Fréttir

Miðvikudaginn 9. nóvember

Svæðið verður lokað um næstu helgi, við getum ekki opnað svæðið eins og við stefndum að, það er of lítill sjór á Neðstasvæðinu og T-lyftusvæði og er töluvert að grjótum sem standa upp úr víða, við setjum  öryggið á oddinn.  Tökum stöðunna eftur helginna. Minni á vetrarkortasölu hún er í fullum gangi. Hjónakort                           kr 25.000.- þú sparar kr 5.000.-  Einstaklingskort                  kr 13.000.- þú sparar kr 2.000.- Barnakort 9-18 ára             kr 3.000.- þú sparar kr 4.000.- Framhaldsskólanemar 19+ kr 7.000.- þú sparar kr 8.000.- Háskólanemar                     kr 7.000.- þú sparar kr 8.000.- Börn 8 ára og yngri fá fríkort Tilboð gilda til 10.des og eru eingöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar Vetrarkort gilda frá hausti 2011 til vors 2012 Þessi sömu tilboð gilda fyrir eigendur frístundahús í Fjallabyggð. Panta þarf í gegnum tölvupóst egillrogg@simnet.is og eða s. 893-5059 Velkomin í Skarðsdalinn Starfsfólk

Miðvikudaginn 2. nóvember

Þetta er allt á réttri leið, stefnum á að opna laugardaginn 12. nóvember. Minni á vetrarkortasölu hún er í fullum gangi. Hjónakort                           kr 25.000.- þú sparar kr 5.000.-  Einstaklingskort                  kr 13.000.- þú sparar kr 2.000.- Barnakort 9-18 ára             kr 3.000.- þú sparar kr 4.000.- Framhaldsskólanemar 19+ kr 7.000.- þú sparar kr 8.000.- Háskólanemar                     kr 7.000.- þú sparar kr 8.000.- Börn 8 ára og yngri fá fríkort Tilboð gilda til 10.des og eru eingöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar Vetrarkort gilda frá hausti 2011 til vors 2012 Þessi sömu tilboð gilda fyrir eigendur frístundahús í Fjallabyggð. Panta þarf í gegnum tölvupóst egillrogg@simnet.is og eða s. 893-5059 Velkomin í Skarðsdalinn Starfsfólk  

Forsala vetrarkorta 2011-12

Forsala vetrarkorta er hafin.                         Hjónakort   kr 25.000.- þú sparar kr 5.000.-   Fullorðinskort 19+ kr 13.000.- þú sparar kr 2.000.-   Barnakort 9-18 ára kr 3.000.-   þú sparar kr 4.000.-   Framhaldsskólanemar 19+ kr 7.000.-   þú sparar kr 8.000.-   Háskólanemar   kr 7.000.-   þú sparar kr 8.000.-                   Ath. Þessi tilboð gilda eingöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar og gildir til 10.des Börn yngri en 8 ára fá fríkort         Vetrarkort gilda frá hausti 2011- vors 2012       Sala á kortum fer fram í gegnum tölvupóst egillrogg@simnet.is   Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru nafn og aldur.     Hægt er að ganga frá pöntunum á vetrarkortum í báðum íþrótta- miðstöðum Fjallabyggðar.                                           Að vera til fjalla er eins og maður sé komin í paradís                     Sjáumst hress á Skarðsdalnum           Starfsfólk skíðasvæðisins                           skard.fjallabyggd.is Sjá auglýsingu einnig inn á tunnan.is

Miðvikudaginn 12. október

Við stefnum á að opna svæðið fyrstu dagana í nóvember, endilega að fylgjast með á heimasíðu, það hefur snjóað aðeins hjá okkur ca 15-20cm, en nú er von á hláku, síðan á að snjóa aftur í næstu viku svo að þetta lofar góðu um framhaldið, það er vonandi að koma góður grunnur fyrir það sem koma skal. Sjáumst hress í vetur Umsjónarmaður skíðasvæðis.

