Í dag verður skíðasvæðið lokað vegna aðstæðna, kl 11:30 VSV 3-7m/sek, töluverð snjókoma og er mjög blint einnig eru snjóalög ótrygg og þarf að skoða aðstæður þegar styttir upp betur.
Þetta veðurfar er að breytast seinnipartinn í dag í heimnablíðu og er veðurspá næstu dag sunnan áttir og má segja að við höfum sloppið mjög vel frá þessu veðri allavega betur en vesturhluti landsins.
Minni á skiptihelgi 28-29/1 fyrir vetrarkortshafa, nú getið þið farið á önnur svæði norðanlands s s Sauðárkrók, Dalvík og Akureyri.
Tökum stöðuna á morgun og verða nýjar upplýsingar kl 11:00 á morgun.
Starfsmenn