12.04.2009
Góðan daginn og gleðilega páska
Við verðum með opið í dag frá kl 10-16, veðrið í fjallinu er mjög gott NA 2-5m/sek, -4c°, alskýjað og smá éljagangur,
það er töluvert blint á efrasvæðinu, færið er nýr troðinn snjór og allar brekkur klárar. Við opnum allar lyftur og
göngubraut er í Hólsdalnum.
Dagskrá dagsins: Við byrjum með Páskaeggjamóti fyrir krakkana kl 13:00 og í framhaldinu líkur ratleiknum hér á
skíðasvæðinu. Garpamótið er kl 15:00 og Tyrolastuð á fullu með Tyrolamúsik. (endilega að jóðla)
Velkomin á skíði starfsmenn.
11.04.2009
Við opnum í dag frá kl 10-17, veðrið er NA-4-8 m/sek og við erum með -2c° á öllu svæðinu, smá éljagangur og
alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.
Við opnum Neðstu-lyftu, T-lyftu og Bungu-lyftu. Göngubraut er við Hól og inn í Hólsdal.
Dagskrá í fjallinu í dag Leikjabraut, Gæsla, Garpamót, Tyrolastuð, (Ratleikur- leikjabraut og garpabraut) og Brettasýning sem fer fram við
Hól kl 20:00.
Fróðleiksmoli dagsins:
Í mars mánuði vorum við með opið í 21 dag og gestir inn á svæðið voru 3400.
Velkomin á skíði starfsmenn.
10.04.2009
Við opnum í dag kl 10-16, veðrið norðan gola hjá okkur en við erum með um 0c° á neðstasvæðinu en -2c° á
efrasvæðinu, færið er troðinn þurr snjór.
Við opnum Neðstu-lyftu, T-lyftu og Búngu-lyftu.
Göngubraut er í Hólsdalnum.
Fróðleiksmoli dagsins:
Illviðrishnjúkur er um 890 metrar hæðsta fjallið í Skarðsdalnum.
Velkomin á skíði starfsmenn.
09.04.2009
Við opnum kl 10-16, veðrið hjá okkur er frábært logn, -1c° og heiðskírt (sól), færið er troðinn þurr snjór og allar
brekkur eru klárar.
Allar lyftur eru í gangi og göngubraut er í Hólsdalnum.
Leikjabraut fyrir börnin og gæsla fyrir yngstu börnin frá kl 12-14.
Fróðleiksmoli dagsins:
Við vorum með 25 daga opið í febrúar og gestir voru um 3000.
Velkomin í fjallið starfsmenn.
08.04.2009
Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er mjög gott S gola, +3c°, hálfskýjað (sólarglenna), færið er troðinn blautur snjór
en er þurrari eftir því sem ofar kemur, allar brekkur tilbúnar.
Við keyrum allar lyftur, göngubraut er í Hólsdalnum.
Fróðleiksmoli dagsins:
Við erum með 3 lyftur, Neðsta-lyfta er 430 metrar að lengd, hæðamismunur er um 100 metrar og hún flytur 480 manns á klst. T-lyftan er 1050 metrar,
hæðarmismunur er 220 metrar og hún flytur 720 manns á klst og síðan er það Búngu-lyftan hún er 530 metar löng, hæðarmismunur
er 180 metrar og hún flytur 550 manns á klst og þar endar skíðasvæðið í 650 metrum yfir sjávarmáli.
Velkomin á skíði starfsmenn.
07.04.2009
Opið verður í dag frá kl 13-19, veðrið er frábært logn, +3c°, heiðskírt og sól, færið er troðinn blautur snjór
en aðeins þurrari snjór á efrasvæði.
Allar lyftur í gangi og gönguspor við í Hólsdalnum.
Fróðleiks moli dagsins:
Við erum með 2 troðara, 3 snjósleða og starfsmenn eru 6 að tölu sem sjá til þessa að allir hlutir séu í lagi fyrir þig
skíðamaður góður.
Velkomin á skíði í dag starfsmenn
06.04.2009
Opið verður í dag frá kl 13-19, veðrið er mjög gott það er logn, um 0c° og sólin er að brjótast í gengn, við keyrum
allar lyftur, göngubraut verður tilbúinn um kl 15:00.
Fróðleiksmoli dagsins:
Afkastageta lyftana er um 1750 manns á klukkutíman, fallahæði svæðisins er um 500 metrar, lyftulengd er um 2 km og brautarlengd eru um 2,3 km eftir
þeirri leið sem valin er.
Velkomin á skíði starfsmenn.
05.04.2009
Opið verður í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott logn, heiðskírt og sól, -1c°, færið er eining mjög gott troðinn
þurr snjór og allar brekkur klárar.
Við keyrum Neðstu-lyftu, T-lyftu og Búngu-lyftu, göngubraut er klár í Hólsdalnum.
Nú er um að gera njóta dagsins og góða veðursins.
Velkomin á skíði starfsmenn
04.04.2009
Opið verður í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott S og SV 6-8 m/sek, -1c° og heiðskírt (sól). Færið er troðinn þurr
snjór.
Allar lyftur eru opnar, göngubraut er við Hól
Velkomin á skíði starfsmenn.
03.04.2009
Opið verður í dag frá kl 16-19, veðrið á svæðinu NA 5-10m/sek, +1c° á neðrasvæðinu en um -2c° á
efrasvæði og alskýjað, það er troðinn blautur snjór á neðrasvæðinu en troðinn þurr snjór í
efrasvæðinu.
Við opnum eingöngu Neðstu-lyftuna, göngubraut verður tilbúinn um kl 15:00 við Hól.
Umsjónarmaður skíðasvæðis biður skíðamenn að skíða ekki fyrir ofan neðstasvæðið og virða
það.
Velkomin á skíði starfsmenn.