Sunnudaginn 1. maí svæðinu hefur verið lokað þetta vorið

Svæðinu hefur verið lokað þetta vorið, sjáumst hress í haust, opnunar dagar í vetur voru 109 og gestir inn á svæðið voru 13. þúsund.- og er þetta aukning um 30% á milli ára í gesta fjölda og er ljóst að Héðinsfjarðargöngu eru að sanna sig í fjölda gesta til Fjallabyggðar í vetur og er hægt að gera enn betur með ölfugri markaðsetningu ferðaþjónustuaðili í Fjallabyggð, sjáumst hress í nóvember eða um leið og það hvíta kemur í haust, takk fyrir komuna gestir góðir. Starfsfólk  

Laugardaginn 30. apríl opið kl 10-16, það er vorfæri á öllu svæðinu.

Svæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:30 vestan gola, hiti 6 stig og léttskýjað, færið er vorfæri á öllu svæðinu, farið varlega. Neðstasvæði: Lyftuspor er inn en brekkan meðfram lyftu er lokuð, það þarf að fara eftir vegi og niður Rjúpnabrekku að Skíðaskála. T-lyftusvæði: Nokkuð breið brekka í efsta hlutanum en mjókkar  eftir því sem neðar kemur, skíðaleið frá þessu svæði er eftir vegi og niður að Skálanum. Búngusvæði: Brekkur eru breiðar og góðar en vorfæri. Þvergilið: Bobbraut, Hólabraut og Pallar Velkomin í fjallið Starfsfólk

Föstudaginn 29. apríl opið 14-19 ath. það er vorfæri lint og blaut.

Svæðið er opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 11:30 vestan gola, hiti 6 stig og heiðskírt, færið er vorfæri mjög lint og blaut. Svæðið verður opið á morgun laugardaginn 30. apríl og sunnudaginn 1. maí kl 10-16 báða daga. Neðstasvæði: Lyftuspor er inn en brekkan meðfram lyftu er úti, það þarf að fara eftir vegi og niður Rjúpnabrekku að Skíðaskála. T-lyftusvæði: Nokkuð breið brekka í efsta hlutanum en mjókar eftir því sem neðar kemur, skíðaleið frá þessu svæði er eftir vegi og niður að Skálanum. Búngusvæði: Brekkur eru breiðar og góðar en vorfæri. Þvergilið: Bobbraut, Hólabraut og Pallar Velkomin í fjallið Starfsfólk

Þriðjudaginn 26. apríl er lokað

Skíðasvæðið verður lokað í dag og næstu daga, opnum aftur föstudaginn 29. apríl og síðasti opnunardagur vetrarins er sunnudaginn 1. maí, nýjar upplýsingar kl 12:00 29. apríl. Takk fyrir komuna á skíðasvæðið yfir páskavikuna, sjáumst hress. Starfsfólk  

