Fréttir

Opið miðvikudaginn 4. mars

Opið verður frá kl 16-19, veðrið í fjallinu er NA-6-12m/sek, -4c° og éljagangur. Færið er nýr troðinn snjór mjög gott færi fyrir alla, við opnum eingöngu neðstu-lyftu, það er of hvasst í T-lyftu og Búngu-lyftu Starfsmenn  

Við opnum í dag miðvikudaginn 4.mars kl 16:00

Við opnum í dag kl 16:00 ef veður leyfir, nú er verið að vinna allar brekkur, veðrið hjá okkur núna þegar þetta er skrifað kl 09:00 er NA-10-15m/sek og töluverð snjóél og skafrenningur. Nýjar upplýsingar um kl 14:00 í dag í síma 878-3399 og á heimasíðu. Starfsmenn  

Lokað í dag þriðjudaginn 3. mars

Við verum að hafa lokað í dag vegna veðurs, það er töluverður skafrenningur, við opnum á morgun kl 16:00 nánari upplýsingar um kl 12 á morgun í síma 878-3399 og á heimasíðu. Starfsmenn

Við verðum að hafa lokað í dag mánudaginn 2. mars vegna veðurs.

Við verðum að hafa lokað í dag vegna veðurs, en meiningin var að opna kl 15:00-19:00, en því miður ekki hægt. Nýjar upplýsingar um opnun á morgun um kl 12 í 878-3399 og á heimasíðu. Starfsmenn skíðasvæðisins vilja koma fram miklu þakklæti til allra sem heimsótu okkur nú um helginna bæði skíðafólki og snjósleðafólki og var gaman að sjá hvessu allt fór vel fram, takk fyrir og verið velkomin aftur. Starfsmenn skíðasvæðis.  

Því miður verðum við að hafa lokað í dag sunnudaginn 1. mars vegna veðurs

Við verum að hafa lokða í dag vegna veðurs, það er Sv-8-15m/sek og meira í hviðum. Við opnum á þriðjudaginn kl 16:00 nánari upplýsingar um kl 12:00 í síma 878-3399 og heimasíðu. Starfsmenn  

Lokað eins og er.

Við getum því miður ekki opnað kl 11:00 eins og við ætluðum, það er SV-8-15m/sek og meira í hviðum, nýjar upplýsingar um kl 11:00 í síma 878-3399 og á heimasíðu. Starfsmenn

Lokað eins og er.

Það er lokað eins er, það er of hvasst, nýjar upplýsingar um kl 10:00. Við stefnum á að opna kl 11:00 Nú er SV-8-15m/sek og meira í hviðum Starfsmenn

Opið verður í dag laugardaginn 28, febrúar

Opið verður í dag frá kl 10:00-16:00, veðrið í fjallinu er mjög gott V-gola, -1c° og léttskýjað, færið er nýr troðinn snjór mjög gott færi fyrir alla. Gönguspor við Hól. Allar lyftur keyrðar. Snocrossmót fer fram í austubotni í Skarðsdalnum. Velkomin á skíði starfsmenn.  

Opið í dag föstudaginn 27. febrúar

Opið verður í dag frá kl 13:00-20:00, veðrið er mjög gott logn, -5c° og léttskýjað og færið er mjög gott nýr snjór á öllu svæðinu, alveg lista færi fyrir alla skíðaiðkendur, nú er um að gera að drífa sig í fjallið, brekkur við allra hæfi, 3 lyftur keyrðar samtals lengd 2km og brekkur um 2,3 km og breiddin eftir því, gerist ekki betra, gönguspor við Hól. Snjócrossbraut verður tilbúinn um kl 16:00 í dag tilbúinn til æfinga fyrir mótið sem fer fram á laugardaginn 28. febrúar kl 14:00. Búast má við 1000-1500 gestum yfir helginna, ég mæli með að gestir mæti tímalega á laugardaginn og sunnudaginn, við opnum lyftur báða daga kl 10:00 og lokum kl 16:00. Velkomin til Siglufjarðar (Fjallabyggð) á skíði og snjósleða. Starfsmenn

Við opnum á morgun föstudaginn 27. febrúar kl 13:00

Opnað verður á morgun frá kl 13-20, veðurútlit er mjög gott og færið er eins og það gerist best, nýr snjór er á öllu svæðinu og er snjór töluvert mikill.  Nánari upplýsingar um kl 10:00 í síma 878-3399 og á heimasíðu. Velkomin í fjallið starfsmenn