Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 12:15 logn, hiti 1 stig, éljagangur og það er er töluverð þoka á T-lyftusvæði, Neðstasvæði og T-lyftusvæði opna kl 13:00 og erum við með það í skoðun að opna Búngusvæðið.
Fróðleiksmoli dagsins: Siglufjarðarskarð er í 624 metra hæð.
Upphaflega var fjallseggin í skarðinu svo mjó að þar mátti sitja klofvega með annan fótinn í Skagafjarðarsýslu en hinn í Eyjafjarðarsýslu. Í þessa egg hafði þó til forna verið höggvið skarð, nægilega breitt til að unnt væri að koma klyfjahesti þar í gegn. Skarðið var svo sprengt niður um fjórtán metra árið 1940 og í framhaldi af því var lagður akfær vegur um skarðið árið 1946. Hann var yfirleitt aðeins fær fjóra til fimm mánuði á ári vegna snjóþyngsla en þó var mikil samgöngubót að honum.
Veðurspá dagsins: Gengur í suðvestan 8-13 síðdegis með dálitlum slydduéljum eða éljum. Hiti um og yfir frostmarki. Hægari
í fyrramálið, en suðaustan 5-13 síðdegis á morgun og svolítil rigning. Hiti 2 til 7 stig.
Starfsfólk skíðasvæðisins