Laugardaginn 4. apríl kl 14:00 höfum lokað

Alltaf gaman að leika sér af tölum en í dag var opið í 3 tíma og voru gestir um 90 en á laugardeginu fyrir páska í fyrra  fóru 1190 manns í gengum hliðið og margir þurftu frá að hverfa því miður. Það verður bara blíða á morgun, sjáumst hress. Nánast skírdagsveður á morgun.


Kl 14:00 Lokað opnum á morgun kl 10-16 


Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:40 SSA 3-6m/sek, 4 siga hiti og töluverð rigning. Takið daginn snemma það fer að hvassa og rigna þegar líður á daginn.

Allar brekkur troðnar og er snjórinn þurrari eftir því sem ofar kemur.


Göngubraut er klár í Hólsdalnum 


Ath. öll vélsleða umferð er bönnuð á skíðasvæðinu og er mikil umferð af skíðafólki sem rennir sér meðfram Skarðsveginum, þar eiga engir sleðar að vera. Þessi leið er troðin fyrir skíðafólk.


Velkomin á skíði í dag.

Starfsmenn