13.04.2009
Það verður lokað á morgun þriðjudaginn 14. apríl, en um leið langar okkur starfsfólkinu að þakka öllum
þeim góðu gestu sem heimsóttu okkur nú um dymbilvikuna kærlega fyrir komuna, yfir dymbilvikuna komu 4200 gestir takk takk fyrir komuna.
Við opnum á miðvikudaginn 15. apríl kl 14-19, nánari upplýsingar um kl 12:00 á miðvikudaginn.
Miklar þakkir frá starfsfólki.
13.04.2009
Við opnum í dag kl 10-16, veðrið er mjög gott logn, -2c°, léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór og allar
brekkur eru klárar.
Allar lyftur verða í gangi og er göngubraut í Hólsdalnum.
Það fer hér fram í dag svigmót kl 12:00 í stálmasturbrekku og brettamót við neðstu-lyftu kl 13:00.
Fróðleiksmoli dagsins: Lyftur eru búnar að vera opnar í 111 daga frá 2. nóvember.
Velkomin á skíði
12.04.2009
Góðan daginn og gleðilega páska
Við verðum með opið í dag frá kl 10-16, veðrið í fjallinu er mjög gott NA 2-5m/sek, -4c°, alskýjað og smá éljagangur,
það er töluvert blint á efrasvæðinu, færið er nýr troðinn snjór og allar brekkur klárar. Við opnum allar lyftur og
göngubraut er í Hólsdalnum.
Dagskrá dagsins: Við byrjum með Páskaeggjamóti fyrir krakkana kl 13:00 og í framhaldinu líkur ratleiknum hér á
skíðasvæðinu. Garpamótið er kl 15:00 og Tyrolastuð á fullu með Tyrolamúsik. (endilega að jóðla)
Velkomin á skíði starfsmenn.
11.04.2009
Við opnum í dag frá kl 10-17, veðrið er NA-4-8 m/sek og við erum með -2c° á öllu svæðinu, smá éljagangur og
alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.
Við opnum Neðstu-lyftu, T-lyftu og Bungu-lyftu. Göngubraut er við Hól og inn í Hólsdal.
Dagskrá í fjallinu í dag Leikjabraut, Gæsla, Garpamót, Tyrolastuð, (Ratleikur- leikjabraut og garpabraut) og Brettasýning sem fer fram við
Hól kl 20:00.
Fróðleiksmoli dagsins:
Í mars mánuði vorum við með opið í 21 dag og gestir inn á svæðið voru 3400.
Velkomin á skíði starfsmenn.
10.04.2009
Við opnum í dag kl 10-16, veðrið norðan gola hjá okkur en við erum með um 0c° á neðstasvæðinu en -2c° á
efrasvæðinu, færið er troðinn þurr snjór.
Við opnum Neðstu-lyftu, T-lyftu og Búngu-lyftu.
Göngubraut er í Hólsdalnum.
Fróðleiksmoli dagsins:
Illviðrishnjúkur er um 890 metrar hæðsta fjallið í Skarðsdalnum.
Velkomin á skíði starfsmenn.
09.04.2009
Við opnum kl 10-16, veðrið hjá okkur er frábært logn, -1c° og heiðskírt (sól), færið er troðinn þurr snjór og allar
brekkur eru klárar.
Allar lyftur eru í gangi og göngubraut er í Hólsdalnum.
Leikjabraut fyrir börnin og gæsla fyrir yngstu börnin frá kl 12-14.
Fróðleiksmoli dagsins:
Við vorum með 25 daga opið í febrúar og gestir voru um 3000.
Velkomin í fjallið starfsmenn.
08.04.2009
Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er mjög gott S gola, +3c°, hálfskýjað (sólarglenna), færið er troðinn blautur snjór
en er þurrari eftir því sem ofar kemur, allar brekkur tilbúnar.
Við keyrum allar lyftur, göngubraut er í Hólsdalnum.
Fróðleiksmoli dagsins:
Við erum með 3 lyftur, Neðsta-lyfta er 430 metrar að lengd, hæðamismunur er um 100 metrar og hún flytur 480 manns á klst. T-lyftan er 1050 metrar,
hæðarmismunur er 220 metrar og hún flytur 720 manns á klst og síðan er það Búngu-lyftan hún er 530 metar löng, hæðarmismunur
er 180 metrar og hún flytur 550 manns á klst og þar endar skíðasvæðið í 650 metrum yfir sjávarmáli.
Velkomin á skíði starfsmenn.
07.04.2009
Opið verður í dag frá kl 13-19, veðrið er frábært logn, +3c°, heiðskírt og sól, færið er troðinn blautur snjór
en aðeins þurrari snjór á efrasvæði.
Allar lyftur í gangi og gönguspor við í Hólsdalnum.
Fróðleiks moli dagsins:
Við erum með 2 troðara, 3 snjósleða og starfsmenn eru 6 að tölu sem sjá til þessa að allir hlutir séu í lagi fyrir þig
skíðamaður góður.
Velkomin á skíði í dag starfsmenn
06.04.2009
Opið verður í dag frá kl 13-19, veðrið er mjög gott það er logn, um 0c° og sólin er að brjótast í gengn, við keyrum
allar lyftur, göngubraut verður tilbúinn um kl 15:00.
Fróðleiksmoli dagsins:
Afkastageta lyftana er um 1750 manns á klukkutíman, fallahæði svæðisins er um 500 metrar, lyftulengd er um 2 km og brautarlengd eru um 2,3 km eftir
þeirri leið sem valin er.
Velkomin á skíði starfsmenn.
05.04.2009
Opið verður í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott logn, heiðskírt og sól, -1c°, færið er eining mjög gott troðinn
þurr snjór og allar brekkur klárar.
Við keyrum Neðstu-lyftu, T-lyftu og Búngu-lyftu, göngubraut er klár í Hólsdalnum.
Nú er um að gera njóta dagsins og góða veðursins.
Velkomin á skíði starfsmenn