30.09.2009
Unnið var að framkvæmdum í síðustu viku á öllum svæðum, nú er búið að koma miklum turni fyrir upp á
Búngutopp þar sem troðarinn getur fest sig í og treður alla Búnguna á mjög auðvelda hátt upp og niður, jarðvegsvinna við
báða enda á T-lyftu og söfnunarsvæði við Neðstu-lyftu sléttað betur, og nú bíðum við eftir að það snjói
vel og duglega svo við getum opnað 1. nóvember.
Sjáumst hress í fjallinu.
Starfsmenn
22.09.2009
Unnið er við að gera svæðið klárt, bæði viðhald og unnið er við framkvæmdir, bæta brekkur og
bæta vinnu aðstöðu fyrir snjótroðara á Búngusvæði.
Við stefnum á opna allt svæðið 1. nóvember og ath. við erum með opið á mánudögum en lokað verður
á þriðjudögum.
Sjáumst hress í fjallinu.
Starfsmenn
31.08.2009
Frétt tekin af siglo.is
Egill Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Valló, og Þórir Kristinn Þórisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, skrifuðu
síðastliðinn föstudaginn undir samning þess efnis að Valló haldi áfram rekstri skíðasvæðisins og hafi umsjón með
knattspyrnuvöllum Fjallabyggðar á Siglufirði næstu þrjú árin.
Egill var að vonum mjög ánægður með þennan áfanga enda hefur hann lagt bæði líf og sál í verkefnið á liðnu
ári. Nú getur hann hafist handa við að skipuleggja framtíðina með langtíma samningum við samstarfsaðila. Aðspurður hvort einhverra
breytinga sé að vænta segir Egill helstu breytinguna þá að í vetur verði lokað á þriðjudögum í stað þess að
loka á mánudögum eins og venjan var síðastliðinn vetur. Er þetta gert í þeim tilgangi að lengja helgarnar fyrir þá sem koma langt
að til að sækja svæðið.
Síðastliðinn vetur tókst Agli að sexfalda heimsóknir á skíðasvæðið frá fyrri árum og á hann því
augljóslega skilið að takast á við verkið á komandi árum. Þetta tókst honum með óbilandi dugnaði og öflugri
markaðssetningu. Sigló.is fagnar því þessum tíðindum og telur samninginn vera afar mikilvægt skref í að auka ferðamannastreymi til
Siglufjarðar enn frekar.
Valló og Fjallabyggð til hamingju með samninginn.
15.07.2009
Þriggja ára samningur við Valló var samþykktur í bæjarstjórn Fjallabyggðar í gær, samningurinn tekur yfir
skíðasvæðið í Skarðsdal og knattspyrnusvæðið við Hól og nú er hægt að byggja upp reksturinn til
framtíðar og markaðsetja skíðasvæðið sérstaklega og fjölga gestum.
Sjáumst hress og kát í Skarðsdalnum.
Kv Egill Rögnvaldsson
02.07.2009
Unnið er að framtíðarsamningi um íþróttasvæðin, skíðasvæðið Skarðsdal og knattspyrnusvæði við
Hól til allt að 3. ára, kemur vonandi í ljós á næstu vikum, ég mun setja inn frétt um leið og þetta verður
komið á hreint.
Egill Rögnvaldsson
15.06.2009
Gleðilegt sumar og hafið það gott, takk fyrir veturinn og vonandi sjáumst við aftur, við stefnum á að opna aftur í
haust október-nóvember.
Sumarkveðjur frá starfsmönnum.
10.05.2009
Við verðum að hafa lokað í dag, það er SV 10-12m/sek og meira í hviðum og rigning.
Þetta var loka helginn, og höfum við því lokað skíðasvæðinu núna þetta vorið, ég vil koma miklu
þakklæti til allra nær og fjær sem heimsótu skíðasvæðið í vetur, vonandi sjáumst við hress og kát næsta vetur og
ef ég verð með skíðasvæðið næsta vetur þá stefnum við á að opna 1. nóvember takk takk.
Starfsmenn skíðasvæðisins: Egill, Óðinn, Birkir, Rögnvaldur, Hulda, Kári og Helgi óska ykkur öllum gleðilegs sumars.
09.05.2009
Við verum að hafa lokað í dag, það er leiðinda veður og mjög blint, við stefnum á að opna á morgun sunnudaginn 10. maí kl
12-16.
Frítt verður í lyftur og skíðasvæðið bíður upp á grillaðar pylsur.
Starfsmenn
04.05.2009
Við verðum með lokað þessa viku, en síðasti opnunardagur þessa vetrar verður laugardaginn 9. maí þá verður
opið frá kl 12-16. nánari upplýsingar á laugardaginn um kl 10:00. Skíðasvæðið bíður upp á grillaðar pylsur
í tilefni dagsins.
Frítt verður í lyftur þennan dag.
Starfsmenn
03.05.2009
Lokað verður í dag sunnudaginn 3. maí, vegna veðurs.
Starfsmenn skíðasvæðis