Fréttir

Sumardaginn fyrsta opið 10-16

Gleðilegt sumar.  Kl 15:00 lokað vegna hvassviðris opnum á morgun kl 13-18 Kl 14:30 erum eingöngu að keyra Neðstulyftu, það er of mikill vindur SW 10-17m/sek Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 11:30 SW 3-13m/sek, hiti 2 stig og léttskýjað, mögulega vaxandi vindur þegar líður á daginn, færið er troðinn þurr snjór, það hefur aðeins skafið nýjan snjó yfir brekkurnar.  Erum að keyra 3 lyftur það er of hvasst fyrir Búngulyftu. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Miðvikudaginn 20. apríl opið 14-18

Opið í dag frá kl 14-18. Veðrið kl 09:00 WNW 5-12m/sek en það er hvassara á toppnum, hiti 2 stig og léttskýjað, færið er troðinn blautur snjór.  Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn  

Þriðjudaginn 19. apríl lokað/closed

Lokað í dag, opnum á morgun. Nýjar upplýsingar kl 10:00 á morgun miðvikudaginn 20. apríl. Minni ykkur á skíðagestir góðir að svæðið verður opið til 1. maí og tvær helgar í maí 5-8. maí Super Troll og 14-15. maí Skarðsrennsli. Sjáumst hress

Mánudaginn 18. apríl opið 15-19

Opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 14:45 logn, frost 2 stig og éljagangur og er skyggnið nokkuð erfitt en það á að minka úrkoman seinnipartinn, færið er troðinn nýr snjór en það hefur snjóað ca 20 cm. Opnum Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið í dag. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Sunnudaginn 17. apríl lokað/closed

Í dag verður lokað vegna veðurs. Veðrið kl 08:00 NA 5-15m/sek og töluverð snjókoma og á að bæta í vind þegar líður á daginn. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Starfsmenn

Laugardaginn 16. apríl opið 10-16

Skíðasvæðið verður opið til 1. maí og svo tvær helgar í maí að auki 5-8. maí og 14-15. maí Opið í dag frá kl 10-16, veðrið  kl 11:00 logn, hiti 5 stig við T-lyftu 300m en frostmark við sleppingu á Búngulyftu 650m og er alskýjað. Færið er troðinn vorsnjór og er töluvert mjúkt við neðstasvæðið en harðara í efrihlutanum. Við sleppingu á Búngulyftu var 2-3 stiga frost í nótt. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Föstudaginn 15. apríl opið 13-19

Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 12:00 logn, frost 1 stig og léttskýjað, færið er unnið harðfenni. Frostið hér í nótt fór í 9 stig þannig að það er harðfenni utanbrautar en lofthiti í dag verður á bilinu 1-4 stig. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 14. apríl opið 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 15:00 ANA 5-12m/sek, hiti 1 stig og léttskýjað, færið er vorfæri. Það var um 2 stiga frost í nótt og hitinn í dag verður um 1-3 stiga lofthiti en töluvert heitara í sólinni. Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið troðið að hluta en engin troðsla í efrihlutanum. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Miðvikudaginn 13.apríl opið 14-19

Kl 17:40 höfum við lokað vegna vinds. Það lítur mjög vel út á morgun opnum kl 14:00 Opið í dag frá kl 14-19, verðrið kl 15:00 vestan 4-14m/sek, hiti 8 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór en það mun mýkjast þegar líður á daginn. Flott utanbrautarfæri í dag. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 12. apríl opið kl 10-13

Opið í dag frá kl 10-13 og svo opnum við á morgun miðvikudaginn 13. apríl kl 14-19 Sjáusmt hress á morgun Starfsmenn