fer heldur hratt í dag. Veðurútlit þegar þessum degi sleppir er gott. Það hefur snjóað aðeins á svæðinu og erum við að vinna úr því og líta brekkur mjög vel út. Í vetrarfríinu borgar sig að koma í Fjallabyggð, skíði, sund og veitingar, gisting á heimsmælikvarða.  Velkomin í Fjallabyggð