28.01.2012
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 12:45 sunnan gola, hiti 7 stig og léttskýjað. Færið er
troðinn nýr snjór, það er um 100 cm snjólag á Neðstasvæði og T-lyftusvæði en um 300 cm snjólag á
Búngusvæði.
Göngubraut er tilbúin á Hólssvæðinu ca 2,5 km létt og góð fyrir alla.
Starfsmenn
27.01.2012
Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna mikillar vinnu á svæðinu við mokstur og troðslu einnig tekur töluverðan tíma
að moka veginn upp á svæðið, það hefur snjóða ca 70 cm að meðlatali á svæðinu.
Göngubraut er tilbúin á Hólssvæðinu ca 2,5 km létt og góð braut fyrir alla.
Opnum á morgun kl 10-16, nýjar upplýsinar kl 08:00 í fyrramálið
Starfsmenn
26.01.2012
Í dag verður skíðasvæðið lokað vegna aðstæðna, kl 11:30 VSV 3-7m/sek, töluverð snjókoma og er mjög blint einnig eru
snjóalög ótrygg og þarf að skoða aðstæður þegar styttir upp betur.
Þetta veðurfar er að breytast seinnipartinn í dag í heimnablíðu og er veðurspá næstu dag sunnan áttir og má segja að
við höfum sloppið mjög vel frá þessu veðri allavega betur en vesturhluti landsins.
Minni á skiptihelgi 28-29/1 fyrir vetrarkortshafa, nú getið þið farið á önnur svæði norðanlands s s
Sauðárkrók, Dalvík og Akureyri.
Tökum stöðuna á morgun og verða nýjar upplýsingar kl 11:00 á morgun.
Starfsmenn
25.01.2012
Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs kl 10:30 er NA-10-20m/sek, töluverður éljagangur og skafrenningur og er veðurspá
hjá okkur ekki hliðholl í dag.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 13:00
Starfsmenn
24.01.2012
Skíðasvæðið verður lokað í dag, opnum á morgun kl 15-20, nýjar upplýsingar um kl 13:00
Grunnskóli Fjallabyggðar verður á skíðum á morgun frá kl 09-13.
Starfsmenn
23.01.2012
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 16-19, veðrið kl 13:00 NA 4-6m/sek, frost 2 stig og alskýjað, færið er troðinn
nýr snjór frábært færi fyrir alla.
Göngubraut á Hólssvæði ca 3 km létt og góð braut fyrir alla.
Velkomin á skíði
Starfsmenn
22.01.2012
Kl 12:15 Allir á skíði í dag frítt í fjallið og kakó fyrir alla, það er að fjölga í
fjallinu. Gott veður og gott færi.
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 11:45 NA 4-7m/sek, frostmark og smá éljagangur. Neðsta-lyfta og
T-lyfta opnar.
SNJÓR UM VÍÐA VERÖLD - komum börnunum í snjóinn - sunnudagurinn 22. janúar 2012
Frítt fyrir alla
Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir
sérstökum degi „World Snow Day“ þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að brydda upp á nýjungum í því
augnamiði að hvetja börn til skíðaiðkunar. Dagurinn er hluti hvatningarátaks FIS „Bring children to the snow“ sem staðið hefur frá
árinu 2007.
Stjórn Skíðasambands Íslands hefur
ákveðið að svara kalli FIS með því að efna til sameiginlegs átaks allra aðildarfélaga sambandsins og
skíðasvæðanna. Þessir aðilar hafa allir sameiginlega hagsmuni af því að fjölga bönum og unglingum sem heimsækja
fjöllin.
Tilgangurinn er að hvetja foreldra til að koma með börnin
í fjöllin og njóta þar hollrar útivstar í hreinleika fjallanna.
Verkefnið er hugsað sem samstarfsverkefni SKÍ,
skíðafélaganna, skíðasvæðanna og styrktaraðila sem taki höndum saman um að bjóða öllum ókeypis á
skíði þennan dag.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
21.01.2012
Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs og aðstæðna, veðrið kl 10:25 NA 5-15m/sek, frostmark, töluverður
éljagangur og skafrenningur. Einnig er veikleiki í snjóalögum sem þarf að fylgjast með og skoða betur.
Ps. Göngubraut ca 3 km á Hólssvæði tilbúinn kl 13:00 gerð eftir troðara með spori.
Stefnum á að opna á morgun sunnudaginn 22. janúar kl 11-16, nýjar upplýsinga um kl 10:00 í fyrramálið.
Starfsmenn
20.01.2012
Kl 13:30 Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna mikillar vinnu við troðslu á svæðinu, það hefur snjóað ca 60-100
cm og er töluverð vinna við snjómokstur á Skarðsveginum. Veðrið kl 13:30 SV 2-4m/sek, frost 2 stig og alskýjað
Stefnum á opnun á morgun kl 11-16, nýjar upplýsingar kl 09:00 í fyrramálið.
Starfsmenn
Kl 10:00 Skíðasvæðið er lokað eins og er, verið er að skoða snjóalög. Það er mikil vinna framundan í að troða
brekkur það hefur bætt á ca 60-100 cm á svæðinu.
Nýjar upplýsingar um stöðu mála kl 13:00 hvort við getum opna í dag.
Starfsmenn
19.01.2012
Í dag fimmtudaginn 19. janúar verður lokað vegna veikra snjóalaga og leiðnda veðurs á svæðinu. Kl 13:00 er VSV 6-20m/sek, frost 3 stig og
er töluverður skafrenningur.
Við munum skoða stöðunna í fyrramáli og verðum með nýjar upplýsingar um kl 12:00
Starfsmenn skíðasvæðisins