Fréttir

Þriðjudaginn 5. febrúar lokað

Í dag þriðjudaginn 5. febrúar er lokað. Opnum á morgun miðvikudaginn 6. febrúar kl 15:00. Veðurstöð komin í lag. Nýjar upplýsingar kl 12:00 á morgun. Starfsmenn  Stefnum á að gera göngubraut á Hólssvæði þegar skíðasvæðið er opið.

Mánudaginn 4. febrúar lokað vegna hvassviðris

Hlustið á þetta:http://tv.sksiglo.is/?file=VP6xHczSnMg#!  Siglufjörður er staðurinn!!!!!! Í dag verður lokað vegna hvassviðris og er reyndar ekki gott skyggni. Opnum aftur á miðvikudaginn kl 15:00. Veðurspá frá miðvikudegi til sunnudags er mjög góð fyrir okkar svæði. Þakka öllum þeim sem heimsóttu okkur nú um helgin en um 800 manns komu á skíðasvæðið.  Stefnum á að gera göngubraut á Hólssvæði þegar skíðasvæðið  er opið. Ath. Sjálfvirkur vindmælir sýnir ekki réttan vindstyrk, unnið er að viðgerð. Sjáumst hress Starfsmenn  

Sunnudaginn 3. febrúar opið frá kl 11-16

Kl 11:40 er skollin á blíða SV 2-6m/sek, frost 1 stig og sólin að sýna sig. Í dag verður opið frá kl 11-16. Veðrið kl 10:00 SV 4-11m/sek, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Veðurspá dagsins: Minnkandi suðvestanátt og léttir til. Norðaustan 8-13 og snjókoma í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en hiti kringum frostmark á morgun. Göngubraut tilbúin kl 13:00 á Hólssvæði.   Snjóbrettahátíðin Snákurinn á Siglufirði:  Í dag sunnudaginn, fer fram "Old school boardercross" hraðakeppni, þar sem fjórir keppa í einu, sá fljótasti vinnur.  Velkomin í fjallið. Starfsmenn

Laugardaginn 2. febrúar opið kl 10-16

Frábærum degi lokið í fjallið komu 450 manns. Í dag laugardaginn 2. febrúar verður skíðasvæðið opið frá kl 10-16. Veðrið kl 07:40 austan gola, hiti 3 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, það er nýr snjór í giljum og öllum troðnum brautum.  Snjóbrettahátíðin Snákurinn á Siglufirði:  Í dag, laugardag um kl. 13, er "Slopestyle" keppni á Skíðasvæðinu í Skarðsdal, þar er keppt á stökkpöllum og handriðum sem komið hefur verið upp í fjallinu fyrir þessa hátíð. Pylsupartí, tónlist og skemmtilegheit. Um kvöldið spilar og syngur MC Gauti á Allanum.  Á morgun, sunnudag, verður svo "Old school boardercross" hraðakeppni, þar sem fjórir keppa í einu, sá fljótasti vinnur.  Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk

Föstudaginn 1. febrúar opið kl 14-19

Bjartur og fallegur dagur í dag. Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 14-19. Veðrið kl 13:00 WSW gola, frost 5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Flott veður og flott færi. Það verður mikið um að vera um helginna: Brettasýning kl 21:00 í kvöld við Síldaminjasafnið (Opið í dag 14-19) Brettasýning í fjallinu laugardaginn 2. febrúar kl 13.00 á neðstsvæðinu. (Opið kl 10-16) Brettakeppni í fjallinu á sunnudaginn 3. febrúar kl 13:00 neðstasvæðinu. (Opið kl 10-16) Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 31. janúar opið kl 16-20

Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 16-20. Veðrið  kl 12:00 SA gola, frost 4-5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn nýr snjór, flott færi fyrir alla. Vellkomin í fjallið Starfsmenn

Miðvikudaginn 30. janúar lokað í dag.

Kl 14:00 Það verður lokað í dag vegna aðstæðna, tæki og tól eru illa frosin föst. Hér hefur verið snarvitlaust veður í 3 daga. Nú hefði verið gott að vera með aðstöðu til að geyma troðara inn.  Jæja nú eru hlutirnir að gerast og veðrið að ganga niður. Veðrið kl  12:00 ANA 10-17m/sek þannig að enn er of hvasst. Erum með opnun í skoðun í dag. Það er verið að moka veginn og unnið er að koma svæðinu í gang eftir þetta aftaka veður sem hefur ekki farið fram hjá neinum. En það hefur komið töluverður snjór í gil og lautir en rifið allan snjó í hlíðum, hann hefur allur fokið í burtu í þessu mikla stormi og er sennilega kominn inn á hálendið. Stefnum á að opna kl 16:00 Nýjar upplýsingar um kl 15:00 Starfsmenn

Þriðjudaginn 29. janúar lokað

Skíðasvæðið er lokað í dag vegan veðurs. Veðið kl 12:00 ANA 15-20m/sel og 25-30m/sek í hviðum. Þessu leiðinda veðri er að slota og framundan eru bjartir og góðir dagar. Brettahátíð er framundan 1-3 febrúar, það verður sýning í bænum og brettalistir/keppni í Skarðsdalnum 4. brauta keppni, pallar og fl. Tökum stöðuna um hádegisbilið á morgun. Starfsmenn

Mánudaginn 28. janúar lokað vegna veðurs

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs. Veðrið kl 12:00 ANA 10-18m/sek og 25-30m/sek í hviðum, frost 1 stig og slydda. Það verður leiðinda veður til miðvikudags í þessari viku en þá fer þetta að lagast og þá kemur austan og suðaustan áttin aftur með allri sinni dýrð. Takið frá næstu helgi það verður mikið fjör í Skarðsdalnum. Starfsmenn

Sunnudaginn 27. janúar lokað vegan veðurs

Í dag verður skíðasvæðið lokað vegna veðurs. Veðrið kl 12:00 NE 17-24m/sek, hviður upp í 35m/sek, 0 stig og lítilsháttar úrkoma. Veðrið síðasta sólahringinn hefur verið mjög slæmt hér á Siglufirði ANA 20-30m/sek og hviður 40-50m/sek. Ein hviða fór upp í 50,1m/sek á skíðasvæðinu kl 04:54, þetta er jú kallað mannskaða veður. Mér sýnist veðrið hér á Siglufirði hafa verið eina verst á landinu enda er þessi átt ANA fræg fyrir leiðindi. Tökum stöðunna á morgun kl 10:00 Starfsmenn Það verður mikið um að vera næstu helgi, fylgist vel með.