28.01.2017
Opið í dag frá kl 12-16, veðrið er NNA 4-12m/sek, frost 2 stig og er lítilsháttar éljagangur. Færið er troðinn nýr snjór það hefur snjóa ca 10-20 sm. Að hugsa sér það er glænýr snjór kominn.
Gleðilegan sólardag og hún er hér fyrir ofan
Velkomin í fjallið
Starsfmenn
27.01.2017
Opið í dag frá kl 14-18:30, veðrið kl 15:20 austan 3-7 m/sek, frost 3 stig og alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Það mun snjóa hjá okkur næsta sólahringinn sem er afar jákvætt.
Veðurspá fyrir Sigló:
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
26.01.2017
Opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 15:15 SW 8-15m/sek, frost 1 stig og það er að birta til og veðrið að ganga niður. Færið er harðfenni og er mjög gott færi fyrir svigskíði í troðnum brekkum.
Það er snjókoma í veðurkortunum næstu 2 daga svo þetta er allt að gerst í Skarðsdalnum enda treystum við á það sem kemur úr loftinu og það gengur bara nokkuð vel, enda búið að vera opið í 16 daga það sem af er, á svæðinu erum við með 1500 metra langa brekku klára og en eigum við til góða ca 1000 metra brekku í efrihlutanum og dettur hún inn von bráðar.
Velkomin í dalinn góða
Starfsmenn
25.01.2017
Opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 10:15 logn, hiti 1 stig og alskýjað, færið er unnið harðfenni það var frost í nótt en það verður 1-3 stiga hiti í dag. Það er ekki mikill snjór á svæðinu og geta grjót staðið uppúr, en þetta stendur allt til bóta, það er snjókoma í veðurkortunum næstu daga.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
24.01.2017
Það verður lokað í dag, opnum á morgun miðvikudaginn 25. janúar kl 14-19
Sjáumst hress
Starfsmenn
23.01.2017
Opið í dag frá kl 15-18:30 veðrið er N gola, hiti 6 stig og alskýjað. Færið er rakur snjór en heldur bara nokkuð vel.
T-lyftusvæðið er 1000 metra langt og Neðstasvæðið er 500 metra langt.
Þetta er veðurspá dagsins og næstu daga:
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752
Velkomin í fjallið
Umsjónarmaður
22.01.2017
Opið í dag frá kl 11-16, veðrið er kl 11:00 WSW 2-8m/sek, hiti 2 stig og alskýjað, færið er troðinn þurr snjór.
Seinkum aðeins opnun í dag vegna þessa að vindur á að ganga niður um kl 11 miðað við veðurkortin.
Nú kemur inn 3 lyftan Hálslyftan og er færið í Hálsbrekku nokkuð ísað, en innrileið er mýkri.
Sjáumst hress
21.01.2017
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott sunnan gola, hiti 2 stig og léttskýjað, færið er unnið harðfenni.
Tvær brekkur eru opnar við T-lyftu og Neðstulyftu
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
20.01.2017
Opið í dag frá kl 14-18, veðrið er sunnan gola og verður svo í dag hiti 4-6 stig en alskýjað, færið er troðinn þurr snjór og mun færið mýkjast þegar líður á daginn.
Veðurútlit næstu 3-4 daga er mjög gott.
2 lyftur verða opnar(1500m brekka) næstu 3 daga, okkur vantar meiri snjó í efrihlutan þá aðallega í lyftusporin þannig að ekki er víst að við getum skrapað snjó til að opna fleiri lyftur.
Veðurútlit næstu daga:
http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B0urland_Eystra/Skar%C3%B0sdalur/
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752
Velkomin í fjallið
Fjallamenn
19.01.2017
Opið í dag frá kl 14-18, veðrið er mjög gott og verður svo í dag sunnan gola, frost 9 stig og léttskýjað. Færið er mjög gott troðin ný fönnin, drauma færi fyrir alla.
S s frábært færi og veður í dag
Velkomin í fjallið
Starfsmenn