27.02.2014
Kl 12:30 Það verður lokað í dag vegna veðurs ANA 6-14m/sek, rigning, slydda og snjókoma. Ekki góðar aðstæður til
skíðaiðkunar.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00
Umsjónarmaður
Erum með opnun í skoðun í dag.
Nýjar upplýsingar kl 14:00
Umsjónarmaður
26.02.2014
Lokað verður í dag vegna veðurs. Veðrið kl 14:00 ANA 6-16m/sek og töluverð úrkoma, snjór og slydda.
Nýjar upplýsingar kl 10:00 í fyrramáli
Starfsmenn
25.02.2014
KL 15:00 Það verður lokað í dag vegna veðurs
Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00
Umsjónarmaður
Opnun er í skoðun, veðrið hefur versnað til muna ANA 10-19m/sek og töluverður skafrenningur.
Nýjar upplýsingar kl 15:00
Starfsmenn
24.02.2014
Jæja nú er þetta allt að koma, viti menn nú verður opið í dag frá kl 13-19
Færið er troðinn þurr snjór. Veðrið kl 12:00 logn, frost 6 stig og heiðskírt. Sólin kemur í heimsókn í dag.
Opnum 2 lyftur til að byrja með og vonandi getum við opnað lyftu 3.
Sjáumst hress í Skarðsdalnum
Starfsmenn
23.02.2014
Kl 10:00 Það verður lokað í dag vegna veðurs, það er NA 10-20m/sek og mikill skafrenningur og er veðurútlit ekki gott í dag.
Nýjar upplýsingar kl 10:00 á morgun.
Það er of hvasst hjá okkur eins og er, NA 8-20m/sek og töluverður skafrenningur.
Nýjar upplýsingar kl 10:00
Starfsmenn
22.02.2014
Kl 11:30 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. NA 8-22m/sek.
Það er opið á Dalvík og Akureyri.
Nýjar upplýsingar kl 08:00
Erum með opnun í skoðun og ef við getum opnað, setjum við í gang kl 11:00.
Veðrið kl 10:10 NA 8-17m/sek. Það þarf að lægja til að við getum keyrt lyftur.
Ef að hviður fara niður fyrir 13m/sek getum við sett í gang.
Nýjar upplýsingar kl 11:00
Starfsmenn
21.02.2014
Í dag er lokað vegna hvassviðris. Veðrið kl 11:45 ANA 15-30m/sek.
Bendi ykkur skíðagestum á að skoða aðstæður á Akureyri þar er opið í dag.
Veðurspá er okkur hér á Siglufirði ekki hliðholl í dag en er betri fyrir morgundaginn.
Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00
Starfsmenn
20.02.2014
KL 14:30 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris.
Nýjar upplýsingar kl 09:00 í fyrramálið.
Starfsmenn
Erum með opnun í skoðun. Það er of hvasst hjá okkur, ANA 8-20m/sek. Það þarf að lægja svo að við getum keyrt lyftur.
Nýjar upplýsingar kl 14:00
Umsjónarmaður
19.02.2014
Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 11:00 ASA 4-12m/sek, frost 4 stig og heiðskírt.
Færið er troðinn þurr snjór
Það verður opið alla daga fram að 10. mars, virkadaga frá kl 13-19 og um helgar frá kl 10-16
Búið að loka Búngulyftu vegna hvassviðris.
Velkomin í fjallið
Strákarnir
18.02.2014
Í dag er opið frá kl 13-20. Veðrið er frábært NA gola, frost 6 stig og heiðskírt.
Færið er meiriháttar troðinn nýr þurr snjór.
Það verður opið alla daga fram að 10. mars, virkadaga frá kl 13-19 og um helgar 10-16
Á Búngusvæði er troðinn Miðbakki 50x950 metrar, Neðrihluti Búngubakka er troðin en ekki efrihluti. Unnið er að viðgerð á
spili svo að við getum troðið Búngubakka.
Velkomin í fjallið
Strákarnir