12.03.2009
Lokað verður í dag vegna veðurs, en við opnum á morgun kl 14-19, nánari upplýsinga um kl 12:00 á morgun föstudaginn 13. mars.
Starfsmenn
11.03.2009
Opið verður frá kl 16-20, veðrið í fjallinu er NA-3-6m/sek 0c° og léttskýjað, færið er mjög gott troðinn
púðursnjór frábært færi fyrir alla.
Við verðum með í gangi Neðstu-lyftu og T-lyftu, göngubraut er við Hól.
Starfsmenn vilja koma því á framfæri að skíðamenn skíði í troðnum brautum og skíði alls ekki í
hlíðinni fyrir ofan skíðaskálan og neðstasvæði.
Velkomin á skíði starfsmenn.
11.03.2009
Við opnum ekki skíðasvæðið kl 14:00 eins og við áætluðum, en við erum með það í skoðun að opna kl 16:00 ef
veður og aðstæður leifa.
Nánari upplýsingar um kl 15:00
Starfsmenn
10.03.2009
Við verðum að hafa lokað í dag, það er verið að vinna T-lyftusvæðið og það mun taka allan daginn og þá er eftir að
vinna allt Búngusvæðið, en við stefnum á að opna kl 14:00 á morgun, nánari upplýsingar um kl 12:00 á morgun.
Vakinn er athygli á því að snjóalög eru mjög ótrygg mjög víða í fjöllum fyrir ofan skíðasvæðið
og eru það vinsamlega tilmæli til skíðafólks að virða það að skíða ekki utan við troðnar brautir þegar
við opnum skíðasvæðið.
Starfsmenn
09.03.2009
Við verðum að hafa lokað í dag það hefur snjóað töluvert hjá okkur, það er verið að vinna allar brekkur og það
mun taka allan daginn og fram á kvöld. Við opnum á morgun 10. mars kl 14-19, nánari upplýsingar um kl 12:00 á morgun.
Starfsmenn
08.03.2009
Það verður lokað í dag sunnudaginn 8. mars vegna veðurs, það er töluverður skafrenningur og er mjög blint. Við opnum á morgun kl
14-18. Nánari upplýsingar um kl 12:00 mánudaginn 9. mars.
Starfsmenn
08.03.2009
Því miður er lokað eins og er vegna veðurs, það er töluverður skafrenningur á öllu svæðinu.
Við ætlum að reyna að opna kl 12:00, nýjar upplýsingar um kl 11:00
Starfsmenn
07.03.2009
Opið verður frá kl 10-16, veðrið í fjallinu er mjög gott SV-gola, -5c° en það er alskýjað, færið er mjög gott
það hefur snjóað á öllu svæðinu og er búið að troða allar brekkur, nú er um að gera að drífa sig í
fjallið og njóta dagsins.
Allar lyftur verða keyrðar og göngubraut er við Hól.
Velkomin á skíði starfsmenn
06.03.2009
Opið verður frá kl 14-20 í dag, veðrið í fjallinu er NA 4-8m/sek, -3c° og það er smá éljagangur á svæðinu
þannig að það er svolítið blint, færið er mjög gott fyrir alla nýr snjór á öllu svæðinu og allar brekkur eru
klárar, við keyrum allar 3 lyfturnar. Göngubraut við Hól.
Velkomin í fjallið starfsmenn
05.03.2009
Opið verður í dag frá kl 16:00-20:00, veðrið í fjallinu er NA-5-8m/sek, -5c°, og smá éljagangur, það er aðeins meiri vindur
í efrihlutanum en við opnum neðstu-lyftu og t-lyftu og meiningin er að opna búngu-lyftu ef hægt er vegna vinds og eða brekkur verða klárar,
það kemur í ljós.
Velkomin í fjallið starfsmenn