Fréttir

Laugardginn 23. apríl opið kl 10-16

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott SA gola, hiti 2 stig, heiðskírt og sólin gleður í dag, færið er mun berta en í gær það frysti í nótt og halda brekkur nokkuð vel í dag, ég hvet fólk til að taka daginn snemma, allar brekkur eru klárar. Í fjallið í gær komu um 700 manns takk fyrir skíðamenn góðir. Frískíðun niður Þvergilið og fleiri stöðum. Göngubraut í Skarðsdalsbotni og gott að ganga upp á Súlur utanbrautar. Flott að fara upp á Búngutopp og frískíða niður í Hraunadal eða Hrólfsvallardal og enda niður á Þjóðvegi í Fljótum fyrir góða skíðara. Við starfsfólkið hvetjum alla Vetrarkortshafa að bera kortin á sér yfir páskavikuna, það auðveldar okkur störfin og auðveldar ykkur gestir góðir allt aðgengi og allir verð glaðir. Fróðleiksmoli dagsins: Súlur og Súlnabrúnir sunnan og ofan við Skíðaskálan í Skarðsdal. Heimild snokur.is Sunnan Skarðsdals er fjall allhátt með tindum nokkrum og hvössum hryggjum; er það yst Siglufjarðarfjalla að vestan og nefnist Súlur (20) austan í þvi er breiður stallur mikið lægri og jafnlend nær lárétt brún vestan Siglufjarðardals, inn að Selskál, nefnist hún Súlnabrún (21) en norðurendi hennar Súlnahaus (22) og niður af honum upp frá Leyningi Súlnaröðull (23). Utarlega á hæðarstalli þessum er Súlnatjörn (24) úr henni fellur lækur norður í Skarðsdalsá um Leyningskinn, nefndur Rjómalækur (25) þar upp af kinninni er klettabelti er nefnist Kinnarklettar (26). Þó ótrúlegt sé nefnast hér nú Súlur aðeins hin lága brún þó auðskilið sé að af tindum háfjallsins er nafn fjallsins komið. Vestur frá þeim eru fjallshryggir háir sem nefnast mættu Háukambar (27) en svo nefna Siglfirðingar háfjallið allt. Velkomin í Skarðsdalinn, við tökum vel á móti þér Starfsfólk  

Föstudagurinn langi 22. apríl opið kl 10-16

Svæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:00 SSA gola, hiti 7 stig og heiðskírt, færið er vorfæri í neðrihluta svæðisins en er harðar eftir því sem ofar kemur, öll svæði opin í daga og allar brekkur eru inni. Hólabraut, Bobbbraut, Pallar í Þvergili, Leikjabraut og Leikvöllur á Neðstasvæði. Frískíðun niður Þvergilið og fleiri stöðum. Göngubraut í Skarðsdalsbotni og gott að ganga upp á Súlur utanbrautar. Flott að fara upp á Búngutopp og frískíða niður í Hraunadal eða Hrólfsvallardalur og enda niður á Þjóðvegi í Fljótum fyrir góða skíðara. Við starfsfólkið hvetjum alla Vetrarkortshafa að bera kortin á sér yfir páskavikuna, það auðveldar okkur störfin og auðveldar ykkur gestir góðir allt aðgengi og allir verð glaðir. Fróðleiksmoli dagsins: Atburður á Klettahnjúki (fransmaður úti) Klettahnjúkur er vestan og ofan við sleppingu á T-lyftu. Hrafnaþing varð til að líkið fannst Örlygur segir að það hafi síðan líklega verið í október um veturinn sem að bóndi nokkur að Hraunum á Fljótum veitti því athygli að hrafnar krunkuðu hátt upp í fjalli yfir Siglufjarðarfjöllum sunnanverðum. „Og sem reyndur bóndi vissi hann það náttúrulega að eitthvað táknaði þetta nú. Hann hringdi í lögregluna á Siglufirði og sagði frá þessu, og það varð til þess að út var gerður leiðangur nokkurra manna. Gengu þeir á Selfjall og vestur fyrir það. Þar er lítill klettahnjúkur þar sem leitarhópurinn gekk fram að líki hins franska ferðalangs. Og vakti það athygli manna að hann var nakinn.“Örlygur segir manninn hafa legið nakinn uppi á hnjúknum í sérstakri stellingu. „Það var engu líkara en að þarna hefði farið fram einhver athöfn. Hvort það var nú sjálfsfórn eða hvað það nú var. En menn lögðu hann til á börum og hófst mikil ganga niður með hinn látna við afar slæm skilyrði. “Veður hafði versnað mjög, enda var komið fram í október, og segir Örlygur að slagveðursrigningu hafi gert á meðan leitarhópurinn var á leið niður. Rigningin hafi breyst í hríð og voru menn í miklum erfiðleikum með að koma sér niður af fjallinu til byggða.  Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk

Fimmtudaginn 21. apríl skírdagur opið kl 10-16

Opið í dag frá kl 10-16, veðrið k 08:00 vestan 2-10m/sek, frost 1 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór í bland við harðfenni frábært færi í öllum brekkum. Hólabraut, Bobbbraut, Pallar í Þvergili, Leikjabraut á Neðstasvæði og Leikvöllur. Göngubraut í Skarðsdalsbotni og hægt er að ganga upp á Súlur. Við starfsfólkið hvetjum alla Vetrarkortshafa að bera kortin á sér yfir páskavikuna, það auðveldar okkur störfin og auðveldar ykkur gestir góðir allt aðgengi og allir verð glaðir. Fróðleiksmoli dagsins: Siglufjarðarskarð, Afglapaskarð sunnan við Siglufjarðarskarð Tímasetningar   1724-1748 Efnisorð   Galdramenn, prestar, andatrú Efni   Þorleifur Skaftason var prestur að Múla. Hann var mikill vexti, raddmaður mikill og andheitur. Hann var kjörinn af Steini biskupi til að vígja Siglufjarðarskarð. Yfir þessu skarði hafði legið illur andi allt síðan úr heiðni sem birtist í stokkmynduðum skýstólpa sem kom niður úr loftinu og ofan á hvað sem fyrir var og lá það dautt á eftir. Þorleifur hlóð altari úr grjóti og hélt þar messu og stefndi þaðan vondum öndum í skarð er heitir Afglapaskarð. Hafa menn gengið þar í villu og beðið bana. Þorleifur mælti fyrir að hver sem yfir skarðið færi skyldi gera bæn við altarið Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk  

Miðvikudaginn 20. apríl opið kl 13-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 12:15 logn, hiti 1 stig, éljagangur og það er er töluverð þoka á T-lyftusvæði, Neðstasvæði og T-lyftusvæði opna kl 13:00 og erum við með það í skoðun að opna Búngusvæðið. Fróðleiksmoli dagsins: Siglufjarðarskarð er í 624 metra hæð. Upphaflega var fjallseggin í skarðinu svo mjó að þar mátti sitja klofvega með annan fótinn í Skagafjarðarsýslu en hinn í Eyjafjarðarsýslu. Í þessa egg hafði þó til forna verið höggvið skarð, nægilega breitt til að unnt væri að koma klyfjahesti þar í gegn. Skarðið var svo sprengt niður um fjórtán metra árið 1940 og í framhaldi af því var lagður akfær vegur um skarðið árið 1946. Hann var yfirleitt aðeins fær fjóra til fimm mánuði á ári vegna snjóþyngsla en þó var mikil samgöngubót að honum. Veðurspá dagsins: Gengur í suðvestan 8-13 síðdegis með dálitlum slydduéljum eða éljum. Hiti um og yfir frostmarki. Hægari í fyrramálið, en suðaustan 5-13 síðdegis á morgun og svolítil rigning. Hiti 2 til 7 stig. Starfsfólk skíðasvæðisins

Þriðjudaginn 19. apríl opið kl 13-19

Svæðið kl 15:30 það er of hvasst á Búngusvæði lokað eins og er, en það er gott á öðrum svæðum. Á svæðinu núna kl 14:30 eru komin um 300 manns í ágætu veðri, veðrið kl 14:30 vestan 2-7m/sek, frost 1 stig og léttskýjað. Svæðið er opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 09:00 sunnan gola, frost 2 stig og heiðskírt, færið er troðin nýr snjór s s frábært veður og færi, öll svæði eru opin. Hólabraut, Bobbbraut, Pallar og mart fleira, göngubraut tilbúinn kl 14:00 í Skarðsdalsbotni. Fróðleiksmoli dagsins: Illviðrishnjúkur er um 900 metrar og er hægt að ganga upp á hann fyrir góða skíðamenn og renna sér niður gilin fyrir neðan og alveg að Skíðaskálanum, frábær ferð fyrir góða skíðara. Velkomin í fjallið Starfsfólk  

