16.01.2017
Lokað í dag vegna hvassviðris, vindhviður eru nú kl 14:00 25-30m/sek af SW og verður svo í dag.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 12:00
Starfsmenn
15.01.2017
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 14:30 sunnan gola , hiti 12 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór en það er mjög mjúkt í brekkum og er ört hlýnandi og mun hvessa kl 15:00 af SV.
Ath þessar upplýsingar er varðar mat á snjóflóðaaðstæðum. http://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa#region-Tn
Hitamælir í 800 metra hæð við Illviðrishnjúk 8 stiga hiti.
http://snowsense.is/is/#!/maelir/189_t
Velkomin í fjallið
14.01.2017
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:00 S-gola, frost 3 stig og alskýjað, færið er troðinn þurr snjór, silkifæri.
Velkomin í fjallið.
13.01.2017
Opið á morgun frá kl 10-16, færið er meiriháttar, harðpakkaður snjór og silkifæri. Veðrið á morgun verður frábært SA gola, frost 7 stig og léttskýjað
Opið í dag frá kl 14-18. Veðrið er NW gola, frost 9 stig og léttskýjað, færið er troðinn nýr snjór, silkimjúkar brekkur.
Það er ca 25 sm nýfallinn snjór, farið varlega utan við troðið það er víða stutt niður á grjót.
Velkomin í fjallið
12.01.2017
!!Nú er komið að því!!
Opið í dag frá kl 15-19, veðrið er logn, frost 10 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór, silkifæri í troðnum brekkum. Farið varlega utan við troðnar brekkur.
Í troðnum brekkum erum við með ca 40-50 sm af snjó.
Velkomin í fjallið.
10.01.2017
Lokað eins og er, en það er kominn snjór í brekkurnar sem er verið að ýta til og troða og það kemur meiri snjór í dag og á morgun þannig að við opnum svæðið á fimmtudaginn.
Þetta lítur vel út nú í dag og næstu daga.
Sjáumst hress
09.01.2017
Svæðið er lokað eins og er, en það er að snjóa hjá okkur og er snjókoma í kortunum næstu daga þannig að allir eru mjög bjartsýnir á fjöllin séu að verða fallega-hvít.
Fylgist með okkur hér og á facebook
08.01.2017
Lokað eins og er, það er snjókoma í kortunum næstu daga.
Fylgist með okkur hér og á facebook
06.01.2017
Lokað eins og er, stefnum á að opna á sunnudaginn 8. janúar
Það er gott veður í veðurkortunum næstu 6 daga, töluverð snjókoma og kuldi.
BRAVÓ. Það snjóaði ca 15 sm í nótt og sumstaðar meira, það er verið að sópa þessu saman og troða.
Fylgist með okkur í dag.
Fjallamenn
03.01.2017
Það er lokað eins og er vegna snjóleysis.
Við erum afar bjartsýnir eins og veðurspárnar sýna. Hvað finnst ykkur??? http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752
http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B0urland_Eystra/Skar%C3%B0sdalur/long.html
Fjallamenn