Fréttir

Föstudaginn 22. janúar opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 14:00 austan 5-13m/sek , hiti 4-7 stig og léttskýjað en mögulega gengur yfir hér rigning á mill kl 11-14 hér í dag og vindur getur orðið ca 3-10m/sek af austri en miðað við veðurspá ætti að vera þurrt á milli 15-19. Færið er mjög gott nú kl 09:30 en blotnar aðeins í dag. Til hamningju með daginn drengir. Helgin lítur þannig út að það verður gott veður í dag en lokað á morgun laugardaginn 23. janúar og opið á sunnudaginn 24. janúar Engin byrjendakennsla verður þessa helgina, það er námskeið hjá skíðakennaranum en svo verður kennsla næstu helgar.   Göngubraut er tilbúin á Hólssvæði Velkomin á skíði í dag.

Þriðjudaginn 19. janúar opið kl 15-19

Það verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið er SA gola, frost 2-5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Flott færi og flott veður verður í dag. Skíðasvæðið verður lokað á miðvikudaginn 20. jan og fimmtudaginn 21. jan vegna námskeiðs starfsmanna Umsjónarmaður

Mánudaginn 18. janúar opið kl 15-19

Opið í dag frá kl15-19, veðrið er SSV 1-4m/sek, frost 4-6 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór. Göngubraut er tilbúinn í Hólsdalnum 2,5 km hringur. Það verður opið skíðasvæðið á morgun þriðjudaginn 19. janúar kl 15-19. Svæðið verður lokað miðvikudaginn og fimmtudaginn vegna námskeiðs starfsmanna. Velkomin á skíði Starfsmenn 

Sunnudaginn 17. janúar opið kl 11-16

Opið í dag frá kl 11-16, veðrið er SA gola, frost 3-6 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór s s drauma veður og drauma færi. Göngubraut á Hólssvæði ca 2,5 km hringur. Nú í dag fer fram world-snow-day og er þessi dagur tileinkaður öllum börnum og allir út og leika sér í snjónum. Frítt í lyftur og skíðabúnaður fyrir öll börn, leikjabrautir og fjallakakó og fjallakaka. world-snow-day.com Sjáumst hress Starfsmenn skíðasvæðisins og Skíðafélags Siglufjarðar  

Enginn titill

Laugardaginn 16. janúar opið

Í dag verður opið frá kl 11-16, veðrið og færið er bara frábært hitastig er frá frostmarki við skíðaskálan 200mh og er 1 stigs frost við sleppingu á Búngulyftu 650m hæð, vindátt er sunnan 1-5m/sek og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór og eru 7 skíðaleiðir klárar, bobbbraut og hólabraut bæði á Neðstasvæði og á T-lyftusvæði. Göngubraut tilbúin á Hólssvæði ca 2,5 km Veðurstöð er komin í lag. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn

Föstudaginn 15. janúar opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19, veðrið er sunnan gola, frost 2-4 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.  Fjallið er draumur núna og verður svo um helginna.   Göngubraut tilbúinn kl 15:00 á Hólssvæði. Minni á snjór um víða veröld, allir á skíði sunnudaginn 17. janúar. Sjáumst hress Starfsmenn

Fimmtudaginn 14. janúar opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19, veðrið er austan gola, frost 2-5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn nýr snjór en það hefur snjóað ca 15 sm og hefur snjóða á svæðið ca 30 sm á síðustu tveimur sólahringum svo nú er flott færi í púðri á Búngusvæði og víðar. Veðurútlit er mjög gott næstu 4 daga, hægur vindur, frost og heiðríkja. Skíðakennsla fyrir byrjendur er um helgina og byrjar kl 13.00 og þarf að skrá sig í síma 893-5059 Göngubraut verður lögð á Hólssvæði um helgina. Velkomin á Sigló Starfsmenn

Miðvikudaginn 13. janúar opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 13.00 NNA 2-10m/sek, frost 2 stig og smá éljagangur. Færið er troðinn nýr snjór, en það hefur snjóað ca 10-25 cm á svæðinu. Velkomin í fjallið Fjallamenn

þriðjudaginn 12. janúar lokað

Lokað í dag, opnum á morgun kl 15:00 Sjáumst hress Starfsmenn