Mánudaginn 25. apríl annan í páskum opið kl 10-16

Svæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 07:30 VSV gola, frost 1 stig og heiðskírt, en einn dagurinn gengur í garð með blíðu veður, færið er unnið harðfenni í bland við blautan snjó, nú er um að gera að drífa sig í fjallið því nú fer hver að verða síðastur að skíða þennan veturinn, síðasti opnunardagurinn er 1. maí. Frískíðun niður Þvergilið og fleiri stöðum. Göngubraut í Skarðsdalsbotni og gott að ganga upp á Súlur utanbrautar. Hólabraut, Bobbbraut, Pallar í Þvergili. Flott að fara upp á Búngutopp og frískíða niður í Hraunadal eða Hrólfsvallardal og enda niður á Þjóðvegi í Fljótum fyrir góða skíðara. Fróðleiksmoli dagsins: Skarðsdalur heimild snokur.is Sá bær er framan við mynni dals þess er vestur gengur í hálendið yst úr Siglufjarðardal; skilur hann Siglufjarðar- og Úlfsdalafjöll er þó ná saman fyrir botni hans með hrygg mjóum. Yfir hann er hin helsta þjóðleið til Siglufjarðar (úr Fljótum) um skarð það er því nefnist Siglufjarðarskarð (1), dalurinn Skarðsdalur (2) og bærinn eftir honum. Stóð hann suður við á þá er nefnst mun hafa Skarðsdalsá (3) þó Leyningsá (4) kallist nú. Er hún aðalá dalsins og fellur syðst fram úr mynni hans, en önnur utar. Ganga hæðir nokkrar fram úr dalnum milli þeirra er nefnast Skarðsdalshryggir (5). Var byggðin suðaustan hæðanna og stóð ekki hátt; mun hún frá elstu tíð og sér þar nokkuð til fornra garða um tún meðalstórt, gott og grösugt. Lönd hefir býli þetta átt utan hinnar syðri ár, þar með mestan hlut Skarðsdals og nokkuð út fyrir mynni hans. Eru haglönd góð á dalnum og engi nokkur hið neðra í norðurhlíð hans. Kemur þaðan ytri áin, nefnd Grísará (6), en allt út frá henni neðan við dalmynnið eru samfelld engi, slétt og fögur. Nefnist þar út til merkja Skarðsdalsengi (7). Engi eru og niður frá bæ, nefnast þar innst Skarðsdalseyrar (8) en utar Skarðsdalsmýrar (9). Garður mikill og forn hefir verið þvert yfir mynni dalsins nokkurn spöl upp frá bæ er nefnst hefir Skarðsdalsgarður (10). Hefir búfénaður verið hafður ofan hans og friðuð engi Skarðsdals og Ness. Er glöggt á honum hlið vegarins. Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk

Sunnudaginn 24. apríl Páskadagur opið kl 10-16

Gleðilega páska gott skíðafólk. Svæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:00 SSV 2-4m/sek, hiti 5 stig, heiðskírt og glaða sól s s frábært veður, færið er troðið harður og blautur snjór í bland, vorfæri á Neðstasvæðinu en mun betra eftir því sem ofar kemur, hvet ég nú alla að taka daginn snemma. Í fjallið í gær komu um 700 manns í mjög góður veðri. Flott að fara upp á Búngutopp og frískíða niður Þvergilið og niður Hraunadal eða Hrólfsvallardal og enda niður á Þjóðvegi í Fljótum fyrir góða skíðara. Við starfsfólkið hvetjum alla Vetrarkortshafa að bera kortin á sér yfir páskavikuna, það auðveldar okkur störfin og auðveldar ykkur gestir góðir allt aðgengi og allir verð glaðir. Fróðleiksmoli dagsins: Siglufjarðarháls (bygging Búngu-lyftu) Heimild mbl.is FRAMKVÆMDIR við nýja skíðalyftu á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði eru komnar á lokastig. Lyftan sem verður rúmir 500 metrar að lengd er viðbót við tvær aðrar lyftur á svæðinu og neðsta mastur hennar er í um 520 metra hæð. Hún verður staðsett á svokölluðum Siglufjarðarhálsi eða á "Bungunni" eins og svæðið er stundum kallað. Með þessari viðbót aukast möguleikar til keppnishalds til mikilla muna, auk þess sem öll aðstaða fyrir hinn almenna skíðamann batnar verulega. Eftir að lyftan verður tekin í notkun verður um að ræða samfellda skíðabrekku sem er um 2 kílómetrar að lengd. Það hefur vantað tilfinnanlega lyftu á efra skíðasvæðið til þess að nýta þær skíðabrekkur sem möguleiki er á þar. Þetta gefur líka aukið svigrúm til meiri nýtingar á skíðasvæðinu á snjóléttum vetrum, þar sem snjósöfnun á efra svæðinu er mun tryggari en á því neðra, enda nær nýja lyftan í allt að 700 metra hæð. Velkomin í fjallið við tökum vel á móti þér Starfsfólk