04.02.2017
Opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 11:00 WSW 2-14m/sek en á lægja þegar líður að hádegi og er hitinn 5-6 stig, færið er vorfæri, en þegar að kólnar mun færið harna.
Það er mikið vor í lofti sem dálítið öðruvísi en vonandi fer þetta að breytast í betra veður með stórhríðarbil.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
03.02.2017
Opið í dag frá kl 14-18:30, veðrið er mjög gott og verður mjög gott í dag austan gola, hiti 4 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og er mjög gott færi í troðnum brekkum. Veðurútlit hér fyrir norðan er mjög gott næstu daga, eiginlega of gott heldur mikill hiti.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
02.02.2017
Opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 17:20 logn, frost 1 stig og heiðskírt, færið er unnið harðfenni, það á að kólna þegar líður á daginn.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
01.02.2017
Opið í dag frá kl 14-19, veðrið er mjög gott og verður svo í dag, WSW gola, um frostmark og heiðskírt og og sú gula að sýna sig, færið er troðinn þurr snjór.
Velkomin í dalinn góða
Starfsmenn
31.01.2017
Lokað verður í dag, opnum á morgun miðvikudaginn 1. feb kl 14:00
Nú tökum við starfsmenn okkur 1 dag frí enda búið að keyra svæðið 20 daga nú í janúar.
Sjáumst hress á morgun
Starfsmenn
30.01.2017
Opið í dag frá kl 14-18:30, veðrið er mjög gott austan gola, frost 1 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór.
Dalurinn skartar sýnu fegursta í dag.
Það er unnið að því að gera Búngusvæði klárt, kemur inn á miðvikudaginn.
Velkomin í fjallið
Fjallamenn
30.01.2017
Opið í dag frá kl 14-18:30, veðrið er austan gola, frost 1-2 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór.
Dalurinn er afar fagur í dag, sennilega sá flottasti í dag, hvítur og brekkur eins og silki.
Það er verið að koma Búngusvæðinu inn og verður tilbúið á miðvikudaginn í þessari viku.
Sjáumst hress
Fjallamenn
29.01.2017
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er austan gola, frost 7 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór, það verður mjög gott veður og færi í dag.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
28.01.2017
Opið í dag frá kl 12-16, veðrið er NNA 4-12m/sek, frost 2 stig og er lítilsháttar éljagangur. Færið er troðinn nýr snjór það hefur snjóa ca 10-20 sm. Að hugsa sér það er glænýr snjór kominn.
Gleðilegan sólardag og hún er hér fyrir ofan
Velkomin í fjallið
Starsfmenn
27.01.2017
Opið í dag frá kl 14-18:30, veðrið kl 15:20 austan 3-7 m/sek, frost 3 stig og alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Það mun snjóa hjá okkur næsta sólahringinn sem er afar jákvætt.
Veðurspá fyrir Sigló:
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752
Velkomin í fjallið
Starfsmenn