Fréttir

Á þrettándanum er allt að gerast

Lokað eins og er, stefnum á að opna á sunnudaginn 8. janúar Það er gott veður í veðurkortunum næstu 6 daga, töluverð snjókoma og kuldi. BRAVÓ. Það snjóaði ca 15 sm í nótt og sumstaðar meira, það er verið að sópa þessu saman og troða. Fylgist með okkur í dag. Fjallamenn

Lokað eins og er/closed

Það er lokað eins og er vegna snjóleysis.  Við erum afar bjartsýnir eins og veðurspárnar sýna. Hvað finnst ykkur??? http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752 http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B0urland_Eystra/Skar%C3%B0sdalur/long.html   Fjallamenn

Gleðilegt ár og takk fyrir gott skíðaár

Lokað eins og er vegna snjóleysis Sjáumst hress Fjallamenn

Gamlársdagur opið /open kl 12-15

Opið í dag frá kl 12-15, veðrið er norðan 4-8m/sek, frost 3 stig, lítilsháttar éljagangur en það hefur snjóað ca 20 sm á svæðinu s s nýfallinn snjór og flott færi. Það mun hætta að snjóa og birta til kl 12:00. Opnum eingöngu Neðstu-lyftu. Velkomin í fjallið

Föstudaginn 30. desember opið/open 13-17

Opið í dag frá kl 13-17.  Opnum eingöngu neðstu-lyftu, veðrið kl 11:30 SW 8-12m/sek og aðeins meira í hviðum en það á að snúast í norðanátt eftir hádegi, frost 4 stig, vindkæling er -11. það er lítill snjór á svæðinu og harðfenni. Farið varlega. Velkomin í fjallið Fjallamenn

Lokað eins og er/closed

Það er lokað eins og er, fengum aðeins snjó í gær og í nótt, eigum von á snjókomu í nótt (4 tíma) og mögulega getum við opnað neðstalyftu á morgun.  Það er verið að moka til snjó á T-lyftusvæðið og ef við fáum snjó næstu daga getum við mögulega opna það svæði á Gamlársdag og Nýársdag, já það verður opið á Nýársdag ef veður leyfir og hvítagullið kemur.  Area is closed. We open as soon as possible. Fylgist með okkur hér og á facebook

Það er lokað svæðið vegna snjóleysis

Það er lokað svæðið vegna snjóleysis, en vonandi fer þetta að gerast. Opnum um leið og hægt er. Fylgist með okkur hér og á facebook  There is no snow on the ski area, area is closed.  We open as soon as possible. Fjallamenn

Svæðið verður lokað í dag

Við verðum að hafa lokað í dag vegna of lítils snjós, það er mjög mikið af grjótum sem koma upp úr brekknni þegar búið er að troða. Við reynum næst.

Opið frá/open from kl 12-16

Gleðileg jól.  Loksins, loksins er opið og verður opið í dag frá kl 12-16 og verður eingöngu opin neðstalyfta, það er ekki mikill snjór á svæðinu farið varlega.  Veðrið kl 09:30 NW gola, frost 2 stig en alskýjað, fæerið er troðinn þurr snjór.   Verð fyrir þennan dag er eingöngu kr 500.- Það vantar enn mikinn snjó á svæðið og stefnum að því að reyna að koma inn T-lyftusvæði inn sem fyrst, það þarf að færa til mikið af snjó svo það komist inn. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Gleðileg jól

Gleðileg jól sjáumst á annan í jólum. Fjallamenn