Fréttir

Opið í dag laugardaginn 4, apríl

Opið verður í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott S og SV 6-8 m/sek, -1c° og heiðskírt (sól). Færið er troðinn þurr snjór. Allar lyftur eru opnar, göngubraut er við Hól Velkomin á skíði starfsmenn.  

Opið í dag föstudaginn 3. apríl

Opið verður í dag frá kl 16-19, veðrið á svæðinu NA 5-10m/sek, +1c° á neðrasvæðinu en um -2c° á efrasvæði og alskýjað, það er troðinn blautur snjór á neðrasvæðinu en troðinn þurr snjór í efrasvæðinu. Við opnum eingöngu  Neðstu-lyftuna, göngubraut verður tilbúinn um kl 15:00 við Hól. Umsjónarmaður skíðasvæðis biður skíðamenn að skíða ekki fyrir ofan neðstasvæðið og virða það. Velkomin á skíði starfsmenn.

Lokað í dag fimmtudaginn 2. apríl

Lokað verður í dag vegna veðurs, það er NA-12-16m/sek og meira í hviðum, það er verið að vinna á öllu svæðinu og enn er verið að moka snjó burt af svæðinu, hann telst í metrum á Búngusvæðinu, við verðum vonandi tilbúnir með allt svæðið á morgun um kl 14:00. Nánari fréttir á morgun um kl 10:00  

Lokað í dag 1. apríl

Við verum að hafa lokað í dag við erum að vinna brekkurnar og það mun taka allan daginn og fram á kvöld, við opnum á morgun kl 14:00, nánari upplýsingar um kl 12 á morgun. Starfsmenn.  

Lokað í dag þriðjudaginn 31. mars

Lokað í dag vegna veðurs. Við opnun á morgun miðvikudaginn 1. apríl, nánari upplýsingar á morgun kl 12:00 Starfsmenn.

Við höfum lokað í dag 29. mars vegna veðurs

Við höfum lokað í dag vegna veðurs, opnum á þriðjudaginn 31. mars kl 14:00 nánari upplýsingar um það á þriðjudaginn um kl 12:00. Starfsmenn

Opið í dag sunnudaginn 29. mars

Opið verður í dag frá kl 10-16, veðrið er N-gola, -5c° og smá éljagangur, færið er nýr troðinn snjór. Við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, göngubraut er tilbúinn við Hól og nú er um að gera drífa sig á skíði sem fyrst veðrið gæti versnað þegar líður á daginn. Velkomin á skíði starfsmenn.

Opið í dag laugardaginn 28. mars

Opið verður frá kl 10-16, veðrið er eins og það gerist best logn, heiðskírt(sól) og -8c°, færið er líka eins og það gerist best troðinn harðpakkaður nýr snjór. Nú er um að gera að drífa sig út í góða verðrið og njóta dagsins "frábær dagur framundan í norðlensku ölpunum" Við keyrum allar lyftur og göngubraut er við Hól Velkomin á skíði starfsmenn  

Opið í dag föstudaginn 27. mars

Opið verður í dag frá kl 14-19, veðrið er ágætt það er logn, -4c° en töluverður éljagangur þannig að skyggni er ekki mjög gott í efrihlutanum, færið er troðinn nýr snjór, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 14:00, en stefnum á að opna Búngu-lyftu kl 16:00, göngubraut er við Hól. Velkomin á skíði starfsmenn  

Lokað í dag fimmtudaginn 26. mars

Lokað í dag vegna veðurs, það er NA 8-12m/sek og meira í hviðum, töluverður skafrenningur er á öllu svæðinu. Við opnum á morgun föstudaginn 27. mars kl 14-19, nánari upplýsingar um kl 12 á morgun. Veðurútlit er ágætt um helginna. Starfsmenn