Mánudaginn 18. apríl búið að loka í dag vegna veðurs

Búið að lokað skíðasvæðinu í dag vegna veðurs, veðrið kl 17:00 vestan 10-16m/sek, éljagangur og frostmark, opnum á morgun kl 13-19, nýjar upplýsingar kl 10:00. Sjáumst hress á morgun Starfsfólk  

Mánudaginn 18. apríl opið kl 13-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 11:30 austan gola, hiti 1 stig og léttskýjað, færið er troðinn blautur og þurr snjór í bland. Öll svæði er opin. Ath. símsvari (878-3399) er bilaður í augnablikinu, það er verið að finna út úr því. Veðurspá dagsins: Norðan 3-10 m/s og snjókoma, en vestan og norðvestan 8-13 með éljum seint í kvöld. Suðvestan 5-10 á morgun og dálítil él. Hiti nærri frostmarki. Upplýsingar eru ávallt uppfærðar inn á mbl.is og textavarp.is http://www.mbl.is/mm/frettir/skidasvaedi.html og textavarp.is  http://www.textavarp.is/544 Velkomin í fjallið Starfsfólk  

Sunnudaginn 17. apríl opið kl 10-16

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 13:00 SSA 3-6m/sek, frost 1 stig og heiðskírt s s glaða sól á svæðinu, færið er unnið harðfenni í bland við nýjan snjó mjög gott færi fyrir alla, öll svæði eru opin. Göngubraut tilbúin kl 13:00 í Skarðsdalsbotni Veðurspá dagsins: Sunnan 8-13 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum, en norðvestan 5-10 og rigning á morgun. Hiti kringum frostmark, en hlýrra á morgun.   Upplýsingar eru ávallt uppfærðar inn á mbl.is og textavarp.is http://www.mbl.is/mm/frettir/skidasvaedi.html og textavarp.is  http://www.textavarp.is/544 Velkomin í fjallið Starfsfólk

Laugardaginn 16. apríl opið kl 10-16

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 13:30 SV 3-10m/sek, hiti 1 stig og élagangur, færið er unnið harðfenni mjög gott færi fyrir alla og eru brekkurnar eru eins og flauel, öll svæði eru opin, Hólabraut, Bobbbraut og Pallar í Þvergili. Veðurspá dagsins: Hæg suðlæg átt og snjókoma með köflum, en suðvestan 8-13 m/s og léttir til undir hádegi. Hiti 3 til 8 stig að deginum, en vægt frost í nótt. Upplýsingar eru ávallt uppfærðar inn á mbl.is og textavarp.is http://www.mbl.is/mm/frettir/skidasvaedi.html og textavarp.is  http://www.textavarp.is/544 Velkomin í fjallið Starfsfólk

Föstudaginn 15. apríl lokað í dag vegna hvassviðris

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegan hvassviðris, veðrið kl 15:20 SV 4-15m/sek og 20-25m/sek í hviðum, opnum á morgun kl 10:00 nýjar upplýsingar á morgun kl 08:30. Starfsfólk Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 16-19, veðrið kl 13:30 SV 6-20m/sek, 2 stigs frost, lítisháttar él og léttskýjað, færið er unnið harðfenni gott færi fyrir alla, öll svæði verða opin, það er góður snjór í öllum brekkum. Upplýsingar eru ávallt uppfærðar inn á mbl.is og textavarp.is http://www.mbl.is/mm/frettir/skidasvaedi.html og textavarp.is  http://www.textavarp.is/544 Hólabraut, Bobbbraut og Pallar í Þvergili. Veðurspá dagsins: Sunnan og suðvestan 8-13 og él. Hægari suðlæg átt í kvöld og slydda eða snjókoma með köflum. Suðvestan 8-13 og él undir hádegi á morgun. Hiti um eða yfir frostmarki. Velkomin í fjallið