25.02.2015
Kl 12:45 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris veðrið er austan 10-20m/sek, frost 2 stig og töluverður skarfrenningur. Veðurútlit er
ekki gott í dag. Tökum stöðuna á morgun kl 10:00.
Opið verður í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 11:00 austan 2-5m/sek, frost 2 stig en alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Flott
veður og flott færi er núna kl 11:00 og svo er stórt spurningamerki með hvað gerist þegar líður á daginn.
Ath. takið daginn snemma, miðað við veðurspá á að hvessa þegar líður á daginn.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
24.02.2015
Kl 15:15 það verður lokað í dag vegna hvassviðris ANA 6-16m/sek, frost 5 stig og töluverður skafrenningur.
Starfsmenn
Erum með opnun í athugun kl 15:00.Veðrið kl 12:20 ANA 10-17m/sek og mikill skafrenningur.
Starfsmenn
23.02.2015
Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Það lítur miklu betur út með morgundaginn og miðvikudaginn og svo er veðurspá
mjög góð fyrir næstu helgi. Takið hana frá fyrir Skarðsdalinn.
Snjóalög eru frá 50 cm og uppí 300 cm, þannig að brekkur eru í góðu standi, en til samanburðar voru á þessum tíma
í fyrra 100 cm og uppí 550 cm. Hér er verið að miða við troðnar brekkur.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00.
Starfsmenn
22.02.2015
Kl 09:30 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris og mikils skafrennings.
Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 austan 2-12m/sek, frost 5 stig og heiðskírt.
Færið er troðinn þurr snjór og er frábært færi í öllum brekkum.
Takið daginn snemma gæti farið að hvassa þegar líður á daginn.
Erum með það í skoðun að troða göngubraut um kl 12:00 á Hólssvæði
Velkomin á skíði
Starfsmenn
21.02.2015
Kl 14:30 logn, frost 12 stig og bjart.
Staðan á Búngusvæði, búið að troða efrihlutan og neðstahlutan en miðhlutinn er ótroðinn og munum við opna það
svæði umleið og skyggni lagast en það er éljagngur í Skarðsdalnum. Það hefur bætt á snjónn sérstaklega á
Búngusvæði ca 1,5 meter. Veðurspá er þannig að það á að vera bjart og hægviðri í dag.
Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er SSA gola, frost 11 stig og glænýr snjór troðinn í brekkunum s s flott veður !pínu kalt! og
færið eins og silki. Púður utan við er töluvert.
Opnum 3 lyftur til að byrja með og stefnum á að Búngulyfta verði opnuð kl 12:00.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
20.02.2015
Opnum í dag frá kl 14:30 -19:00. Veðrið kl 16:00 NV 8-13m/sek, frost 7 stig, éljagangur, en á T-lyftusvæði er skafrenningur.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
Það er lokað eins og er. Nýjar upplýsingar kl 13:00
Það hefur aðeins bætt á snjóinn og er verið að moka til og troða.
Veðrið kl 09:30 ANA 8-18m/sek, frost 6 stig og er skafrenningur á svæðinu.
Starfsmenn
19.02.2015
Lokað í dag vegna veðurs NA 8-18m/sek, frost 2 stig og snjókoma.
Þetta lítur allt miklu betur út á morgun og um helgina.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00
Starfsmenn
18.02.2015
Í dag verður opið frá kl 14-19, veðrið kl 13:20 er SA gola, hiti 5 stig, léttskýjað, mjög gott veður verður í dag. Færið
er troðinn rakur snjór er er þurrari eftir því sem ofar kemur.
Svona til gamans er hitastig kl 10:00 á 3 stöðum þar sem við erum með hitamæla/snjódýptamæla, hiti 3-4 stig í 200-300 metra
hæð, í 600 metra hæð (Grashólabrún) er hiti 0,5 stig og í 800 metra hæð (við Illviðrishnjúk) er frost 1 stig
Ps Hálslyfta og Búngulyfta fara í gang eftir kl 15:00 vegna vinnu við Troðara.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
17.02.2015
Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 14:00 vestan gola, 5 stiga frost og nú er að birta til í Skarðsdalnum. Miðað við veðurspá
á að birta og lægja þegar líður á daginn.
Færið er troðinn þurr snjór og er flottur snjór í öllum brekkum.
Velkomin í Skarðsdalinn
Ath. hér á svæðinu er skidatakerfi og hægt að fylla á öll vasakort.
16.02.2015
Opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 16:00 SSV 1-5m/sek, frost 6 stig og lítilsháttar éljagangur.
Færið er troðinn þurr snjór það koma aðeins nýr snjór ofan á harðfenni seinnipartinn í gær, það sker
mjög vel í brekkurnar. Nýr snjór í öllum brekkum.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn.