04.05.2009
Við verðum með lokað þessa viku, en síðasti opnunardagur þessa vetrar verður laugardaginn 9. maí þá verður
opið frá kl 12-16. nánari upplýsingar á laugardaginn um kl 10:00. Skíðasvæðið bíður upp á grillaðar pylsur
í tilefni dagsins.
Frítt verður í lyftur þennan dag.
Starfsmenn
03.05.2009
Lokað verður í dag sunnudaginn 3. maí, vegna veðurs.
Starfsmenn skíðasvæðis
03.05.2009
Upplýsingar um hvort hægt verði að opna skíðavæðið í dag, koma inn um kl.12.
Starfsmenn skíðasvæðis
02.05.2009
Lokað verður í dag, laugardaginn, 2.maí, vegna veðurs. Stefnt er að opnun á morgun, sunnudag. Nánari upplýsingar á morgun um kl. 9.
Starfsmenn skíðasvæðis.
02.05.2009
Í dag var stefnt á að opna kl. 10.00. Veðrið er hins vegar ekki með besta móti, rigning og rok. Nýjar upplýsingar verða komnar inn um kl. 12,
hvort að hægt verði að opna síðar í dag.
Starfsmenn skíðasvæðis
01.05.2009
Í dag, föstudaginn 1.maí verður opið frá 13-18. Allar lyftur verða opnar og göngubraut á Hól.. Troðinn, blautur snjór.
Veðrið er gott, sól, logn og 5-10 stiga hiti.
Velkomin á skíði, starfsmenn.
27.04.2009
Lokað verður frá mánudeginum 27. apríl til fimmtudagsins 30. apríl.
Við verðum með opið frá föstudeginum 1. maí til sunnudagsins 3. maí.
Mig langar að minna á loka daginn laugardaginn 9. maí síðasti opnunardagur.
Velkomin í Skarðsdalinn. Starfsmenn
26.04.2009
Opið verður í dag frá kl 11-16, veðrið er mjög gott logn, sól og 8 stiga hiti, færið er töluvert blaut á neðstasvæðinu
en mun betra á T-lyftusvæðinu.
Við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, göngubraut er inn Hólsdalinn.
Velkomin á skíði starfsmenn.
25.04.2009
Við opnum kl 11-16 í dag, veðrið er N-gola, +2c°, snjókoma, og töluverð þoka er á svæðinu.
Við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, göngubraut er í Hólsdalnum.
Velkomin á skíði starfsmenn
24.04.2009
Við verðum að hafa lokað í dag, það er blind þoka og slydduhríð á neðstasvæðinu en snjókoma á
efrasvæðinu, við opnum á morgun laugardaginn 25. apríl kl 10-16, nánari upplýsingar á morgun um kl09:00.
Starfsmenn