09.04.2015
Í gær voru heimsins beztu aðstæður og verður svo einnig í dag, opnum kl 14-19 og takið daginn snemma.
Skarðsrennslið 16. maí kl 13:00 Þetta er skemmti-risasvig og er tími tekinn á handklukkur. Frá Illviðrishnjúk og niður að
skíðaskála ca 3 km braut. Keppni fer fram í karla og kvenna flokkum 18 ára og eldri, einnig er keppt í unglinga og barnaflokkum stúlkur og drengir.
Verðlaun eru fyrir 3 fyrstu sætin. Gjald fyrir 18 ára og eldri er 3.000.- Skráning á staðnum. Veitingar eftir keppni við skálan
Opið í dag frá 10:00-12:30 og aftur frá kl 15:00-20:00
Veðrið er mjög gott austan gola, hiti 3 stig og heiðskírt.
Færið er troðið þurr snjór og eru snjóalög er mjög góð.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
07.04.2015
Skíðasvæðið verður lokað 7 og 8 apríl, opnum aftur 9. apríl.
Við starfsmenn svæðisins viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til ykkar allra sem heimsóttu okkur í dymbilvikunnu, en gestir voru 3000
þessa daga og þið voruð öll til fyrirmyndar, sjáumst hress í Skarðsdalnum.
Svæðið verður opið allar helgar í maí, 2. maí fer fram Fjallaskíðamót og 16. maí verður Skarðsrennslið.
Auglýsingaplaköt koma inn á síðuna nú í vikunni.
Starfsmenn í dymbilvikunni, strákarnir stóðu sýna plikt með kurt og pí.
Sigurjón, Kári, Hilmar, Óðinn, Torfi. Kristófer og Sigurður
Egill umsjónarmaður
06.04.2015
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:30 SSW 2-10m/sek, hiti 5 stig og alskýjað. Færið er troðinn rakur snjór en það er
þurrari snjór í efrihluta svæðisins. Þessi dagur lítur vel út.
Sjáusmt hress í Skarðsdalnum
Egill, Sigurjón, Kári, Hilmar, Torfi og Kristófer
05.04.2015
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:00 ASA gola, hitastig er um frostmark og er alskýjað. Færið er troðinn blautur snjór.
Það er góður snjór í Skarðsdalnum.
Páskaeggjamót fyrir 10 ára og yngri hefst kl 13:00 og er á Neðstasvæðinu.
Erum að athuga með göngubraut, það hefur minnkað töluvert snjórinn í Hólsdalnum.
Velkomin á skíði í dag.
Starfsmenn
05.04.2015
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 07:00 ASA gola, frostmark en alskýjað. Færið er troðinn blautur snjór.
Páskaeggja mót fyrir 10 ára og yngri hefst kl 13:00 og er á Neðstasvæðinu.
Erum að athuga með göngubarut, það hefur minkað töluvert snjórinn í Hólsdalnum.
Velkomin á skíði í dag.
Starfsmenn
04.04.2015
Alltaf gaman að leika sér af tölum en í dag var opið í 3 tíma og voru gestir um 90 en á laugardeginu fyrir
páska í fyrra fóru 1190 manns í gengum hliðið og margir þurftu frá að hverfa því miður. Það verður bara
blíða á morgun, sjáumst hress. Nánast skírdagsveður á morgun.
Kl 14:00 Lokað opnum á morgun kl 10-16
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:40 SSA 3-6m/sek, 4 siga hiti og töluverð rigning. Takið daginn snemma það fer að hvassa og rigna þegar
líður á daginn.
Allar brekkur troðnar og er snjórinn þurrari eftir því sem ofar kemur.
Göngubraut er klár í Hólsdalnum
Ath. öll vélsleða umferð er bönnuð á skíðasvæðinu og er mikil umferð af skíðafólki sem rennir sér
meðfram Skarðsveginum, þar eiga engir sleðar að vera. Þessi leið er troðin fyrir skíðafólk.
Velkomin á skíði í dag.
Starfsmenn
03.04.2015
Tveir góðir dagar að baki, í gær komu í Skarðsdalinn 650 manns og töluverður fjöldi var á gönguskíðum í
Hólsdalnum og nú í dag voru gestir 750 manns og fjöldi manns var við aðra útivist hér á Sigló. Opnum kl 10-16 á morgun.
Opið í dag frá kl 10-16. Sama veður blíðan logn, frost 1 stig og það er að birta til. Sú gula er komin upp.
Færið er troðinn þurr snjór og svo er flott færi í ótroðnu.
Göngubraut tilbúinn í Hólsdalnum.
Velkomin á skíði
Starfsmenn.
02.04.2015
Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið er bara frábært SA gola, frost 6 stig, heiðskírt og sólin baðar okkur í dag.
Færið er troðinn þurr snjór og er meiriháttar færi bæði troðnum brautum og utan við.
Göngubraut er tilbúinn á Hólssvæði
Velkomin á skíði í dag
Starfsmenn
01.04.2015
Horfið hér til hægri á myndbandið, það kemur okkur öllum í skíðagírinn
Upplýsingar um svæðið næstu daga.
Neðstasvæðið: Troðinn brekka meðfram lyftu, Æfintýraleið, Bobbbraut, Leikjabraut og pallur.
T-lyftusvæði: Troðinn brekka meðfram lyftu, Bobbbraut vestan við brekku og austan við lyftu troðinn leið niður að mastri nr 2 á T-lyftu.
Hálslyftusvæði: Troðinn brekka meðfram lyftu og frískíðun hægramegin við lyftu.
Búngulyftusvæði: Troðinn Búngubakki, Miðbakki niður að Hálslyftu, frískíðun norðan við og meðfram Búngulyftu
og frískíðun á milli bakka. Ath Innrileið verður ekki troðinn. Það er flottur nýr snjór á svæðinu.
Göngubraut troðin í Hólsdalnum.
Smá upplýsingar um hvað Skarðsdalurinn hefur uppá að bjóð. Nýjar upplýsingar kl 08:00 í fyrramáli. Sjáumst hress
á morgun.
Velkomin í Fjallabyggð