Fréttir

Opið í dag laugardaginn 21. febrúar

Opið verður í dag frá kl 10:00-16:00, veðrið í fjallinu er S-gola, +4c° og léttskýjað, færið er troðinn nýr snjór dálítið blautur. Farið varlega í ótroðnu Allar 3 lyfturnar eru opnar. Velkomin í fjallið starfsmenn  

Opið í dag laugardaginn 21. febrúar

Opið verður í dag frá kl 10:00-16:00, veðrið í fjallinu er S-gola, +4c° á neðrasvæðinu en +2c° á efrasvæði og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór aðeins blautur, allar brekkur eru klárar en farið varlega útan við troðnar brautir. Við verðum með allar 3 lyfturnar opnar og nú er um að gera að drífa sig í fjallið og njóta útiverunar. Velkomin starfsmenn

Opið í dag föstudaginn 20. febrúar

Opið verður í dag frá kl 11:00-20:00 Veðrið í fjallinu er A gola, -2c°, alskýjað, smá éljagangur,  færið er troðinn nýr snjór í bland við harðfenni en nægur snjór á öllu svæðinu. Við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 11:00 og Búngu-lyftu sennilega kl 13:00 eða 14:00 Velkomin í fjallið. Starfsmenn

Lokað verður í dag

Lokað í dag vegna veðurs, við getum ekki keyrt lyftur en við opnum á morgun kl 14:00 nánari upplýsingar á morgun um kl 12:00 í 878-3399 og á heimasíðu Starfsmenn  

Opið í dag fimmtudaginn 19. febrúar

Opið verður í dag, fyrri opnun frá kl 09-:30-12:00 eingöngu neðsta-lyfta og seinni opnun frá kl 16:00-21:00 þá vonandi allar 3 lyfturnar. Veðrið í fjallinu er SV 4-8m/sek við neðstu-lyftu en SV 6-15m/sek á efrasvæði og meira í hviðum -1c° og léttskýjað, færið er troðið harðfenni, Velkomin í fjallið Starfsmenn  

Opið í dag miðvikudaginn 18. febrúar

Tvær opnanir verða í dag, fyrri opnun frá kl 11:30-14:30 neðsta-lyfta og t-lyfta opnar, seinni opnun frá kl 16:00-20:00 þá opnum við allar 3 lyfturnar. Veðrið er gengið niður nú er S-gola, +4c° og léttskýjað, færið er troðinn blautur snjór. Velkomin í fjallið 4,5,6 bekkur Grunnskóla Siglufjarðar og aðrir gestir. Starfsmenn  

Opnun næstu daga

Opið verður á morgun miðvikudaginn 18. febrúar fyrri opnun frá kl 11:30-14:30 og seinni opnun frá kl 16:00-20:00 Fimmtudaginn 19. febrúar fyrri opnun frá kl 09:30-12:00 og seinni opnun frá kl 16:00-21:00 Föstudaginn opið frá kl 14:00-20:00 Laugardaginn og sunnudaginn opið frá kl 11:00-17:00  Nýjar upplýsingar á morgun um kl 10:00 í 878-3399 og á heimasíðu Velkomin í fjallið Starfsmenn

Opið í dag þriðjudaginn 17. febrúar

Opið verður frá kl 14-20 Neðsta-lyfta og T-lyfta en við opnum Búngu-lyftu kl 16:00, veðrið í fjallinu er V-5-8, + 4c° og léttskýjað, færið í fjallinu er troðinn aðeins blautur snjór. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Opið í dag mánudaginn 16. febrúar

Opið verður í dag frá kl 16:30-20:00, veðrið er töluvert blaut en logn, +3c°, færið er troðinn blautur snjór. Lyftur opnar Neðsta-lyfta og T-lyfta Velkomin í fjallið. Starfsmenn  

Opið í dag sunnudaginn 15. febrúar

Opið verður í dag frá kl 11-17, veðrið er mjög gott S-gola, +2c° og léttskýjað. Við getum bara keyrt neðstu-lyftu!! neðstu-lyftu!! það er farinn spennir við T-lyftu og á ég von á það verið hægt að setja allar 3 lyfturnar í gang seinni partinn á morgun mánudaginn 16. febrúar. Starfsmenn vilja koma fram miklu þakklæti til allra gesta sem heimsótu okkur í gær og þakkar það umburðarlindi sem gestir sýndu okkur vegna rafmagnsbilunar sem var í gær.  Gjaldfrjálst verður í neðstu-lyftu í dag Velkomin á skíði Starfsmenn