13.02.2017
Svæðið er lokað vegna snjóleysis.
Opnum um leið og hvíta gullið kemur.
Starfsmenn
12.02.2017
Hér eru gleðiðfréttiriririririr
Haft eftir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands
„Nei hitinn er frekar á niðurleið næstu daga. Það verður komin köld norðanátt á föstudag eða laugardag með snjókomu og éljagangi fyrir norðan og austan.“
Vonir þeirra sem voru dýpst í sínum hjartarótum að vonast eftir því að þetta milda veður myndi haldast, þú ætlar að deyða þær vonir núna?
12.02.2017
Það verður lokað í dag vegna hvassviðris og mikils hita, veðrið kl 08:00 SW 6-18m/sek og hviður 20-25m/sek, hiti 12 stig og það verður sennilega slegið hitamet í dag, nú kl 08:00 á Sauðanesi er 14 stig hiti.
Hér er hitinn í 800 metra hæð
Siglufj. Illviðrishnj. 800mh 12.2.2017 06:00 +6.5
Sjáið gleðinna framundan
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/
http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B0urland_Eystra/Skar%C3%B0sdalur/long.html
Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00
11.02.2017
Það verður lokað í dag vegna hvassviðris veðrið kl 08:00 5-15m/sek og 20-23m/sek í hviðum, 5 stiga hiti og er en hvassara í efrihlutanum, fylgir þessu mikill hiti og mun vindur aukast þegar líður á daginn.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00
Umsjónarmaður
10.02.2017
Opið í dag frá kl 14-18:30 veðrið kl 15:45 WSW 3-8m/sek, 2 stiga hiti en vindkæling er -1 og er heiðskírt og sú gula að sýna sig. Færið er unnið harðfenni og er mjög gott færið í troðnum brekkum. Undur og stórmerki það snjóaði aðeins í efrihlutanum.
Staðan er þessi:
Það er lítill snjór á neðrihluta svæðisins en er mjög gott í efrihlutanum. Hálslyfta og Búngulyftan þar er 1100 metra langur bakki og annað eins niður með T-lyftu um 1000 metrar. Skarðsdaluirnn stendur undir nafni sem draumadalur.
!!Toppdagur framundan, nýtið þennan dag vel!!
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
09.02.2017
Opið í dag frá kl 15-19, veðrið er sunnan gola, hiti 4 stig en alskýjað.
Snjór hefur minkað mikið á svæðinu sérstaklega við Neðstu lyftunna, en er mun betra í efrihlutanum. Færið er unnið harðfenni en er töluvert mjúkt í neðrihlutanum.
Velkomin í dag
Starfsmenn
08.02.2017
Lokað í dag. það er of mikill hiti til að troða brekkur 7-9 stiga hiti kl 14:00. Það þarf að frysta svo hægt sé að troða brekkur. það á að frysta hjá okkur á föstudaginn.
Það er góður snjór í brekkum í efrihlutanum en í lágmarki í neðrihlutanum.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00
07.02.2017
Lokað í dag þriðjudaginn 7. febrúar, opnum á morgun miðvikudaginn 8. febrúar kl 14:00
06.02.2017
Opið í dag frá kl 14-18:30, veðið kl 17:00 austan 2-10m/sek, hiti 5 stig og alskýjað, færið er unnið harðfenni.
Byrjendakennsla í Skarðinu um helgar!
Skíðasvæðið mun lána skíðabúnað endurgjaldslaust.
Fyrsti tími 30 mínútur frítt.
Annar tími 30 mínútur 1.500 kr.
Hringið í Egil í Skarðinu (s. 893-5059) og pantið tíma.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
05.02.2017
Kl 14:00 Höfum lokað vegna hvassviðris
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 12:40 SSW 4-8m/sek, hiti 3 stig og alskýjað, færið er unnið harðfenni og er töluvert mýkra færi en var hér í gær.
Mögulega opnum við Búngulyftu kl 12:00, þar myndaðist mikill ís nú í morgun og þurfum við að brjóta hann upp svo það sé skíðafært og öryggi ykkar skíða gesta sé tryggt.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn